Gætt hafi verið að börnunum í Grafarvogi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2023 15:00 Í myndböndum sem tekin voru við heimili drengjanna í Grafarvogi mátti sjá að nokkur mannmergð hópaðist að lögreglumönnum í aðgerðunum. Fólk hrópaði að lögreglu og mótmælti aðgerðinni. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það vera hlutverk embættisins að framfylgja niðurstöðu dómstóla í þeim tilvikum sem henni er ekki hlýtt. Efst í huga allra sem komi að aðgerðum líkt og þeirri í Grafarvogi þann 25. október síðastliðnum séu börnin sem eigi í hlut. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Sýslumanni vegna fjölmennrar lögregluaðgerðar sem fram fór í Foldahverfi í Grafarvogi á miðvikudag í síðustu viku. Þar átti að flytja þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi sem fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Flutningi þeirra var frestað en aðgerðir lögreglu hafa sætt mikilli gagnrýni. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur meðal annars sagt að til standi að skoða verkferla í málinu. Geti hvorki skorast undan né valið stað Í tilkynningu Sýslumanns segir að embættið hafi skilning á því að spurningar geti vaknað hjá fólki í kjölfar jafn viðkvæmrar aðgerðar og þarna hafi farið fram, enda hafi börn átt í hlut. „Ákvarðanir í forsjármálum eru teknar af dómstólum ekki sýslumönnum. En eitt af hlutverkum sýslumanns er að framfylgja niðurstöðu dómstóla í þeim tilvikum sem henni er ekki hlítt. Þegar aðilar neita að framfylgja niðurstöðu dómstóla, en í þessu tilfelli liggja fyrir dómar bæði héraðsdóms og Landsréttar, þá er sýslumaður kallaður til.“ Sýslumanni sem fái beiðni um að framkvæma aðfarargerð, sé skylt samkvæmt lögum að sinna henni og getur hann hvorki skorast undan þeirri skyldu né að öllu leyti valið stað fyrir framkvæmd hennar. Aðgerðin í Grafarvogi hafi þannig verið framkvæmd á grundvelli lagaskyldu, í samræmi við gildandi lög og að beiðni foreldris sem fer eitt með forsjá barnanna. „Börnin voru ekki á lögheimili sínu, þar sem dómstólar hafa sagt að þau eigi að vera og í slíkum tilvikum verður sýslumaður að framkvæma aðför. Lögum þeim, sem dæmt er eftir í þeim tilfellum, er fyrst og fremst ætlað að tryggja hag barna en ekki foreldra. Niðurstaða dómstóla liggur fyrir um hvað sé börnunum fyrir bestu. Því miður hefur niðurstöðunni ekki verið hlítt, þótt dómsmálinu milli foreldra sem báðir eru íslenskir ríkisborgarar, sé lokið. Því eru málin nú komin í þennan leiða farveg.“ Þess gætt að valda börnunum sem minnstu álagi Þá segir sýslumaður að rétt sé að taka fram að ekki hafi verið lagst gegn því af hálfu fulltrúa hans að lögmaður móður drengjanna væri viðstaddur gerðina. Viðvera hans hafi umsvifalaust verið viðurkennd þegar hann hafi kynnt sig sem slíkur. Þá hafi fulltrúi barnaverndar verið á vettvangi, líkt og gildandi lög kveða á um. „Efst í huga allra sem koma að aðgerð sem þessari eru börnin sem eiga í hlut. Þess er ávallt gætt að haga framkvæmdinni þannig að hún valdi börnunum sem allra minnstu álagi.“ Á sama tíma segir sýslumaður mikilvægt að utanaðkomandi stuðli ekki að erfiðum aðstæðum á vettvangi. Það geri framkvæmd aðfarargerðarinnar enn erfiðari fyrir börnin en þegar er orðið. Reykjavík Lögreglumál Fjölskyldumál Réttindi barna Stjórnsýsla Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Sýslumanni vegna fjölmennrar lögregluaðgerðar sem fram fór í Foldahverfi í Grafarvogi á miðvikudag í síðustu viku. Þar átti að flytja þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi sem fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Flutningi þeirra var frestað en aðgerðir lögreglu hafa sætt mikilli gagnrýni. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur meðal annars sagt að til standi að skoða verkferla í málinu. Geti hvorki skorast undan né valið stað Í tilkynningu Sýslumanns segir að embættið hafi skilning á því að spurningar geti vaknað hjá fólki í kjölfar jafn viðkvæmrar aðgerðar og þarna hafi farið fram, enda hafi börn átt í hlut. „Ákvarðanir í forsjármálum eru teknar af dómstólum ekki sýslumönnum. En eitt af hlutverkum sýslumanns er að framfylgja niðurstöðu dómstóla í þeim tilvikum sem henni er ekki hlítt. Þegar aðilar neita að framfylgja niðurstöðu dómstóla, en í þessu tilfelli liggja fyrir dómar bæði héraðsdóms og Landsréttar, þá er sýslumaður kallaður til.“ Sýslumanni sem fái beiðni um að framkvæma aðfarargerð, sé skylt samkvæmt lögum að sinna henni og getur hann hvorki skorast undan þeirri skyldu né að öllu leyti valið stað fyrir framkvæmd hennar. Aðgerðin í Grafarvogi hafi þannig verið framkvæmd á grundvelli lagaskyldu, í samræmi við gildandi lög og að beiðni foreldris sem fer eitt með forsjá barnanna. „Börnin voru ekki á lögheimili sínu, þar sem dómstólar hafa sagt að þau eigi að vera og í slíkum tilvikum verður sýslumaður að framkvæma aðför. Lögum þeim, sem dæmt er eftir í þeim tilfellum, er fyrst og fremst ætlað að tryggja hag barna en ekki foreldra. Niðurstaða dómstóla liggur fyrir um hvað sé börnunum fyrir bestu. Því miður hefur niðurstöðunni ekki verið hlítt, þótt dómsmálinu milli foreldra sem báðir eru íslenskir ríkisborgarar, sé lokið. Því eru málin nú komin í þennan leiða farveg.“ Þess gætt að valda börnunum sem minnstu álagi Þá segir sýslumaður að rétt sé að taka fram að ekki hafi verið lagst gegn því af hálfu fulltrúa hans að lögmaður móður drengjanna væri viðstaddur gerðina. Viðvera hans hafi umsvifalaust verið viðurkennd þegar hann hafi kynnt sig sem slíkur. Þá hafi fulltrúi barnaverndar verið á vettvangi, líkt og gildandi lög kveða á um. „Efst í huga allra sem koma að aðgerð sem þessari eru börnin sem eiga í hlut. Þess er ávallt gætt að haga framkvæmdinni þannig að hún valdi börnunum sem allra minnstu álagi.“ Á sama tíma segir sýslumaður mikilvægt að utanaðkomandi stuðli ekki að erfiðum aðstæðum á vettvangi. Það geri framkvæmd aðfarargerðarinnar enn erfiðari fyrir börnin en þegar er orðið.
Reykjavík Lögreglumál Fjölskyldumál Réttindi barna Stjórnsýsla Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira