Hópur íbúa í Grindavík kvíðinn og óttasleginn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 13:25 Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Arnar Gervitunglamyndir og GPS gögn benda til þess að kvikuinnskot sé á um það bil fjögurra kílómetra dýpi norðvestan við fjallið Þorbjörn. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir marga íbúa kvíðna og að sérstaklega þurfi að halda vel utan um íbúa af erlendum uppruna. Laust fyrir klukkan eitt í nótt reið yfir skjálfti sem mældist 3,7 að stærð með upptök 4,6 km norðvestur af Grindavík. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu sem mældust um eða yfir 2 að stærð. Skjálftarnir tengjast kvikuhreyfingum sem eru á um fjögurra kílómetra dýpi á umræddu svæði. Klukkan fimm á morgun verður sérstakur upplýsingafundur haldinn fyrir íbúa þar sem þeim gefst færi á að bera fram spurningar. „Þarna koma til okkar, okkar besta fólk, hvert á sínu sviði. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum verður þarna og síðan verða sérfræðingar bæði frá Veðurstofu Íslands og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sérfræðingar í jarðskjálftavá og eldgosavirkni. Það verður líka farið yfir stöðuna á veitumannvirkjum hjá okkur, bæði HS Veitum og HS Orku og fulltrúar þaðan munu ávarpa fundinn. Við verðum með fulltrúa frá Rauða krossinum vænti ég og svo einhvern á sálfræðisviðinu til að hlúa að andlegu þættinum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Jarðhræringarnar liggja þungt á íbúum og sumir eru afar kvíðnir. „Það er líka alltaf mannlega eðlið að óttast hið óþekkta; vita ekki alveg hvað er fram undan og þó við séum reynslunni ríkari má segja, þá eru upptök þessara skjálfta núna nær en stundum áður þannig að það vekur upp óþægilegar minningar. Það eru vissulega íbúar, og yfirleitt sama fólkið, sem líður illa og það er skiljanlegt þannig að þetta eru ekki góðir tímar.“ Íbúar af erlendum uppruna séu sérstaklega óttaslegnir. „Þeir hafa kannski ekki neina reynslu af jarðskjálftum og þeirra hugmyndir byggja meira og minna á fréttamyndum af húsum sem hafa hrunið og lemstruðum íbúum sem eru dregnir undan þeim sem á náttúrlega engan veginn við hérna. Við höfum reynt að koma því á framfæri að fólk sé algjörlega óhult í sínum húsum og það er svona hópur sem við erum löngu búin að sjá að við þurfum að gæta sérstaklega að.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn í nótt 3,7 stig Tæplega hundrað skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesinu frá miðnætti, sá stærsti upp á 3,7 stig. Sá kom rétt fyrir klukkan eitt í nótt og var á fimm kílómetra dýpi, 4,6 kílómetra norðvestur af Grindavík. 1. nóvember 2023 07:29 „Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31. október 2023 23:01 Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31. október 2023 20:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Laust fyrir klukkan eitt í nótt reið yfir skjálfti sem mældist 3,7 að stærð með upptök 4,6 km norðvestur af Grindavík. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu sem mældust um eða yfir 2 að stærð. Skjálftarnir tengjast kvikuhreyfingum sem eru á um fjögurra kílómetra dýpi á umræddu svæði. Klukkan fimm á morgun verður sérstakur upplýsingafundur haldinn fyrir íbúa þar sem þeim gefst færi á að bera fram spurningar. „Þarna koma til okkar, okkar besta fólk, hvert á sínu sviði. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum verður þarna og síðan verða sérfræðingar bæði frá Veðurstofu Íslands og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sérfræðingar í jarðskjálftavá og eldgosavirkni. Það verður líka farið yfir stöðuna á veitumannvirkjum hjá okkur, bæði HS Veitum og HS Orku og fulltrúar þaðan munu ávarpa fundinn. Við verðum með fulltrúa frá Rauða krossinum vænti ég og svo einhvern á sálfræðisviðinu til að hlúa að andlegu þættinum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Jarðhræringarnar liggja þungt á íbúum og sumir eru afar kvíðnir. „Það er líka alltaf mannlega eðlið að óttast hið óþekkta; vita ekki alveg hvað er fram undan og þó við séum reynslunni ríkari má segja, þá eru upptök þessara skjálfta núna nær en stundum áður þannig að það vekur upp óþægilegar minningar. Það eru vissulega íbúar, og yfirleitt sama fólkið, sem líður illa og það er skiljanlegt þannig að þetta eru ekki góðir tímar.“ Íbúar af erlendum uppruna séu sérstaklega óttaslegnir. „Þeir hafa kannski ekki neina reynslu af jarðskjálftum og þeirra hugmyndir byggja meira og minna á fréttamyndum af húsum sem hafa hrunið og lemstruðum íbúum sem eru dregnir undan þeim sem á náttúrlega engan veginn við hérna. Við höfum reynt að koma því á framfæri að fólk sé algjörlega óhult í sínum húsum og það er svona hópur sem við erum löngu búin að sjá að við þurfum að gæta sérstaklega að.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn í nótt 3,7 stig Tæplega hundrað skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesinu frá miðnætti, sá stærsti upp á 3,7 stig. Sá kom rétt fyrir klukkan eitt í nótt og var á fimm kílómetra dýpi, 4,6 kílómetra norðvestur af Grindavík. 1. nóvember 2023 07:29 „Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31. október 2023 23:01 Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31. október 2023 20:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Stærsti skjálftinn í nótt 3,7 stig Tæplega hundrað skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesinu frá miðnætti, sá stærsti upp á 3,7 stig. Sá kom rétt fyrir klukkan eitt í nótt og var á fimm kílómetra dýpi, 4,6 kílómetra norðvestur af Grindavík. 1. nóvember 2023 07:29
„Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31. október 2023 23:01
Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31. október 2023 20:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?