„Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. október 2023 23:01 Íbúar Grindavíkur eru ekki miklir aðdáendur jarðskjálftanna. Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. Fréttastofa kíkti til Grindavíkur í dag og ræddi við nokkra íbúa. „Þetta kemur svo snemma morgnanna, maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni,“ segir Þorvaldur Guðmundsson. Þorvaldur Guðmundsson segist hrökkva við á næturna vegna jarðskjálfta.Vísir/Arnar Ólafía Hrönn Egilsdóttir tók undir með Þorvaldi og sagði húsið hennar fara alveg á milljón þegar skjálftarnir eru í gangi. Hún sé hins vegar orðin vön því. Ólafía Hrönn Egilsdóttir segist vera orðin öllu vön. Vísir/Arnar Maximillian er ítalskur en hann hefur búið í Grindavík í rúmt ár. Þetta er því í annað sinn sem hann upplifir slíka skjálfta. „Þetta var ógnvekjandi fyrst, sérstaklega í síðustu viku. Það var um miðja nótt og snemma um morguninn. Ég vaknaði og þetta var virkilega ógnvekjandi,“ segir Maximillian. Maximillian hefur búið í Grindavík í eitt ár. Vísir/Arnar Sigurrós Ragnarsdóttir kennir í grunnskólanum í Grindavík og segir krakkana vera misánægða með skjálftana. Þeir fari alls ekki vel í alla. Sigurrós Ragnarsdóttir kennir í grunnskólanum í Grindavík.Vísir/Arnar Flestallir þeirra íbúa sem fréttastofa ræddi við voru sammála um það að þeir vildu losna við skjálftana sem fyrst. Flestir þeirra eru sáttir með gos, svo lengi sem það verður fjarri bænum. „Ég held að við komumst ekki hjá því þannig við verðum að vonast að það verði ekki ósvipað því og hefur verið. Svona túristagos. Maður hefur mestar áhyggjur af því hvaðan þetta kemur upp,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir. Kristín Þorsteinsdóttir vonast eftir túristagosi.Vísir/Arnar „Ég segi bara eins og jarðfræðingarnir, þetta getur haldið áfram og getur stoppað. Það veit það enginn, ekki einungis fræðingarnir,“ segir Bjarný Sigmarsdóttir. Bjarný Sigmarsdóttir býr í Grindavík. Vísir/Arnar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Fréttastofa kíkti til Grindavíkur í dag og ræddi við nokkra íbúa. „Þetta kemur svo snemma morgnanna, maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni,“ segir Þorvaldur Guðmundsson. Þorvaldur Guðmundsson segist hrökkva við á næturna vegna jarðskjálfta.Vísir/Arnar Ólafía Hrönn Egilsdóttir tók undir með Þorvaldi og sagði húsið hennar fara alveg á milljón þegar skjálftarnir eru í gangi. Hún sé hins vegar orðin vön því. Ólafía Hrönn Egilsdóttir segist vera orðin öllu vön. Vísir/Arnar Maximillian er ítalskur en hann hefur búið í Grindavík í rúmt ár. Þetta er því í annað sinn sem hann upplifir slíka skjálfta. „Þetta var ógnvekjandi fyrst, sérstaklega í síðustu viku. Það var um miðja nótt og snemma um morguninn. Ég vaknaði og þetta var virkilega ógnvekjandi,“ segir Maximillian. Maximillian hefur búið í Grindavík í eitt ár. Vísir/Arnar Sigurrós Ragnarsdóttir kennir í grunnskólanum í Grindavík og segir krakkana vera misánægða með skjálftana. Þeir fari alls ekki vel í alla. Sigurrós Ragnarsdóttir kennir í grunnskólanum í Grindavík.Vísir/Arnar Flestallir þeirra íbúa sem fréttastofa ræddi við voru sammála um það að þeir vildu losna við skjálftana sem fyrst. Flestir þeirra eru sáttir með gos, svo lengi sem það verður fjarri bænum. „Ég held að við komumst ekki hjá því þannig við verðum að vonast að það verði ekki ósvipað því og hefur verið. Svona túristagos. Maður hefur mestar áhyggjur af því hvaðan þetta kemur upp,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir. Kristín Þorsteinsdóttir vonast eftir túristagosi.Vísir/Arnar „Ég segi bara eins og jarðfræðingarnir, þetta getur haldið áfram og getur stoppað. Það veit það enginn, ekki einungis fræðingarnir,“ segir Bjarný Sigmarsdóttir. Bjarný Sigmarsdóttir býr í Grindavík. Vísir/Arnar
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira