Hagkaup aftur sektað vegna tax-free auglýsinga sinna Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2023 13:52 Hagkaup er sektað um nærri milljón króna fyrir að hafa ekki birt afsláttarprósentur í auglýsingum sínum. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur sektað Hagkaup um 850 þúsund króna vegna auglýsinga um Tax-free afslætti. Var annars vegar um að ræða auglýsingu þar sem prósentuhlutfall verðlækkunarinnar var ekki kynnt neytendum og hins vegar auglýsingar þar sem prósentuhlutfall verðlækkunar var ekki kynnt neytendum með nægilega skýrum hætti. Á vef Neytendastofu segir að Hagkaup hafi auglýsingu á Facebook síðu sinni og á mbl.is þar sem afsláttarprósentan hafi ekki verið tekin fram. Hafi Hagkaup því ekki veit neytendum þær upplýsingar sem skylt sé að veita lögum samkvæmt. Þá taldi Neytendastofa að í auglýsingu sem birtist m.a. á samfélagsmiðlum Hagkaups hafi upplýsingarnar ekki verið birtar með nægilega skýrum hætti. Afsláttarprósentan var vinstra megin á myndinni í agnarsmáu letri og á hlið, þrátt fyrir að annar texti í auglýsingunni hafi verið töluvert stærri og skýrari. Í ákvörðuninni er um það fjallað að neytendur eiga ekki að þurfa að leita að upplýsingum um afsláttarprósentu eða að stækka auglýsinguna til að sjá prósentuna. Hagkaup hafi þ.a.l. leynt neytendur upplýsingum sem skipta þá almennt máli til þess að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um að eiga viðskipti. Sektaði stofnunin Hagkaup um 850.000 kr., m.a. út af fyrri sektarákvörðunum fyrir sambærileg brot,“ segir á vef Neytendastofu. Svaf á verðinum Í svörum frá Hagkaup kom fram að félagið hafi sofið á verðinum og þætti það leitt. „Félagið hafi gert breytingar í markaðsstarfi og gengið til liðs við auglýsingastofu til að taka að sér hluta af þeirri vinnu sem hafi áður verið gerð innanhúss. Það sé ljóst að félagið hafi ekki fylgt þeirri vinnu nógu vel eftir. Félagið hafi verið með þetta í lagi síðustu ár og það sé leitt að félagið skildi hafa misst taktinn. Félagið taki þessu alvarlega og tjáði stofnuninni að þetta yrði í lagi héðan í frá,“ segir í úrskurðinum. Þar segir í Hagkaup hafi áður verið sektað vegna sambærilegra auglýsinga. Agnarsmátt letur og á hlið Málið nú snýr að auglýsingu þar sem mátti finna texta þar sem vísað væri til „RISA Taxfree“ með mjög afgerandi og áberandi hætti. Þar fyrir neðan hafi svo verið tekið fram, með áberandi letri, „ Tax-free* af snyrtivörum, leikföngum, raftækjum, skóm, heimilisvörum og fatnaði.“ Stjörnumerkinu hafi síðan fylgt eftir með tilvísun á vinstri hlið myndarinnar með agnarsmáu letri þar sem textinn var ritaður á hlið þar sem fram kom að „Tax-free jafngildi 19,36% afslætti“. „Eins og myndin birtist neytendum á Facebook síðu félagsins þyrftu neytendur almennt að stækka myndina til að sjá prósentuhlutfall verðlækkunarinnar. Sér stofnunin ekki réttmæta ástæðu fyrir því að félagið hafi ekki getað birt prósentuhlutfall verðlækkunarinnar með öðrum texta í auglýsingunni með jafn eða álíka skýrum hætti og annað efni í auglýsingunni. Umrædd framsetning gefur hins vegar til kynna að félagið hafi vísvitandi verið að fela prósentuhlutfall verðlækkunarinnar frá neytendum, enda einu upplýsingarnar í auglýsingunni sem voru birtar með þessum hætti,“ segir í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar. Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Matvöruverslun Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Á vef Neytendastofu segir að Hagkaup hafi auglýsingu á Facebook síðu sinni og á mbl.is þar sem afsláttarprósentan hafi ekki verið tekin fram. Hafi Hagkaup því ekki veit neytendum þær upplýsingar sem skylt sé að veita lögum samkvæmt. Þá taldi Neytendastofa að í auglýsingu sem birtist m.a. á samfélagsmiðlum Hagkaups hafi upplýsingarnar ekki verið birtar með nægilega skýrum hætti. Afsláttarprósentan var vinstra megin á myndinni í agnarsmáu letri og á hlið, þrátt fyrir að annar texti í auglýsingunni hafi verið töluvert stærri og skýrari. Í ákvörðuninni er um það fjallað að neytendur eiga ekki að þurfa að leita að upplýsingum um afsláttarprósentu eða að stækka auglýsinguna til að sjá prósentuna. Hagkaup hafi þ.a.l. leynt neytendur upplýsingum sem skipta þá almennt máli til þess að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um að eiga viðskipti. Sektaði stofnunin Hagkaup um 850.000 kr., m.a. út af fyrri sektarákvörðunum fyrir sambærileg brot,“ segir á vef Neytendastofu. Svaf á verðinum Í svörum frá Hagkaup kom fram að félagið hafi sofið á verðinum og þætti það leitt. „Félagið hafi gert breytingar í markaðsstarfi og gengið til liðs við auglýsingastofu til að taka að sér hluta af þeirri vinnu sem hafi áður verið gerð innanhúss. Það sé ljóst að félagið hafi ekki fylgt þeirri vinnu nógu vel eftir. Félagið hafi verið með þetta í lagi síðustu ár og það sé leitt að félagið skildi hafa misst taktinn. Félagið taki þessu alvarlega og tjáði stofnuninni að þetta yrði í lagi héðan í frá,“ segir í úrskurðinum. Þar segir í Hagkaup hafi áður verið sektað vegna sambærilegra auglýsinga. Agnarsmátt letur og á hlið Málið nú snýr að auglýsingu þar sem mátti finna texta þar sem vísað væri til „RISA Taxfree“ með mjög afgerandi og áberandi hætti. Þar fyrir neðan hafi svo verið tekið fram, með áberandi letri, „ Tax-free* af snyrtivörum, leikföngum, raftækjum, skóm, heimilisvörum og fatnaði.“ Stjörnumerkinu hafi síðan fylgt eftir með tilvísun á vinstri hlið myndarinnar með agnarsmáu letri þar sem textinn var ritaður á hlið þar sem fram kom að „Tax-free jafngildi 19,36% afslætti“. „Eins og myndin birtist neytendum á Facebook síðu félagsins þyrftu neytendur almennt að stækka myndina til að sjá prósentuhlutfall verðlækkunarinnar. Sér stofnunin ekki réttmæta ástæðu fyrir því að félagið hafi ekki getað birt prósentuhlutfall verðlækkunarinnar með öðrum texta í auglýsingunni með jafn eða álíka skýrum hætti og annað efni í auglýsingunni. Umrædd framsetning gefur hins vegar til kynna að félagið hafi vísvitandi verið að fela prósentuhlutfall verðlækkunarinnar frá neytendum, enda einu upplýsingarnar í auglýsingunni sem voru birtar með þessum hætti,“ segir í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar.
Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Matvöruverslun Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira