Fjögurra og átta ára vöknuðu við lögreglu í heimsókn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2023 14:38 Að sögn konunnar fór kúlan í gegnum rúðuna og hafnaði í vegg við barnaherbergi í íbúðinni. Hún þakkar fyrir að enginn hafi verið á ferli. Vísir/Berghildur Kona sem býr í íbúðinni sem skotið var á í skotárás í Úlfarsárdal í morgun, segist í áfalli og enn vera að melta það sem hafi gerst. Skotið var á vegg við hliðina á barnaherbergi þar sem átta og fjögurra ára dætur hennar voru sofandi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Silfrutjörn 6, húsinu á móti Silfrutjörn 2 þar sem karlmaður var skotinn í morgun. Hún segir manninn sinn hafa vaknað við læti undir morgun, og einhver hafi hrópað á hjálp. Því næst heyrði hann þrjá skothvelli. „Við kíktum út og sáum einhverja stráka úti. Ég ætlaði að fara aftur að sofa, hélt þetta væru bara einhver fíflalæti en stuttu seinna var allt í blikkandi ljósum,“ segir konan sem vill ekki láta nafns síns getins vegna alvarleika málsins. Maðurinn hennar hafi því næst ætlað að kíkja út en sá þá að rúða í bakdyrahurðinni var mölbrotin. Við nánari skoðun sá hann byssukúlu og áttaði sig á því að skotið hafði verið á heimili þeirra. Börnin vöknuðu með lögreglumenn inni í íbúðinni „Þetta lenti í vegg hjá barnaherbergi. Ég er bara fegin að enginn hafi farið á klósettið, annars hefði þetta geta farið í einhvern,“ segir konan. Parið á fjögur börn, tvö þeirra eru með lögheimili hjá þeim og voru heima þegar atvikið átti sér stað, stúlkur á aldrinum átta og fjögurra ára. Þeim var eðlilega brugðið þegar þær vöknuðu og lögreglumenn voru inni á heimilinu. Sjálf segist hún enn vera að melta það sem gerst hafi og líklega sé mesta áfallið ekki komið fram. Hana hafi varla langað að fara út í morgun til að skutla stelpunum í skólann. Aðspurð segist hún ekki hafa hugmynd um hverjir voru að verki. Hún hafi einu sinni eða tvisvar orðið vör við lögregluna í blokkinni á móti. Lögreglumál Reykjavík Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Áhyggjufullur nágranni lýsir stöðugu partýstandi Íbúi í fjölbýlishúsi við Silfratjörn í Úlfarsárdal segir mikið partýstand hafa verið í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss þar sem maður var skotinn um fimmleytið í nótt. Íbúðin er í eigu Félagsbústaða. 2. nóvember 2023 13:49 Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Konan býr í fjölbýlishúsi í Silfrutjörn 6, húsinu á móti Silfrutjörn 2 þar sem karlmaður var skotinn í morgun. Hún segir manninn sinn hafa vaknað við læti undir morgun, og einhver hafi hrópað á hjálp. Því næst heyrði hann þrjá skothvelli. „Við kíktum út og sáum einhverja stráka úti. Ég ætlaði að fara aftur að sofa, hélt þetta væru bara einhver fíflalæti en stuttu seinna var allt í blikkandi ljósum,“ segir konan sem vill ekki láta nafns síns getins vegna alvarleika málsins. Maðurinn hennar hafi því næst ætlað að kíkja út en sá þá að rúða í bakdyrahurðinni var mölbrotin. Við nánari skoðun sá hann byssukúlu og áttaði sig á því að skotið hafði verið á heimili þeirra. Börnin vöknuðu með lögreglumenn inni í íbúðinni „Þetta lenti í vegg hjá barnaherbergi. Ég er bara fegin að enginn hafi farið á klósettið, annars hefði þetta geta farið í einhvern,“ segir konan. Parið á fjögur börn, tvö þeirra eru með lögheimili hjá þeim og voru heima þegar atvikið átti sér stað, stúlkur á aldrinum átta og fjögurra ára. Þeim var eðlilega brugðið þegar þær vöknuðu og lögreglumenn voru inni á heimilinu. Sjálf segist hún enn vera að melta það sem gerst hafi og líklega sé mesta áfallið ekki komið fram. Hana hafi varla langað að fara út í morgun til að skutla stelpunum í skólann. Aðspurð segist hún ekki hafa hugmynd um hverjir voru að verki. Hún hafi einu sinni eða tvisvar orðið vör við lögregluna í blokkinni á móti.
Lögreglumál Reykjavík Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Áhyggjufullur nágranni lýsir stöðugu partýstandi Íbúi í fjölbýlishúsi við Silfratjörn í Úlfarsárdal segir mikið partýstand hafa verið í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss þar sem maður var skotinn um fimmleytið í nótt. Íbúðin er í eigu Félagsbústaða. 2. nóvember 2023 13:49 Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Áhyggjufullur nágranni lýsir stöðugu partýstandi Íbúi í fjölbýlishúsi við Silfratjörn í Úlfarsárdal segir mikið partýstand hafa verið í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss þar sem maður var skotinn um fimmleytið í nótt. Íbúðin er í eigu Félagsbústaða. 2. nóvember 2023 13:49
Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?