Niðurlægjandi og meiðandi verknaður ekki bara líkamsárás heldur nauðgun Jón Þór Stefánsson skrifar 4. nóvember 2023 15:22 Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi mannsins væri ekki einungis líkamsárás heldur líka kynferðisbrot. Vísir/Hanna Maður sem hafði verið dæmdur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að stinga fingri sínum í endaþarm annars manns hlaut þyngri dóm Í Landsrétti. Ástæðan er sú að Landsréttur telur brot mannsins ekki bara vera líkamsárás, heldur líka nauðgun. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í mars árið 2020. Í dómi héraðsdóms er atburðarás málsins reifuð. Mennirnir hafi verið saman á veitingastað, og síðan fært sig yfir á heimili sakborningsins, nánar tiltekið í herbergi eða bílskúr. Brotaþoli heldur því fram að þar hafi maðurinn haldið á flugeldum og verið ógnandi. Þar af leiðandi hafi hann ætlað að forða sér, en maðurinn veitt sér eftirför og skotið að honum flugeldum. Maðurinn var síðan ákærður og dæmdur fyrir að elta manninn, ýta honum til jarðar, halda honum niðri og setja fingur í endaþarm hans. Í dómi Landsréttar segir að vafalaust sé að háttsemin sem málið varðar hafi verið niðurlægjandi og meiðandi. „Ekki er skilyrði svo [verknaðurinn] geti talist nauðgun […] að hvatir ákærða hafi verið af kynferðislegum toga. Nægjanlegt er að um hafi verið að ræða athafnir sem almennt séu til þess fallnar að veita hinum brotlega kynferðislega fullnægju,“ segir í dómnum. Þá segir að slá megi því föstu að háttsemi mannsins fallist undir umrædda lýsingu. Maðurinn hlýtur átján mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm, en í héraði var refsingin þrír skilorðsbundnir mánuðir. Jafnframt þarf hann að greiða brotaþola 1,5 milljónir í miskabætur, 1,8 milljónir í áfrýjunarkostnað, og 2,2 milljónir í sakarkostnað í héraði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað í mars árið 2020. Í dómi héraðsdóms er atburðarás málsins reifuð. Mennirnir hafi verið saman á veitingastað, og síðan fært sig yfir á heimili sakborningsins, nánar tiltekið í herbergi eða bílskúr. Brotaþoli heldur því fram að þar hafi maðurinn haldið á flugeldum og verið ógnandi. Þar af leiðandi hafi hann ætlað að forða sér, en maðurinn veitt sér eftirför og skotið að honum flugeldum. Maðurinn var síðan ákærður og dæmdur fyrir að elta manninn, ýta honum til jarðar, halda honum niðri og setja fingur í endaþarm hans. Í dómi Landsréttar segir að vafalaust sé að háttsemin sem málið varðar hafi verið niðurlægjandi og meiðandi. „Ekki er skilyrði svo [verknaðurinn] geti talist nauðgun […] að hvatir ákærða hafi verið af kynferðislegum toga. Nægjanlegt er að um hafi verið að ræða athafnir sem almennt séu til þess fallnar að veita hinum brotlega kynferðislega fullnægju,“ segir í dómnum. Þá segir að slá megi því föstu að háttsemi mannsins fallist undir umrædda lýsingu. Maðurinn hlýtur átján mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm, en í héraði var refsingin þrír skilorðsbundnir mánuðir. Jafnframt þarf hann að greiða brotaþola 1,5 milljónir í miskabætur, 1,8 milljónir í áfrýjunarkostnað, og 2,2 milljónir í sakarkostnað í héraði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Sjá meira