Sváfu undir berum himni umkringdar villihundum Íris Hauksdóttir skrifar 2. nóvember 2023 15:01 Þorbjörg og Silja voru í níu mánuði á ferðalagi sínu um Asíu. Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Silja Ýr Leifsdóttir lentu í heldur óvenjulegri lífsreynslu þegar þær héldu í heimsreisuferð fyrir nokkru síðan. Þær Þorbjörg og Silja Ýr eru nýjustu viðmælendur hlaðvarpsþáttarins Betri helmingurinn með Ása. Þar ræddu þær meðal annars Samtökin 78, rómantíkina, fjölskyldulífið og ferðalög, meðal annars þegar þær þurftu að sofa undir berum himni í varhugaverðum félagsskap. Það fer enginn sjálfur til Indlands Spurðar um eftirminnilegt ævintýri grípur Þorbjörg orðið: „Þetta færir okkur aftur að hinni stórfenglegu heimsreisu. Við vorum búnar að safna mikið og byrjuðum á því að fara til Indlands. Ekkert í gegnum neina ferðaskrifstofu, flugum til London og vorum þar í þrjá daga og þaðan til Deli. Þegar ég var að sækja um vísa hjá indverska sendiráðinu þurfti ég að skrifa niður ferðaskrifstofu þar. Ég sagði við ætlum að fara þetta sjálfar og afgreiðslukonan svaraði: Það fer enginn sjálfur til Indlands. Ég setti bara einhverja ferðaskrifstofu sem ég fann á Netinu. Svo lendum við á Indlandi og eigum bókað á einhverju hosteli þurftum að koma okkur frá flugvellinum á hostelið og týmdum ekki að taka leigubíl. Svo við tókum lest og hún var geggjuð. Ótrúlega gott loft og allt svo ótrúlega nútímalegt og flott. En svo komum við út úr lestinni og þá var bara opið holræsi og ógeðslega mikill hiti. Læti, sót í loftinu og skelfileg lykt. Ég man að við löbbuðum upp þessar tröppur og ég kúgaðist næstum því þangað til maður lærði að anda bara með munninum. Úlfaldaferð í eyðimörk Vorum ekki búnar að skoða leiðbeiningarnar nægilega vel svo við týndumst nánast strax. Fullkomlega cluless en svo komu menn sem voru að reyna að hjálpa okkur á túkk túkk, svo sáum við vagn sem var dreginn áfram af kú. Fyrir okkur sem höfðum verið að mestu á Íslandi var þetta menningarsjokk.“ Þorbjörg og Silja Ýr hafa verið saman síðan árið 2008.aðsend Að endingu fundu þær mann sem lítið annað var í stöðunni en að treysta. Hann endaði á að fara með þær á ferðaskrifstofu sem seldi þeim ferð á uppsprengdu verði. „Þannig að við fórum í ferð með bílstjóra, listað upp hvað við myndum gera, úlfaldar og hof og allskonar. Þetta var tíu daga ferð og á einhverjum tímapunkti áttum við að vera að fara í einhverja úlfaldaferð og gista í eyðimörk. Stórkostlega fallegt og gaman að vera. Það eru einhver Bandarísk hjón þarna með okkur nema svo komum við á áfangastað. Alltaf einhverjir villihundar að elta okkar og strákarnir sem voru leiðsögumenn buðust til að kaupa handa okkur bjór sem við þáðum. Síðan elda þeir ótrúlega góðan mat og við borðum við varðeld út í eyðimörkinni. Lukka að við skyldum ekki drepast Geggjað að sitja þarna á þessum teppum en svo er bara orðið dimmt. Þegar við vorum að fara að sofa var orðið stjörnubjart og þeir koma alltaf með fleiri og fleiri teppi. Við erum allan tímann að bíða. Hvenær koma tjöldin? Ætla þeir að setja upp tjöldin í myrkri? Við vorum algjörlega clueless en ná endanum spurðum við einhverja sem höfðu ekki bókað hjá sömu ferðaskrifstofu og við. Þau svöruðu: Já nei nei það eru engin tjöld. Það voru sem sé bara þessi skítugu teppi.“ Óhjákvæmilega flögraði hugurinn til villidýranna sem ráfu um í myrkrinu og segist Silja hafa verið einstaklega þakklát fyrir bjórinn sem hjálpaði til við að ná svefni þessa óvenjulegu nótt. „Ég vaknaði svo með villihund við hliðina á mér. Foreldrar mínir áttu hunda og í svefnrofanum hélt ég að þetta væri Kátur en svo lít ég til hliðar. Hann var samt alveg góður og var bara að ná sér í hlýju en þetta var alls ekki sniðugt. Það er bara mesta lukka að við skyldum ekki drepast í þessari ferð.“ Þáttinn í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Ástin og lífið Ferðalög Tengdar fréttir „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Þær Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Silja Ýr S. Leifsdóttir kynntust á spjallborðinu Lez Jungle sem þá var vettvangur íslenskra hinsegin kvenna til að kynnast. Það þurfti aðeins eitt samtal og hafa þær nú verið par í fimmtán ár og eiga saman tvær dætur. 10. ágúst 2023 20:01 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Þær Þorbjörg og Silja Ýr eru nýjustu viðmælendur hlaðvarpsþáttarins Betri helmingurinn með Ása. Þar ræddu þær meðal annars Samtökin 78, rómantíkina, fjölskyldulífið og ferðalög, meðal annars þegar þær þurftu að sofa undir berum himni í varhugaverðum félagsskap. Það fer enginn sjálfur til Indlands Spurðar um eftirminnilegt ævintýri grípur Þorbjörg orðið: „Þetta færir okkur aftur að hinni stórfenglegu heimsreisu. Við vorum búnar að safna mikið og byrjuðum á því að fara til Indlands. Ekkert í gegnum neina ferðaskrifstofu, flugum til London og vorum þar í þrjá daga og þaðan til Deli. Þegar ég var að sækja um vísa hjá indverska sendiráðinu þurfti ég að skrifa niður ferðaskrifstofu þar. Ég sagði við ætlum að fara þetta sjálfar og afgreiðslukonan svaraði: Það fer enginn sjálfur til Indlands. Ég setti bara einhverja ferðaskrifstofu sem ég fann á Netinu. Svo lendum við á Indlandi og eigum bókað á einhverju hosteli þurftum að koma okkur frá flugvellinum á hostelið og týmdum ekki að taka leigubíl. Svo við tókum lest og hún var geggjuð. Ótrúlega gott loft og allt svo ótrúlega nútímalegt og flott. En svo komum við út úr lestinni og þá var bara opið holræsi og ógeðslega mikill hiti. Læti, sót í loftinu og skelfileg lykt. Ég man að við löbbuðum upp þessar tröppur og ég kúgaðist næstum því þangað til maður lærði að anda bara með munninum. Úlfaldaferð í eyðimörk Vorum ekki búnar að skoða leiðbeiningarnar nægilega vel svo við týndumst nánast strax. Fullkomlega cluless en svo komu menn sem voru að reyna að hjálpa okkur á túkk túkk, svo sáum við vagn sem var dreginn áfram af kú. Fyrir okkur sem höfðum verið að mestu á Íslandi var þetta menningarsjokk.“ Þorbjörg og Silja Ýr hafa verið saman síðan árið 2008.aðsend Að endingu fundu þær mann sem lítið annað var í stöðunni en að treysta. Hann endaði á að fara með þær á ferðaskrifstofu sem seldi þeim ferð á uppsprengdu verði. „Þannig að við fórum í ferð með bílstjóra, listað upp hvað við myndum gera, úlfaldar og hof og allskonar. Þetta var tíu daga ferð og á einhverjum tímapunkti áttum við að vera að fara í einhverja úlfaldaferð og gista í eyðimörk. Stórkostlega fallegt og gaman að vera. Það eru einhver Bandarísk hjón þarna með okkur nema svo komum við á áfangastað. Alltaf einhverjir villihundar að elta okkar og strákarnir sem voru leiðsögumenn buðust til að kaupa handa okkur bjór sem við þáðum. Síðan elda þeir ótrúlega góðan mat og við borðum við varðeld út í eyðimörkinni. Lukka að við skyldum ekki drepast Geggjað að sitja þarna á þessum teppum en svo er bara orðið dimmt. Þegar við vorum að fara að sofa var orðið stjörnubjart og þeir koma alltaf með fleiri og fleiri teppi. Við erum allan tímann að bíða. Hvenær koma tjöldin? Ætla þeir að setja upp tjöldin í myrkri? Við vorum algjörlega clueless en ná endanum spurðum við einhverja sem höfðu ekki bókað hjá sömu ferðaskrifstofu og við. Þau svöruðu: Já nei nei það eru engin tjöld. Það voru sem sé bara þessi skítugu teppi.“ Óhjákvæmilega flögraði hugurinn til villidýranna sem ráfu um í myrkrinu og segist Silja hafa verið einstaklega þakklát fyrir bjórinn sem hjálpaði til við að ná svefni þessa óvenjulegu nótt. „Ég vaknaði svo með villihund við hliðina á mér. Foreldrar mínir áttu hunda og í svefnrofanum hélt ég að þetta væri Kátur en svo lít ég til hliðar. Hann var samt alveg góður og var bara að ná sér í hlýju en þetta var alls ekki sniðugt. Það er bara mesta lukka að við skyldum ekki drepast í þessari ferð.“ Þáttinn í heild má hlusta á hér fyrir neðan.
Ástin og lífið Ferðalög Tengdar fréttir „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Þær Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Silja Ýr S. Leifsdóttir kynntust á spjallborðinu Lez Jungle sem þá var vettvangur íslenskra hinsegin kvenna til að kynnast. Það þurfti aðeins eitt samtal og hafa þær nú verið par í fimmtán ár og eiga saman tvær dætur. 10. ágúst 2023 20:01 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
„Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Þær Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Silja Ýr S. Leifsdóttir kynntust á spjallborðinu Lez Jungle sem þá var vettvangur íslenskra hinsegin kvenna til að kynnast. Það þurfti aðeins eitt samtal og hafa þær nú verið par í fimmtán ár og eiga saman tvær dætur. 10. ágúst 2023 20:01