Segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. nóvember 2023 12:01 Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu. Vísir/Arnar Skjálftavirkni jókst á ný í nótt og landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar á svæðinu við komuna í lónið í gær. Skjálftavirkni jókst á ný upp úr klukkan fimm í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga, sem er í um sex kílómetra fjarlægð frá Þorbirni, eftir að dregið hafði úr virkninni í gær. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð, rétt fyrir klukkan sex í morgun og fannst hann vel í byggð.Frá miðnætti hafa 940 skjálftar mælst samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn en engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að geri megi ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu. Ferðafólk sé upplýst Rætt var ferðamenn sem voru nýkomnir upp úr lóninu í kvöldfréttum okkar í gær sem virtust ekki vel upplýstir. Fæstir sögðust hafa fengið upplýsingar um jarðhræringar við komuna í lónið. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, segir að frá upphafi jarðhræringa hafi mikil áhersla verið lögð á að upplýsa gesti um stöðuna. „Í framhaldi af ykkar fréttaflutningi í gær þá auðvitað könnuðum við stöðuna sérstaklega,“ segir Helga og bætir við að það hafi komið gríðarlega á óvart að ferðamenn væru ekki allir upplýstir. „Því miður var ljóst að í einhverjum tilfellum í gær virðist hafa láðst að upplýsa um stöðuna en í framhaldinu erum við búin að ítreka mikilvægi þess að upplýsa alla og fara yfir alla verkferla með okkar fólki,“ segir hún jafnframt. Aðspurð hvort ferðamenn hafi snúið við eftir að hafa fengið upplýsingar segist Helga ekki hafa orðið vör við það. „Að mér vitandi hefur enginn snúið til baka og upplifunin er sú að gestum þykir mjög vænt um að fá upplýsingarnar á sama tíma og þeir sýna stöðunni skilning.“ Almannavarnir hafi ekki breytt viðbúnaðarstiginu frá því að jarðhræringarnar hófust. Helga sagði við fréttastofu í gær að ekki stæði til að loka lóninu að svo stöddu. „Ef að til kæmi að þeir myndu hækka viðbúnaðarstigið og þá mögulega lögreglustjórinn á Suðurnesjum fara fram á rýmingu þá að sjálfsögðu myndum við bregðast við því,“ segir Helga. Fyglst sé grannt með stöðu mála og lónið fylgi fyrirmælum yfirvalda í einu og öllu. Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Tengdar fréttir Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 4. nóvember 2023 14:56 Öflugt landris en engin merki um að eldgos sé yfirvofandi Engin skýr merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs á Reykjanesi. Landris við fjallið Þorbjörn heldur þó áfram af krafti. 1. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Skjálftavirkni jókst á ný upp úr klukkan fimm í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga, sem er í um sex kílómetra fjarlægð frá Þorbirni, eftir að dregið hafði úr virkninni í gær. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð, rétt fyrir klukkan sex í morgun og fannst hann vel í byggð.Frá miðnætti hafa 940 skjálftar mælst samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn en engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að geri megi ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu. Ferðafólk sé upplýst Rætt var ferðamenn sem voru nýkomnir upp úr lóninu í kvöldfréttum okkar í gær sem virtust ekki vel upplýstir. Fæstir sögðust hafa fengið upplýsingar um jarðhræringar við komuna í lónið. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, segir að frá upphafi jarðhræringa hafi mikil áhersla verið lögð á að upplýsa gesti um stöðuna. „Í framhaldi af ykkar fréttaflutningi í gær þá auðvitað könnuðum við stöðuna sérstaklega,“ segir Helga og bætir við að það hafi komið gríðarlega á óvart að ferðamenn væru ekki allir upplýstir. „Því miður var ljóst að í einhverjum tilfellum í gær virðist hafa láðst að upplýsa um stöðuna en í framhaldinu erum við búin að ítreka mikilvægi þess að upplýsa alla og fara yfir alla verkferla með okkar fólki,“ segir hún jafnframt. Aðspurð hvort ferðamenn hafi snúið við eftir að hafa fengið upplýsingar segist Helga ekki hafa orðið vör við það. „Að mér vitandi hefur enginn snúið til baka og upplifunin er sú að gestum þykir mjög vænt um að fá upplýsingarnar á sama tíma og þeir sýna stöðunni skilning.“ Almannavarnir hafi ekki breytt viðbúnaðarstiginu frá því að jarðhræringarnar hófust. Helga sagði við fréttastofu í gær að ekki stæði til að loka lóninu að svo stöddu. „Ef að til kæmi að þeir myndu hækka viðbúnaðarstigið og þá mögulega lögreglustjórinn á Suðurnesjum fara fram á rýmingu þá að sjálfsögðu myndum við bregðast við því,“ segir Helga. Fyglst sé grannt með stöðu mála og lónið fylgi fyrirmælum yfirvalda í einu og öllu.
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Tengdar fréttir Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 4. nóvember 2023 14:56 Öflugt landris en engin merki um að eldgos sé yfirvofandi Engin skýr merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs á Reykjanesi. Landris við fjallið Þorbjörn heldur þó áfram af krafti. 1. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 4. nóvember 2023 14:56
Öflugt landris en engin merki um að eldgos sé yfirvofandi Engin skýr merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs á Reykjanesi. Landris við fjallið Þorbjörn heldur þó áfram af krafti. 1. nóvember 2023 22:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent