Rýmingaráætlun fyrir Grindavík komin út Jón Þór Stefánsson skrifar 5. nóvember 2023 18:33 Þrjár flóttaleiðir eru úr Grindavíkurbæ komi til rýmingar. Vísir/Egill Rýmingaráætlun fyrir Grindavík hefur verið birt á vefsíðu bæjarfélagsins. Þar er tilmælum komið á framfæri til bæjarbúa varðandi mögulega rýmingu kæmi til eldgoss sem myndi ógna byggð í Grindavík. Áætlunin hefur verið birt á íslensku, ensku, og pólsku. „Í skipulagi almannavarna er rýming hluti af mótvægisaðgerðum til að draga úr áhrifum hættu á samfélag og íbúa þess, áður en neyðarástand á sér stað eða á meðan neyðarástand varir. Það felur í sér að íbúar flytja á öruggari stað og síðan að þeir komist öruggir heim aftur í lok neyðarástands. Til að rýming gangi vel fyrir sig er mikilvægt að til sé áætlun um framkvæmd rýminganna,“ segir í áætluninni. Hér má sjá kort af Grindavíkurbæ sem má finna í rýmingaráætluninni.Grindavíkurbær Á korti sem er birt í rýmingaráætluninni, hefur Grindavík verið skipt í nokkur hverfi. Þá eru þrjár flóttaleiðir úr bænum: ein vestur Nesveg, önnur norður um Grindavíkurveg, og sú þriðja austur Suðurstrandaveg. Fyrir miðju kortsins er Íþróttasvæði bæjarins sem verður söfnunarmiðstöð. Þá er sérstökum upplýsingum komið á framfæri í eins konar tímaröð yfir það sem fólk þarf að gera, bæði í undirbúningi fyrir rýmingu, og svo ef til hennar kæmi. Listinn er eftirfarandi: Undirbúningur: Að allir fjölskyldumeðlimir séu upplýstir um áætlun fjölskyldunnar Boðun: SMS um rýmingu kemur frá Neyðarlínunni (112) Frágangur húsa: Loka gluggum. Aftengja rafmagnstæki. Viðlagakassinn Heimili yfirgefið: Límið miða á áberandi stað í glugga eða hurð sem snýr út á götu. Hugið að nágrönnum og samstarfsfólki ef hægt er Akið með fyllstu aðgát innan sem utanbæjar Takið upp gangandi flóttafólk ef rými er í bílnum Söfnunarmiðstöð innan Grindavíkur verður í íþróttamiðstöð Grindavíkur Tilkynnið um þörf á aðstoð og slys í 112: Sé ekkert símasamband setjið hvíta veifu á hurð eða í glugga Skráning í fjöldahjálparstöð utan Grindavíkur Þá er einnig bent á að börn í leik- og grunnskólum séu á ábyrgð foreldra og forráðamanna sinna. Mælst er til þess að foreldrar séu meðvitaðir um dagskrá barna sinna í skólanum. Það er að segja hvort þau sé í skólastofu eða í íþróttum eða sundi. Jafnframt eru foreldrar hvattir til að sækja börn sín fótgangandi ef kostur er á. Einnig hefur hver stofnun í Grindavík sína rýmingaráætlun sem fólki ber að kynna sér. Þá segir að sérstakt umferðarskipulag sem gildi við rýmingu sem fólki ber að kynna sér. „Ef lögreglustjóri gefur út fyrirmæli um rýmingu er íbúum skylt að rýma hús sín,“ segir jafnframt í áætluninni. Rýmingaráætlun á Íslensku Rýmingaráætlun á ensku Rýmingaráætlun á pólsku Rýmingaráætlun fyrir stofnanir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Slysavarnir Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
„Í skipulagi almannavarna er rýming hluti af mótvægisaðgerðum til að draga úr áhrifum hættu á samfélag og íbúa þess, áður en neyðarástand á sér stað eða á meðan neyðarástand varir. Það felur í sér að íbúar flytja á öruggari stað og síðan að þeir komist öruggir heim aftur í lok neyðarástands. Til að rýming gangi vel fyrir sig er mikilvægt að til sé áætlun um framkvæmd rýminganna,“ segir í áætluninni. Hér má sjá kort af Grindavíkurbæ sem má finna í rýmingaráætluninni.Grindavíkurbær Á korti sem er birt í rýmingaráætluninni, hefur Grindavík verið skipt í nokkur hverfi. Þá eru þrjár flóttaleiðir úr bænum: ein vestur Nesveg, önnur norður um Grindavíkurveg, og sú þriðja austur Suðurstrandaveg. Fyrir miðju kortsins er Íþróttasvæði bæjarins sem verður söfnunarmiðstöð. Þá er sérstökum upplýsingum komið á framfæri í eins konar tímaröð yfir það sem fólk þarf að gera, bæði í undirbúningi fyrir rýmingu, og svo ef til hennar kæmi. Listinn er eftirfarandi: Undirbúningur: Að allir fjölskyldumeðlimir séu upplýstir um áætlun fjölskyldunnar Boðun: SMS um rýmingu kemur frá Neyðarlínunni (112) Frágangur húsa: Loka gluggum. Aftengja rafmagnstæki. Viðlagakassinn Heimili yfirgefið: Límið miða á áberandi stað í glugga eða hurð sem snýr út á götu. Hugið að nágrönnum og samstarfsfólki ef hægt er Akið með fyllstu aðgát innan sem utanbæjar Takið upp gangandi flóttafólk ef rými er í bílnum Söfnunarmiðstöð innan Grindavíkur verður í íþróttamiðstöð Grindavíkur Tilkynnið um þörf á aðstoð og slys í 112: Sé ekkert símasamband setjið hvíta veifu á hurð eða í glugga Skráning í fjöldahjálparstöð utan Grindavíkur Þá er einnig bent á að börn í leik- og grunnskólum séu á ábyrgð foreldra og forráðamanna sinna. Mælst er til þess að foreldrar séu meðvitaðir um dagskrá barna sinna í skólanum. Það er að segja hvort þau sé í skólastofu eða í íþróttum eða sundi. Jafnframt eru foreldrar hvattir til að sækja börn sín fótgangandi ef kostur er á. Einnig hefur hver stofnun í Grindavík sína rýmingaráætlun sem fólki ber að kynna sér. Þá segir að sérstakt umferðarskipulag sem gildi við rýmingu sem fólki ber að kynna sér. „Ef lögreglustjóri gefur út fyrirmæli um rýmingu er íbúum skylt að rýma hús sín,“ segir jafnframt í áætluninni. Rýmingaráætlun á Íslensku Rýmingaráætlun á ensku Rýmingaráætlun á pólsku Rýmingaráætlun fyrir stofnanir
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Slysavarnir Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira