Krafa þjóðarinnar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 11:30 Fullyrðingar heyrast gjarnan úr röðum þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir aðra þess efnis að um háværa kröfu þjóðarinnar sé að ræða. Fátt ef eitthvað er þó til marks um það að svo sé í raun. Þvert á móti bendir flest til þess að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi sáralítinn áhuga á málinu. Raunar svo lítinn að umræddir einstaklingar finna sig reglulega knúna til þess að minna þjóðina á meinta kröfu hennar. Kosningar til stjórnlagaþings fóru þannig til að mynda fram í lok nóvember 2010 og var kjörsóknin aðeins 36,8%. Verkefni þingsins var ekki að semja nýja stjórnarskrá eins og stundum er fullyrt heldur einungis að „endurskoða og gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins“ eins og sagði í greinargerð með frumvarpi til laga um það. Sama átti við um stjórnlagaráð sem skipað var eftir að kosningarnar voru dæmdar ólögmætar. Haustið 2012 fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs. Til stóð áður að halda hana samhliða forsetakosningunum um vorið í von um að auka líkurnar á því að fólk mætti á kjörstað en það reyndist ekki mögulegt. Kosningaþátttakan um haustið var aðeins 48,9%. Einungis um þriðjungur kjósenda á kjörskrá sagðist hlynntur því að tillögurnar yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Fámenn hátíðarhöld á Austurvelli Fjórum sinnum hefur verið efnt til þingkosninga síðan ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram. Framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá fengu mest um þriðjung atkvæða samanlagt í kosningunum 2013 en harkalega var tekizt á um málið á Alþingi í aðdraganda þeirra. Hins vegar skiluðu kosningarnar þeim tveimur flokkum sem andvígir voru málinu, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, meirihluta þingsæta. Fylgi framboða hlynntum því að skipta um stjórnarskrá hefur síðan þá almennt farið minnkandi og var einungis um 22% samanlagt í þingkosningunum 2021 þrátt fyrir auglýsingaherferð Stjórnarskrárfélagsins í aðdraganda þeirra þar sem kjósendur voru hvattir til þess að styðja einungis slík framboð. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hins vegar stóraukizt meðal annars í kjölfar þess að flokkurinn hætti að leggja áherzlu á málið. Fyrir ári síðan boðaði Stjórnarskrárfélagið til hátíðarhalda á Austurvelli í tilefni þess að tíu ár voru þá liðin frá því að ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram. Var atburðurinn vandlega auglýstur í fjölmiðlum og á Facebook-síðu félagsins vikurnar og mánuðina á undan. Skemmst er hins vegar frá því að segja að sárafáir létu sjá sig. Raunar svo fáir að ekkert var fjallað meira um hátíðarhöldin á Facebook-síðunni eftir að þau hófust. Tvennt hægt að gera við tillögurnar Fátt ef eitthvað bendir einfaldlega til þess að sérstakur áhugi sé á því hjá íslenzku þjóðinni að skipta stjórnarskrá lýðveldisins út fyrir aðra. Þvert á móti hefur það ítrekað sýnt sig þegar til kastanna hefur komið að þjóðin hefur haft vægast sagt mjög takmarkaðan áhuga á málinu. Þá ekki sízt í þingkosningum þar sem framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá hafa fengið minna fylgi samanlagt en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Við þetta má bæta að ráðgefandi þjóðaratkvæðið frá 2012 hefur í reynd þegar verið uppfyllt enda voru tillögur stjórnlagaráðs „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Frumvarpið náði hins vegar ekki fram að ganga á Alþingi en tekið var skýrt fram bæði á kjörseðlinum og í kynningarefni í aðdraganda þjóðaratkvæðisins að síðasta orðið í þeim efnum lægi hjá þinginu í samræmi við stjórnskipun landsins. Tvennt er fyrir vikið hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til verkefnis ráðsins og þeirra forsendna sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskránni þar sem þær eru taldar nýtast, eða að hafa þær einfaldlega að engu í ljósi þess að umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Stjórnarskrá Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fullyrðingar heyrast gjarnan úr röðum þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir aðra þess efnis að um háværa kröfu þjóðarinnar sé að ræða. Fátt ef eitthvað er þó til marks um það að svo sé í raun. Þvert á móti bendir flest til þess að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi sáralítinn áhuga á málinu. Raunar svo lítinn að umræddir einstaklingar finna sig reglulega knúna til þess að minna þjóðina á meinta kröfu hennar. Kosningar til stjórnlagaþings fóru þannig til að mynda fram í lok nóvember 2010 og var kjörsóknin aðeins 36,8%. Verkefni þingsins var ekki að semja nýja stjórnarskrá eins og stundum er fullyrt heldur einungis að „endurskoða og gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins“ eins og sagði í greinargerð með frumvarpi til laga um það. Sama átti við um stjórnlagaráð sem skipað var eftir að kosningarnar voru dæmdar ólögmætar. Haustið 2012 fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs. Til stóð áður að halda hana samhliða forsetakosningunum um vorið í von um að auka líkurnar á því að fólk mætti á kjörstað en það reyndist ekki mögulegt. Kosningaþátttakan um haustið var aðeins 48,9%. Einungis um þriðjungur kjósenda á kjörskrá sagðist hlynntur því að tillögurnar yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Fámenn hátíðarhöld á Austurvelli Fjórum sinnum hefur verið efnt til þingkosninga síðan ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram. Framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá fengu mest um þriðjung atkvæða samanlagt í kosningunum 2013 en harkalega var tekizt á um málið á Alþingi í aðdraganda þeirra. Hins vegar skiluðu kosningarnar þeim tveimur flokkum sem andvígir voru málinu, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, meirihluta þingsæta. Fylgi framboða hlynntum því að skipta um stjórnarskrá hefur síðan þá almennt farið minnkandi og var einungis um 22% samanlagt í þingkosningunum 2021 þrátt fyrir auglýsingaherferð Stjórnarskrárfélagsins í aðdraganda þeirra þar sem kjósendur voru hvattir til þess að styðja einungis slík framboð. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hins vegar stóraukizt meðal annars í kjölfar þess að flokkurinn hætti að leggja áherzlu á málið. Fyrir ári síðan boðaði Stjórnarskrárfélagið til hátíðarhalda á Austurvelli í tilefni þess að tíu ár voru þá liðin frá því að ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram. Var atburðurinn vandlega auglýstur í fjölmiðlum og á Facebook-síðu félagsins vikurnar og mánuðina á undan. Skemmst er hins vegar frá því að segja að sárafáir létu sjá sig. Raunar svo fáir að ekkert var fjallað meira um hátíðarhöldin á Facebook-síðunni eftir að þau hófust. Tvennt hægt að gera við tillögurnar Fátt ef eitthvað bendir einfaldlega til þess að sérstakur áhugi sé á því hjá íslenzku þjóðinni að skipta stjórnarskrá lýðveldisins út fyrir aðra. Þvert á móti hefur það ítrekað sýnt sig þegar til kastanna hefur komið að þjóðin hefur haft vægast sagt mjög takmarkaðan áhuga á málinu. Þá ekki sízt í þingkosningum þar sem framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá hafa fengið minna fylgi samanlagt en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Við þetta má bæta að ráðgefandi þjóðaratkvæðið frá 2012 hefur í reynd þegar verið uppfyllt enda voru tillögur stjórnlagaráðs „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Frumvarpið náði hins vegar ekki fram að ganga á Alþingi en tekið var skýrt fram bæði á kjörseðlinum og í kynningarefni í aðdraganda þjóðaratkvæðisins að síðasta orðið í þeim efnum lægi hjá þinginu í samræmi við stjórnskipun landsins. Tvennt er fyrir vikið hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til verkefnis ráðsins og þeirra forsendna sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskránni þar sem þær eru taldar nýtast, eða að hafa þær einfaldlega að engu í ljósi þess að umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun