Segjast munu sækja bætur vegna breytinga á reglum um blóðmerahald Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2023 12:49 Ákveðið var að fella niður reglugerð um blóðmerahald eftir athugasemdir frá ESA. Stjórnarráðið Bændasamtökin hafa gert og sent matvælaráðuneytinu formlega athugasemd fyrir hönd þeirra félagsmanna sem stunda blóðmerahald við þá ákvörðun stjórnvalda að fella niður reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum og fella starfsemina undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Segir í athugasemdinni að ráðuneytið, fyrir hönd ríkisins, megi eiga von á bótakröfum verði einhverjar takmarkandi breytingar á starfseminni. Forsaga málsins er sú að matvælaráðuneytið tilkynnti 15. september síðastliðinn að reglugerð um blóðmerahald yrði felld úr gildi og blóðmerahald fellt undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni eftir að athugasemdir bárust frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Afstaða ESA var ítrekuð í áminningabréfi 10. mars síðastliðinn þar sem sagði að Ísland hefði brotið gegn ákvæðum tilskipunar 2010/63/EB með því að setja sérreglur um blóðmerahald. Málið snérist um túlkun á gildissviði regluverksins og féllust stjórnvöld á að blóðmerahald félli undir reglur um tilraunir á dýrum. Í athugasemd Bændasamtakanna eru alvarlegar athugasemdir gerðar við þessa ákvörðun stjórnvalda og hún meðal annars sögð skerða atvinnufrelsi, þar sem fyrirsjáanlegt sé að fjöldi hryssa í blóðtökustarfsemi verði takmarkaður. Meðalhófs sé ekki gætt og lagabreytinga líklega þörf þar sem regluverkið nái ekki yfir blóðmerahald. Samtökin segja að „mikil óvissa hafi skapast um starfsemina auk þess sem ákvörðunin er líkleg til að skapa bæði íþyngjandi og ósanngjarnar afleiðingar fyrir bændur og þá starfsmenn í þeim afleiddu störfum sem koma að starfseminni“. Blóðmerahald fari fram á 90 stöðum og blóð tekið úr um 5.000 hryssum. Umfangið gefi til kynna hversu mörg störf myndu tapast. „Sú starfsemi sem hér um ræðir hefur verið stunduð í hartnær 50 ár og verður rakin til rannsókna frá 5. og 6. áratug 20. aldar, svo auðveldlega er hægt að rökstyðja að atvinnugreinin falli undir starfsvenjur í landbúnaði og á því reglugerð nr. 460/2017 ekki við um blóðtöku úr fylfullum hryssum,“ segir meðal annars. Tengd skjöl Erindi_til_MAR_BlóðmerarFyrirvararOfl_011123PDF202KBSækja skjal Blóðmerahald Dýr Matvælaframleiðsla Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Segir í athugasemdinni að ráðuneytið, fyrir hönd ríkisins, megi eiga von á bótakröfum verði einhverjar takmarkandi breytingar á starfseminni. Forsaga málsins er sú að matvælaráðuneytið tilkynnti 15. september síðastliðinn að reglugerð um blóðmerahald yrði felld úr gildi og blóðmerahald fellt undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni eftir að athugasemdir bárust frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Afstaða ESA var ítrekuð í áminningabréfi 10. mars síðastliðinn þar sem sagði að Ísland hefði brotið gegn ákvæðum tilskipunar 2010/63/EB með því að setja sérreglur um blóðmerahald. Málið snérist um túlkun á gildissviði regluverksins og féllust stjórnvöld á að blóðmerahald félli undir reglur um tilraunir á dýrum. Í athugasemd Bændasamtakanna eru alvarlegar athugasemdir gerðar við þessa ákvörðun stjórnvalda og hún meðal annars sögð skerða atvinnufrelsi, þar sem fyrirsjáanlegt sé að fjöldi hryssa í blóðtökustarfsemi verði takmarkaður. Meðalhófs sé ekki gætt og lagabreytinga líklega þörf þar sem regluverkið nái ekki yfir blóðmerahald. Samtökin segja að „mikil óvissa hafi skapast um starfsemina auk þess sem ákvörðunin er líkleg til að skapa bæði íþyngjandi og ósanngjarnar afleiðingar fyrir bændur og þá starfsmenn í þeim afleiddu störfum sem koma að starfseminni“. Blóðmerahald fari fram á 90 stöðum og blóð tekið úr um 5.000 hryssum. Umfangið gefi til kynna hversu mörg störf myndu tapast. „Sú starfsemi sem hér um ræðir hefur verið stunduð í hartnær 50 ár og verður rakin til rannsókna frá 5. og 6. áratug 20. aldar, svo auðveldlega er hægt að rökstyðja að atvinnugreinin falli undir starfsvenjur í landbúnaði og á því reglugerð nr. 460/2017 ekki við um blóðtöku úr fylfullum hryssum,“ segir meðal annars. Tengd skjöl Erindi_til_MAR_BlóðmerarFyrirvararOfl_011123PDF202KBSækja skjal
Blóðmerahald Dýr Matvælaframleiðsla Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira