Norræn lífskjör: Alltaf meira basl á Íslandi Stefán Ólafsson skrifar 2. nóvember 2023 13:31 Atvinnurekendur tala gjarnan um að laun á Íslandi séu ein þau hæstu í Evrópu. En þeir horfa framhjá því að hér er verðlag það hæsta (ásamt Sviss). Húsnæðiskostnaður tekur hér stærri hluta af ráðstöfunartekjum þeirra yngri og tekjulægri en víða í grannríkjunum. Þá eru opinberu velferðarkerfin á hinum Norðurlöndunum öflugri, ekki síst húsnæðisstuðningur. Barnabætur sem vinnandi fólk fær greiddar (eftir skerðingar) eru almennt mun hærri þar. Þetta gerir að verkum að afkoma íslensks launafólks, einkum þeirra tekjulægri og eignaminni, er viðkvæmari fyrir sveiflum í efnahagslífi en í grannríkjunum. Síðan er það lenska í hagstjórninni á Íslandi að láta þyngstu byrðar kreppuúrræða falla á þá sem minnst hafa fyrir, þá tekjulægri. Þetta þýðir að basl er almennt algengara og meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd, sem sýnir hlutfall íbúa sem eiga erfitt með að ná endum saman, frá 2007 til ársins í ár. Hlutfall heimila í basli er hæst á Íslandi öll árin - en sjáið sveiflurnar hér þegar gefið hefur á bátinn, t.d. eftir hrunið 2008 og svo nú 2022 og 2023. Erfiðleikar við að ná endum saman á Íslandi og hinum Norðurlöndunum, 2007 til 2023. Heimild: Eurostat, Hagstofa Íslands og kannanir Vörðu 2021-2023. Fjárhagserfiðleikar heimilanna jukust miklu meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum í kjölfar fjármálahrunsins 2008. Raunar tókst að tryggja afkomu heimilanna á hinum Norðurlöndunum nær alveg gegn kreppuáhrifum. Það voru helst Danir sem fundu fyrir lítillega auknum erfiðleikum. Hér fór hlutfall heimila sem áttu í basli yfir helming árin 2010 til 2013. Mikil kaupmáttarrýrnun, vegna verðbólgu, hárra vaxta og frystingar launa orsakaði það. Þungi kreppunnar varð mjög mikill fyrir heimili lágtekju- og millitekjufólks. Í Kóvid kreppunni 2020 og 2021 tókst verkalýðshreyfingunni að halda kjarasamningsbundnum hækkunum og forða þannig kaupmáttarrýrnun launa í fyrstu. En með verulega hækkandi verðbólgu eftir 2021 og öfgafullum stýrivaxtahækkunum hefur allt farið á verri veg. Könnun Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sl. vor sýndi að 44% heimila áttu þá erfitt með að ná endum saman og hafði það hækkað úr um 24% árið 2021. Erfiðleikarnir eru mestir hjá verkafólki (um 60% þeirra eiga nú í erfiðleikum). Strax árið 2022 var hlutfall heimila í fjárhagserfiðleikum komið í 31,5% hér þegar meðaltal hinna Norðurlandanna var 22,2%. Síðan jukust erfiðleikarnir mjög ört til viðbótar hér á landi á yfirstandandi ári. Tölur vantar fyrir hin löndin fyrir árið 2023, en vísbendingar eru um litlar breytingar þar. Þessi afleita þróun á Íslandi sl. tvö ár gerist þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið meiri hér en í grannríkjunum og hagnaður fyrirtækja í hámarki. Sérstaða Íslendinga hvað snertir afkomusveiflur og fjárhagserfiðleika er því mikil í norrænu samhengi. Sveiflujöfnun velferðarkerfisins virkar betur þar en hér á landi. Seðlabankar hinna Norðurlandanna láta byrðar verðbólgubaráttunnar heldur ekki bitna jafn harkalega á lægri tekjuhópum og gert er hér á landi. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Verðlag Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnurekendur tala gjarnan um að laun á Íslandi séu ein þau hæstu í Evrópu. En þeir horfa framhjá því að hér er verðlag það hæsta (ásamt Sviss). Húsnæðiskostnaður tekur hér stærri hluta af ráðstöfunartekjum þeirra yngri og tekjulægri en víða í grannríkjunum. Þá eru opinberu velferðarkerfin á hinum Norðurlöndunum öflugri, ekki síst húsnæðisstuðningur. Barnabætur sem vinnandi fólk fær greiddar (eftir skerðingar) eru almennt mun hærri þar. Þetta gerir að verkum að afkoma íslensks launafólks, einkum þeirra tekjulægri og eignaminni, er viðkvæmari fyrir sveiflum í efnahagslífi en í grannríkjunum. Síðan er það lenska í hagstjórninni á Íslandi að láta þyngstu byrðar kreppuúrræða falla á þá sem minnst hafa fyrir, þá tekjulægri. Þetta þýðir að basl er almennt algengara og meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd, sem sýnir hlutfall íbúa sem eiga erfitt með að ná endum saman, frá 2007 til ársins í ár. Hlutfall heimila í basli er hæst á Íslandi öll árin - en sjáið sveiflurnar hér þegar gefið hefur á bátinn, t.d. eftir hrunið 2008 og svo nú 2022 og 2023. Erfiðleikar við að ná endum saman á Íslandi og hinum Norðurlöndunum, 2007 til 2023. Heimild: Eurostat, Hagstofa Íslands og kannanir Vörðu 2021-2023. Fjárhagserfiðleikar heimilanna jukust miklu meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum í kjölfar fjármálahrunsins 2008. Raunar tókst að tryggja afkomu heimilanna á hinum Norðurlöndunum nær alveg gegn kreppuáhrifum. Það voru helst Danir sem fundu fyrir lítillega auknum erfiðleikum. Hér fór hlutfall heimila sem áttu í basli yfir helming árin 2010 til 2013. Mikil kaupmáttarrýrnun, vegna verðbólgu, hárra vaxta og frystingar launa orsakaði það. Þungi kreppunnar varð mjög mikill fyrir heimili lágtekju- og millitekjufólks. Í Kóvid kreppunni 2020 og 2021 tókst verkalýðshreyfingunni að halda kjarasamningsbundnum hækkunum og forða þannig kaupmáttarrýrnun launa í fyrstu. En með verulega hækkandi verðbólgu eftir 2021 og öfgafullum stýrivaxtahækkunum hefur allt farið á verri veg. Könnun Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sl. vor sýndi að 44% heimila áttu þá erfitt með að ná endum saman og hafði það hækkað úr um 24% árið 2021. Erfiðleikarnir eru mestir hjá verkafólki (um 60% þeirra eiga nú í erfiðleikum). Strax árið 2022 var hlutfall heimila í fjárhagserfiðleikum komið í 31,5% hér þegar meðaltal hinna Norðurlandanna var 22,2%. Síðan jukust erfiðleikarnir mjög ört til viðbótar hér á landi á yfirstandandi ári. Tölur vantar fyrir hin löndin fyrir árið 2023, en vísbendingar eru um litlar breytingar þar. Þessi afleita þróun á Íslandi sl. tvö ár gerist þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið meiri hér en í grannríkjunum og hagnaður fyrirtækja í hámarki. Sérstaða Íslendinga hvað snertir afkomusveiflur og fjárhagserfiðleika er því mikil í norrænu samhengi. Sveiflujöfnun velferðarkerfisins virkar betur þar en hér á landi. Seðlabankar hinna Norðurlandanna láta byrðar verðbólgubaráttunnar heldur ekki bitna jafn harkalega á lægri tekjuhópum og gert er hér á landi. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun