Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2023 10:49 Í skilaboðunum er sérstaklega talað um að Írak sé í stöðu til að hafa áhrif. Getty/NurPhoto/Morteza Nikoubazl „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. Í skilaboðunum segir meðal annars að Írak sé mikilvægt ríki á svæðinu og geti sem slíkt gengt lykilhlutverki í að þrýsta á Bandaríkin og „hernámsstjórnina“ um að stöðva blóðbaðið á Gasa og breyta nálgun sinni gagnvart Arabaríkjunum. „Bandaríkin eru vitorðsmaður Zíonistana í glæpum þeirra gegn Gasa. Án vopna og pólitísks stuðnings munu stjórnvöld Zíonista ekki geta haldið áfram,“ segir í skilaboðunum. Þá segir að því lengur sem stríðið standi yfir því augljósari verði hlutdeild Bandaríkjamanna. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur verið á ferð um nágrannaríki Ísrael og Palestínu síðustu daga, bæði til að freista þess að forða því að yfirstandandi átök breiðist út og til að tala fyrir mannúðarhléi. Ísraelsmenn sæta auknum þrýstingi um að láta af hernaði sínum á Gasa en þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir til fólks um að flýja suður þar sem hernaðaraðgerðir standi yfir í norðurhlutanum, eru enn gerðar árásir á suðurhlutann. Forsvarsmenn margra helstu stofnana Sameinuðu þjóðanna sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kallað var eftir tafaralausu vopnahlé af mannúðarástæðum. Þá birtu samtökin færslu á X/Twitter í morgun þar sem greint var frá því að eitt barn létist og tvö særðust á tíu mínútna fresti. Átök í Ísrael og Palestínu Íran Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Í skilaboðunum segir meðal annars að Írak sé mikilvægt ríki á svæðinu og geti sem slíkt gengt lykilhlutverki í að þrýsta á Bandaríkin og „hernámsstjórnina“ um að stöðva blóðbaðið á Gasa og breyta nálgun sinni gagnvart Arabaríkjunum. „Bandaríkin eru vitorðsmaður Zíonistana í glæpum þeirra gegn Gasa. Án vopna og pólitísks stuðnings munu stjórnvöld Zíonista ekki geta haldið áfram,“ segir í skilaboðunum. Þá segir að því lengur sem stríðið standi yfir því augljósari verði hlutdeild Bandaríkjamanna. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur verið á ferð um nágrannaríki Ísrael og Palestínu síðustu daga, bæði til að freista þess að forða því að yfirstandandi átök breiðist út og til að tala fyrir mannúðarhléi. Ísraelsmenn sæta auknum þrýstingi um að láta af hernaði sínum á Gasa en þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir til fólks um að flýja suður þar sem hernaðaraðgerðir standi yfir í norðurhlutanum, eru enn gerðar árásir á suðurhlutann. Forsvarsmenn margra helstu stofnana Sameinuðu þjóðanna sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kallað var eftir tafaralausu vopnahlé af mannúðarástæðum. Þá birtu samtökin færslu á X/Twitter í morgun þar sem greint var frá því að eitt barn létist og tvö særðust á tíu mínútna fresti.
Átök í Ísrael og Palestínu Íran Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira