Fjögurra og átta ára vöknuðu við lögreglu í heimsókn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2023 14:38 Að sögn konunnar fór kúlan í gegnum rúðuna og hafnaði í vegg við barnaherbergi í íbúðinni. Hún þakkar fyrir að enginn hafi verið á ferli. Vísir/Berghildur Kona sem býr í íbúðinni sem skotið var á í skotárás í Úlfarsárdal í morgun, segist í áfalli og enn vera að melta það sem hafi gerst. Skotið var á vegg við hliðina á barnaherbergi þar sem átta og fjögurra ára dætur hennar voru sofandi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Silfrutjörn 6, húsinu á móti Silfrutjörn 2 þar sem karlmaður var skotinn í morgun. Hún segir manninn sinn hafa vaknað við læti undir morgun, og einhver hafi hrópað á hjálp. Því næst heyrði hann þrjá skothvelli. „Við kíktum út og sáum einhverja stráka úti. Ég ætlaði að fara aftur að sofa, hélt þetta væru bara einhver fíflalæti en stuttu seinna var allt í blikkandi ljósum,“ segir konan sem vill ekki láta nafns síns getins vegna alvarleika málsins. Maðurinn hennar hafi því næst ætlað að kíkja út en sá þá að rúða í bakdyrahurðinni var mölbrotin. Við nánari skoðun sá hann byssukúlu og áttaði sig á því að skotið hafði verið á heimili þeirra. Börnin vöknuðu með lögreglumenn inni í íbúðinni „Þetta lenti í vegg hjá barnaherbergi. Ég er bara fegin að enginn hafi farið á klósettið, annars hefði þetta geta farið í einhvern,“ segir konan. Parið á fjögur börn, tvö þeirra eru með lögheimili hjá þeim og voru heima þegar atvikið átti sér stað, stúlkur á aldrinum átta og fjögurra ára. Þeim var eðlilega brugðið þegar þær vöknuðu og lögreglumenn voru inni á heimilinu. Sjálf segist hún enn vera að melta það sem gerst hafi og líklega sé mesta áfallið ekki komið fram. Hana hafi varla langað að fara út í morgun til að skutla stelpunum í skólann. Aðspurð segist hún ekki hafa hugmynd um hverjir voru að verki. Hún hafi einu sinni eða tvisvar orðið vör við lögregluna í blokkinni á móti. Lögreglumál Reykjavík Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Áhyggjufullur nágranni lýsir stöðugu partýstandi Íbúi í fjölbýlishúsi við Silfratjörn í Úlfarsárdal segir mikið partýstand hafa verið í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss þar sem maður var skotinn um fimmleytið í nótt. Íbúðin er í eigu Félagsbústaða. 2. nóvember 2023 13:49 Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Konan býr í fjölbýlishúsi í Silfrutjörn 6, húsinu á móti Silfrutjörn 2 þar sem karlmaður var skotinn í morgun. Hún segir manninn sinn hafa vaknað við læti undir morgun, og einhver hafi hrópað á hjálp. Því næst heyrði hann þrjá skothvelli. „Við kíktum út og sáum einhverja stráka úti. Ég ætlaði að fara aftur að sofa, hélt þetta væru bara einhver fíflalæti en stuttu seinna var allt í blikkandi ljósum,“ segir konan sem vill ekki láta nafns síns getins vegna alvarleika málsins. Maðurinn hennar hafi því næst ætlað að kíkja út en sá þá að rúða í bakdyrahurðinni var mölbrotin. Við nánari skoðun sá hann byssukúlu og áttaði sig á því að skotið hafði verið á heimili þeirra. Börnin vöknuðu með lögreglumenn inni í íbúðinni „Þetta lenti í vegg hjá barnaherbergi. Ég er bara fegin að enginn hafi farið á klósettið, annars hefði þetta geta farið í einhvern,“ segir konan. Parið á fjögur börn, tvö þeirra eru með lögheimili hjá þeim og voru heima þegar atvikið átti sér stað, stúlkur á aldrinum átta og fjögurra ára. Þeim var eðlilega brugðið þegar þær vöknuðu og lögreglumenn voru inni á heimilinu. Sjálf segist hún enn vera að melta það sem gerst hafi og líklega sé mesta áfallið ekki komið fram. Hana hafi varla langað að fara út í morgun til að skutla stelpunum í skólann. Aðspurð segist hún ekki hafa hugmynd um hverjir voru að verki. Hún hafi einu sinni eða tvisvar orðið vör við lögregluna í blokkinni á móti.
Lögreglumál Reykjavík Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Áhyggjufullur nágranni lýsir stöðugu partýstandi Íbúi í fjölbýlishúsi við Silfratjörn í Úlfarsárdal segir mikið partýstand hafa verið í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss þar sem maður var skotinn um fimmleytið í nótt. Íbúðin er í eigu Félagsbústaða. 2. nóvember 2023 13:49 Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Áhyggjufullur nágranni lýsir stöðugu partýstandi Íbúi í fjölbýlishúsi við Silfratjörn í Úlfarsárdal segir mikið partýstand hafa verið í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss þar sem maður var skotinn um fimmleytið í nótt. Íbúðin er í eigu Félagsbústaða. 2. nóvember 2023 13:49
Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31