Rétturinn til sjálfsvarnar Ingólfur Gíslason skrifar 2. nóvember 2023 07:00 Skilaboðin sem koma frá stjórnmálamönnum í fjölmiðlum þessa dagana eru: Ísrael hefur rétt til að verja sig. En það vantar oft nauðsynlega viðbót. Það er nefnilega hægt að styðja rétt til sjálfsvarnar án þess að styðja rétt til að fremja stríðsglæpi og fjöldamorð. Palestínubúar elska börnin sín alveg jafn mikið og þú. Það er skrítið að skrifa þetta, en Palestínubúar eru manneskjur eins og þú. Ef þú efast um þetta er kominn tími til að hugsa málið aðeins. Og kröfur Palestínumanna eru einfaldar. Þær snúast um að sjálfsögð og eðlileg mannréttindi þeirra séu virt. Ísraelsríki beitir Palestínumenn grimmilegu hernámi og mismunar þeim með aðskilnaðarstefnu. Um þetta má lesa í samþykktum og skýrslum mannréttindasamtaka eins og Amnesty International og Human Rights Watch og í skýrslum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Land byggt á mannréttindabrotum Ísraelsríki er stofnað á grunni landráns og þjóðernishreinsana og ríkið viðurkennir ekki rétt þess fólks sem það rak á flótta, eða afkomenda þeirra, til að snúa aftur heim til sín. Fólkið í Ísrael í dag ber fæst ábyrgð á því sem gerðist fyrir 70 árum og hefur allan rétt til að verja líf sitt. En það hefur ekki rétt á því að fremja stríðsglæpi og fjöldamorð, og það hefur heldur ekki rétt á því neita Palestínumönnum um full mannréttindi. En hvað með Hamas? Ekki getum við stutt Hamas. Nei, við styðjum ekki hryðjuverk Hamas frekar en við styðjum stríðsglæpi Ísraels. En Hamas er einkenni en ekki orsök. Fyrir tíma Hamas voru önnur samtök, svo sem Frelsissamtök Palestínu (PLO), sem stunduðu vopnaða baráttu gegn hernámi og landráni Ísraels. Stuðningur við öll þessi samtök, eins og stuðningur við Hamas, er tilkominn vegna áratuga brota gegn tilverurétti Palestínumanna. Landránið hefur einfaldlega aukist jafnt og þétt, sama hvort Palestínumenn nota friðsamlega eða vopnaða andspyrnu. Palestínumenn strádrepnir í friðsamlegum mótmælum Fjölmörg dæmi eru um ofbeldisfull viðbrögð Ísraels við friðsamlegum aðgerðum Palestínumanna. Dæmi um það er “March of Return” árið 2018-19 þar sem almennir borgarar fóru í reglulegar friðsamlegar mótmælagöngur upp að virkisveggjum hersins kringum Gaza. Um 200 manns voru myrt í þessum mótmælum og mun fleiri örkumlaðir af skotsárum sínum. Umheimurinn verður að bregðast við Umheimurinn verður að koma Ísraelsríki í skilning um að ríkið þarf að verða við kröfum Palestínumanna og virða rétt þeirra til mannsæmandi lífs. Þetta á við um alla Palestínumenn, hvort sem þeir eru flóttamenn dreifðir um jarðarkringluna, búsettir í Ísrael sem annars flokks borgarar, innilokaðir í fangelsinu Gaza eða niðurlægðir undir hernáminu á Vesturbakkanum. Sá þrýstingur getur verið í formi viðskiptaþvinganna og sniðgöngu. Við getum því vel haldið áfram að styðja rétt gyðinga í Ísrael til lífs og mannréttinda án þess að leggja blessun okkar yfir mannréttindabrot Ísraelsríkis, fjöldamorð og þjóðernishreinsanir. Höfundur er aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Skilaboðin sem koma frá stjórnmálamönnum í fjölmiðlum þessa dagana eru: Ísrael hefur rétt til að verja sig. En það vantar oft nauðsynlega viðbót. Það er nefnilega hægt að styðja rétt til sjálfsvarnar án þess að styðja rétt til að fremja stríðsglæpi og fjöldamorð. Palestínubúar elska börnin sín alveg jafn mikið og þú. Það er skrítið að skrifa þetta, en Palestínubúar eru manneskjur eins og þú. Ef þú efast um þetta er kominn tími til að hugsa málið aðeins. Og kröfur Palestínumanna eru einfaldar. Þær snúast um að sjálfsögð og eðlileg mannréttindi þeirra séu virt. Ísraelsríki beitir Palestínumenn grimmilegu hernámi og mismunar þeim með aðskilnaðarstefnu. Um þetta má lesa í samþykktum og skýrslum mannréttindasamtaka eins og Amnesty International og Human Rights Watch og í skýrslum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Land byggt á mannréttindabrotum Ísraelsríki er stofnað á grunni landráns og þjóðernishreinsana og ríkið viðurkennir ekki rétt þess fólks sem það rak á flótta, eða afkomenda þeirra, til að snúa aftur heim til sín. Fólkið í Ísrael í dag ber fæst ábyrgð á því sem gerðist fyrir 70 árum og hefur allan rétt til að verja líf sitt. En það hefur ekki rétt á því að fremja stríðsglæpi og fjöldamorð, og það hefur heldur ekki rétt á því neita Palestínumönnum um full mannréttindi. En hvað með Hamas? Ekki getum við stutt Hamas. Nei, við styðjum ekki hryðjuverk Hamas frekar en við styðjum stríðsglæpi Ísraels. En Hamas er einkenni en ekki orsök. Fyrir tíma Hamas voru önnur samtök, svo sem Frelsissamtök Palestínu (PLO), sem stunduðu vopnaða baráttu gegn hernámi og landráni Ísraels. Stuðningur við öll þessi samtök, eins og stuðningur við Hamas, er tilkominn vegna áratuga brota gegn tilverurétti Palestínumanna. Landránið hefur einfaldlega aukist jafnt og þétt, sama hvort Palestínumenn nota friðsamlega eða vopnaða andspyrnu. Palestínumenn strádrepnir í friðsamlegum mótmælum Fjölmörg dæmi eru um ofbeldisfull viðbrögð Ísraels við friðsamlegum aðgerðum Palestínumanna. Dæmi um það er “March of Return” árið 2018-19 þar sem almennir borgarar fóru í reglulegar friðsamlegar mótmælagöngur upp að virkisveggjum hersins kringum Gaza. Um 200 manns voru myrt í þessum mótmælum og mun fleiri örkumlaðir af skotsárum sínum. Umheimurinn verður að bregðast við Umheimurinn verður að koma Ísraelsríki í skilning um að ríkið þarf að verða við kröfum Palestínumanna og virða rétt þeirra til mannsæmandi lífs. Þetta á við um alla Palestínumenn, hvort sem þeir eru flóttamenn dreifðir um jarðarkringluna, búsettir í Ísrael sem annars flokks borgarar, innilokaðir í fangelsinu Gaza eða niðurlægðir undir hernáminu á Vesturbakkanum. Sá þrýstingur getur verið í formi viðskiptaþvinganna og sniðgöngu. Við getum því vel haldið áfram að styðja rétt gyðinga í Ísrael til lífs og mannréttinda án þess að leggja blessun okkar yfir mannréttindabrot Ísraelsríkis, fjöldamorð og þjóðernishreinsanir. Höfundur er aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun