Fjöldi kærður og sektaður eftir slys á rafhlaupahjóli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 12:51 Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Lögregla hefur á þessu ári kært og sektað um hundrað manns sem hafa dottið á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri umferðardeildar segir óhæft hversu algeng slysin eru og telur að taka þurfi á málinu. Um fjórðungur allra alvarlegra umferðarslysa á síðasta ári urðu á rafhlaupahjóli og í sumar leituðu um tveir til þrír á dag bráðamóttökuna vegna slysanna. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar, segir hjólin góðan samgögumáta að mörgu leyti en mikla fjölgun slysa áhyggjuefni. „Við verðum að fara taka á þessu á einhvern hátt og að setja einhverja umgjörð sem leiðir til þess að þessum slysum fækki. Það er bara óhæft að það verði svona mikið af slysum,“ segir Árni. Fjallað er um rafhlaupahjól og rætt við einstaklinga sem slösuðust lífshættulega á þeim í Kompás sem má sjá hér að neðan: Slysin tengjast að miklu leyti ölvunarakstri á hjólunum en Árni segir lagaumgjörðina hvað það varðar beinlínis lélega. Í umferðalögum er rafhlaupahjól fellt undir skilgreiningu reiðhjóla og lögregla hefur hingað til stuðst við ákvæði sem segir að enginn megi hjóla sé hann undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra efna að hann geti ekki stjórnað hjólinu örugglega. „Og þetta er bara afskaplega erfitt mat. Við getum verið sammála um að ef einstaklingur er það ölvaður að hann detti á hjólinu út af ölvun geti hann ekki stjórnað því örugglega og við erum nánast hverja einustu helgi yfir sumarmánuðina að sinna svona málum; þar sem fólk dettur og slasast og það fær síðan kæru fyrir að geta ekki stjórnað hjólinu örugglega.“ Viðkomandi er þá handtekinn, færður í blóðprufu og sektaður um þrjátíu þúsund krónur reynist hann ölvaður. Nokkur fjöldi hefur lent í þessu. „Þetta eru upp undir hundrað einstaklingar sem hafa verið sektaðir núna það sem af er ári,“ segir Árni. Auk þess sem ákvæðið er matskennt segir Árni ferlið tímafrekt en til skoðunar er að breyta þessu. Í frumvarpi sem liggur í samráðsgátt er ölvunarakstur á rafhlaupahjólum felldur undir sama viðurlagaákvæði og almennur ölvunarakstur. Lögreglu er þá veitt heimild til þess að stoppa fólk á hjólunum, láta það blása og sekta á staðnum. Árni vonar að það gangi í gegn. „Ég sé ekki fyrir mér að við verðum gráir fyrir járnum á hverjum einasta göngustíg að stöðva ökumenn á en engu að síður eru þetta hlutir sem við verðum að geta gripið inn í.“ Hjólreiðafólk vill fremur takmarka næturstarfsemi Fyrirkomulagið sem lagt er til í frumvarpinu hefur þó sætt gagnrýni. Í umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna við það er lagt til að frekar verði farin sú leið að takmarka útleigu hjóla á ákveðnum tímum, til dæmis í miðborginni um helgar frá klukkan níu á kvöldin til sex á morgnana. „Það er nefnilega hætt við því að lögregla muni ekki sinna þessu verkefni í forvarnarskyni heldur munu áhrifin fyrst og fremst verða að lögregla muni sekta þá ökumenn sem hafa lent í slysi undir áhrifum á rafhlaupahjóli. Það gæti jafnvel orðið til þess að fólk muni forðast það að kalla á aðstoð þegar það lendir í slysum til að forðast sektargreiðslur,“ segir í umsögninni. „Útleiga á rafhlaupahjólum við þær kringumstæður þegar fólk er vitstola af áfengisneyslu má líkja við að það væri boðið upp á þá þjónustu að fá sér bílaleigubíl úr bænum án þess að gengið sé úr skugga um að það sé ökufært vegna áfengisneyslu,“ segir í umsögn hjólreiðamanna. Kompás Rafhlaupahjól Samgönguslys Samgöngur Hjólreiðar Lögreglumál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Um fjórðungur allra alvarlegra umferðarslysa á síðasta ári urðu á rafhlaupahjóli og í sumar leituðu um tveir til þrír á dag bráðamóttökuna vegna slysanna. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar, segir hjólin góðan samgögumáta að mörgu leyti en mikla fjölgun slysa áhyggjuefni. „Við verðum að fara taka á þessu á einhvern hátt og að setja einhverja umgjörð sem leiðir til þess að þessum slysum fækki. Það er bara óhæft að það verði svona mikið af slysum,“ segir Árni. Fjallað er um rafhlaupahjól og rætt við einstaklinga sem slösuðust lífshættulega á þeim í Kompás sem má sjá hér að neðan: Slysin tengjast að miklu leyti ölvunarakstri á hjólunum en Árni segir lagaumgjörðina hvað það varðar beinlínis lélega. Í umferðalögum er rafhlaupahjól fellt undir skilgreiningu reiðhjóla og lögregla hefur hingað til stuðst við ákvæði sem segir að enginn megi hjóla sé hann undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra efna að hann geti ekki stjórnað hjólinu örugglega. „Og þetta er bara afskaplega erfitt mat. Við getum verið sammála um að ef einstaklingur er það ölvaður að hann detti á hjólinu út af ölvun geti hann ekki stjórnað því örugglega og við erum nánast hverja einustu helgi yfir sumarmánuðina að sinna svona málum; þar sem fólk dettur og slasast og það fær síðan kæru fyrir að geta ekki stjórnað hjólinu örugglega.“ Viðkomandi er þá handtekinn, færður í blóðprufu og sektaður um þrjátíu þúsund krónur reynist hann ölvaður. Nokkur fjöldi hefur lent í þessu. „Þetta eru upp undir hundrað einstaklingar sem hafa verið sektaðir núna það sem af er ári,“ segir Árni. Auk þess sem ákvæðið er matskennt segir Árni ferlið tímafrekt en til skoðunar er að breyta þessu. Í frumvarpi sem liggur í samráðsgátt er ölvunarakstur á rafhlaupahjólum felldur undir sama viðurlagaákvæði og almennur ölvunarakstur. Lögreglu er þá veitt heimild til þess að stoppa fólk á hjólunum, láta það blása og sekta á staðnum. Árni vonar að það gangi í gegn. „Ég sé ekki fyrir mér að við verðum gráir fyrir járnum á hverjum einasta göngustíg að stöðva ökumenn á en engu að síður eru þetta hlutir sem við verðum að geta gripið inn í.“ Hjólreiðafólk vill fremur takmarka næturstarfsemi Fyrirkomulagið sem lagt er til í frumvarpinu hefur þó sætt gagnrýni. Í umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna við það er lagt til að frekar verði farin sú leið að takmarka útleigu hjóla á ákveðnum tímum, til dæmis í miðborginni um helgar frá klukkan níu á kvöldin til sex á morgnana. „Það er nefnilega hætt við því að lögregla muni ekki sinna þessu verkefni í forvarnarskyni heldur munu áhrifin fyrst og fremst verða að lögregla muni sekta þá ökumenn sem hafa lent í slysi undir áhrifum á rafhlaupahjóli. Það gæti jafnvel orðið til þess að fólk muni forðast það að kalla á aðstoð þegar það lendir í slysum til að forðast sektargreiðslur,“ segir í umsögninni. „Útleiga á rafhlaupahjólum við þær kringumstæður þegar fólk er vitstola af áfengisneyslu má líkja við að það væri boðið upp á þá þjónustu að fá sér bílaleigubíl úr bænum án þess að gengið sé úr skugga um að það sé ökufært vegna áfengisneyslu,“ segir í umsögn hjólreiðamanna.
Kompás Rafhlaupahjól Samgönguslys Samgöngur Hjólreiðar Lögreglumál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira