Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2023 06:43 Börn reyna að ýta vatni frá heimili sínu í Maghazi-flóttamannabúðunum eftir árásir Ísraelshers í gær. AP/Hatem Moussa Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. Fjölmiðlar í Ísrael segja til standa að sókn hermanna inn í borgina hefjist innan 48 klukkustunda. Miklar sprengingar hafa heyrst og sést í norðurhluta Gasa í nótt. Yfirmenn fjölda stofnana Sameinuðu þjóðanna og annarra hjálparsamtaka hafa undirritað yfirlýsingu þar sem kallað er eftir tafarlausu vopnahléi. Ástandið á Gasa sé „hörmulegt“ og „óásættanlegt“. Meðal þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna eru stjórnendur Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Save the Children og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Í henni segir meðal annars að umheimurinn hafi fylgst með þróun mála af hryllingi. Um 1.400 hafi látist í árásum Hamas á Ísrael 7. október og yfir 200 verið rænt en enn meira mannfall meðal almennra borgara á Gasa sé hneyksli og einnig það að svipta milljónir aðgengi að vatni, mat, lyfjum, rafmagni og eldsneyti. Íbúar leita að fólki í húsarústum í Maghazi-flóttamannabúðunum.AP/Hatem Moussa Samkvæmt yfirvöldum á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, hafi nærri 9.500 verið drepnir í árásum Ísraelshers, þar af 3.900 börn og 2.400 konur. Yfir 23.000 hafi slasast alvarlega. Það sé algjörlega óásættanlegt að heilt samfélag sæti umsátri og árásum og sé neitað um aðgengi að lífsnauðsynjum. Fólk sæti árásum heima hjá sér, í skýlum, bænahúsum og á spítölum. Þá hafi fjöldi starfsmanna hjálparsamtaka verið drepnir. Abdullah II, konungur Jórdaníu, greindi frá því í nótt að þarlend yfirvöld hefðu látið fljúga flugvél yfir Gasa, sem lét neyðargögn falla til jarðar yfir jórdanska spítalanum á svæðinu. Að sögn Axios var flugið og aðstoðin framkvæmd með samþykki Ísraelshers. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Tyrklandi þar sem hann mun funda með ráðamönnum en þó ekki forsetanum Recep Tayyip Erdogan, sem sjálfur er á ferðalagi. Blinken hefur ferið á faraldsfæti á svæðinu síðustu daga til að freista þess að koma í veg fyrir að átökin breiðist út. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Fjölmiðlar í Ísrael segja til standa að sókn hermanna inn í borgina hefjist innan 48 klukkustunda. Miklar sprengingar hafa heyrst og sést í norðurhluta Gasa í nótt. Yfirmenn fjölda stofnana Sameinuðu þjóðanna og annarra hjálparsamtaka hafa undirritað yfirlýsingu þar sem kallað er eftir tafarlausu vopnahléi. Ástandið á Gasa sé „hörmulegt“ og „óásættanlegt“. Meðal þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna eru stjórnendur Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Save the Children og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Í henni segir meðal annars að umheimurinn hafi fylgst með þróun mála af hryllingi. Um 1.400 hafi látist í árásum Hamas á Ísrael 7. október og yfir 200 verið rænt en enn meira mannfall meðal almennra borgara á Gasa sé hneyksli og einnig það að svipta milljónir aðgengi að vatni, mat, lyfjum, rafmagni og eldsneyti. Íbúar leita að fólki í húsarústum í Maghazi-flóttamannabúðunum.AP/Hatem Moussa Samkvæmt yfirvöldum á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, hafi nærri 9.500 verið drepnir í árásum Ísraelshers, þar af 3.900 börn og 2.400 konur. Yfir 23.000 hafi slasast alvarlega. Það sé algjörlega óásættanlegt að heilt samfélag sæti umsátri og árásum og sé neitað um aðgengi að lífsnauðsynjum. Fólk sæti árásum heima hjá sér, í skýlum, bænahúsum og á spítölum. Þá hafi fjöldi starfsmanna hjálparsamtaka verið drepnir. Abdullah II, konungur Jórdaníu, greindi frá því í nótt að þarlend yfirvöld hefðu látið fljúga flugvél yfir Gasa, sem lét neyðargögn falla til jarðar yfir jórdanska spítalanum á svæðinu. Að sögn Axios var flugið og aðstoðin framkvæmd með samþykki Ísraelshers. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Tyrklandi þar sem hann mun funda með ráðamönnum en þó ekki forsetanum Recep Tayyip Erdogan, sem sjálfur er á ferðalagi. Blinken hefur ferið á faraldsfæti á svæðinu síðustu daga til að freista þess að koma í veg fyrir að átökin breiðist út.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira