Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Jakob Bjarnar skrifar 6. nóvember 2023 13:55 Gavin Anthony formaður og Jón Hjörleifur. Illa hefur gengið að fá upplýsingar um samingagerð kirkjunnar og hefur nú hluti safnaðarins kært samtakastjórn fyrir brot á 18. grein samþykkta trúfélagsins. Málið tengist gígantískri námavinnslu á Suðurlandi. Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. „Ég er í hópi 21 safnaðarmeðlims sem hefur lögsótt samtakastjórn Kirkju sjöunda dags aðventista fyrir brot á 18. grein samþykkta trúfélagsins,“ segir Jón Hjörleifur Stefánsson guðfræðingur. Veruleg ólga hefur verið í söfnuði Sjöunda dags aðventista vegna sölu safnaðarins á Litla-Sandfelli sem til stendur að grafa í burtu og selja sem íblöndunarefni í sement. Erfitt að fá upplýsingar um samninginn Vísir fjallaði ítarlega um þetta mál fyrir ári og ræddi þá við Gavin Anthony, sem er formaður KSDA en hann vildi gera lítið úr ágreiningi innan safnaðarins. Reyndar er það svo að öll gagnrýni er litin hornauga, að hún sé til marks um að hinn illi sé að leika lausum hala sem svo þýðir að erfitt reynist að ræða mál af hreinskiptni. Þetta hefur þó ekki breytt því að þeir eru til sem hafa viljað opna samninga sem gerðir hafa verið við Eden Mining, undirverktaka sem hefur haft veg og vanda að sölu fjallsins. Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um hvernig þeir samningar hljóða. Samkvæmt heimildum Vísis leikur grunur á um að þeir samningar séu afar hagfelldir Eden Mining sem er að mati margra óþarfa milliliður. Og svo er það þetta sem er að samkvæmt reglum um kirkjuna þá á hún ekki að standa í ótengdu vafstri. Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi er hluti af heimssambandi Kirkju sjöunda dags aðventista. Í 18. grein um starfsemi safnaðarins segir um Kaup eða sölu eigna Kirkjunnar: „Ákvörðun um kaup eða sölu á eignum Kirkjunnar sem ekki getur talist hluti af eðlilegri starfsemi hennar skal taka á reglulegum aðalfundi Kirkjunnar eða auka aðalfundi, að höfðu samráði við Deildina.“ Sá hópur innan Sjöunda dags aðventista hefur bent á að „eðlileg starfsemi“ Aðventkirkjunnar á heimsvísu sé hreint ekki námavinnsla heldur „boðun fagnaðarerindisins“ og safnaðarlíf því tengt svo sem guðþjónustuhald og svo framvegis. Deilt um hvort um sé að ræða leigu eða sölu „Samtakastjórn skrifaði undir nýjan námusamning við Eden Mining þann 18. janúar 2022,“ segir Jón Hjörleifur. Sá samningur snýst um að Litla-Sandfell verði fjarlægt í verksmiðjur Heidelberg Materials í Þorlákshöfn. „Og sent úr landi sem efni í „náttúruvæna“ steypugerð. 18. grein samþykkta trúfélagsins segir að samtakastjórn megi ekki taka stórar fjárhagslegar ákvarðanir um kaup og sölu eigna trúfélagsins án þess að leggja ákvörðunina fyrir aðalfund til atkvæðagreiðslu.“ En erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar, stjórnin móast við. Að sögn Jóns Hjörleifs vill samtakastjórnin nú verja sig með rökum sem Jón Hjörleifur telur að fái ekki staðist, meðal annars þeim að ekki hafi verið um eiginlega sölu að ræða heldur „leigu“ og því falli námusamningurinn ekki undir 18. grein KSDA. Samtakastjórn kom fram með frávísunarkröfu sem verður tekin fyrir 30. janúar 2024. Úrskurður mun síðan liggja fyrir mánuði síðar. „Ef málinu verður vísað frá og ekki tekst að fá dæmt í því þá er það mjög alvarleg staða því þá er málið enn óleyst,“ segir Jón Hjörleifur. Námuvinnsla Ölfus Trúmál Dómsmál Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
„Ég er í hópi 21 safnaðarmeðlims sem hefur lögsótt samtakastjórn Kirkju sjöunda dags aðventista fyrir brot á 18. grein samþykkta trúfélagsins,“ segir Jón Hjörleifur Stefánsson guðfræðingur. Veruleg ólga hefur verið í söfnuði Sjöunda dags aðventista vegna sölu safnaðarins á Litla-Sandfelli sem til stendur að grafa í burtu og selja sem íblöndunarefni í sement. Erfitt að fá upplýsingar um samninginn Vísir fjallaði ítarlega um þetta mál fyrir ári og ræddi þá við Gavin Anthony, sem er formaður KSDA en hann vildi gera lítið úr ágreiningi innan safnaðarins. Reyndar er það svo að öll gagnrýni er litin hornauga, að hún sé til marks um að hinn illi sé að leika lausum hala sem svo þýðir að erfitt reynist að ræða mál af hreinskiptni. Þetta hefur þó ekki breytt því að þeir eru til sem hafa viljað opna samninga sem gerðir hafa verið við Eden Mining, undirverktaka sem hefur haft veg og vanda að sölu fjallsins. Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um hvernig þeir samningar hljóða. Samkvæmt heimildum Vísis leikur grunur á um að þeir samningar séu afar hagfelldir Eden Mining sem er að mati margra óþarfa milliliður. Og svo er það þetta sem er að samkvæmt reglum um kirkjuna þá á hún ekki að standa í ótengdu vafstri. Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi er hluti af heimssambandi Kirkju sjöunda dags aðventista. Í 18. grein um starfsemi safnaðarins segir um Kaup eða sölu eigna Kirkjunnar: „Ákvörðun um kaup eða sölu á eignum Kirkjunnar sem ekki getur talist hluti af eðlilegri starfsemi hennar skal taka á reglulegum aðalfundi Kirkjunnar eða auka aðalfundi, að höfðu samráði við Deildina.“ Sá hópur innan Sjöunda dags aðventista hefur bent á að „eðlileg starfsemi“ Aðventkirkjunnar á heimsvísu sé hreint ekki námavinnsla heldur „boðun fagnaðarerindisins“ og safnaðarlíf því tengt svo sem guðþjónustuhald og svo framvegis. Deilt um hvort um sé að ræða leigu eða sölu „Samtakastjórn skrifaði undir nýjan námusamning við Eden Mining þann 18. janúar 2022,“ segir Jón Hjörleifur. Sá samningur snýst um að Litla-Sandfell verði fjarlægt í verksmiðjur Heidelberg Materials í Þorlákshöfn. „Og sent úr landi sem efni í „náttúruvæna“ steypugerð. 18. grein samþykkta trúfélagsins segir að samtakastjórn megi ekki taka stórar fjárhagslegar ákvarðanir um kaup og sölu eigna trúfélagsins án þess að leggja ákvörðunina fyrir aðalfund til atkvæðagreiðslu.“ En erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar, stjórnin móast við. Að sögn Jóns Hjörleifs vill samtakastjórnin nú verja sig með rökum sem Jón Hjörleifur telur að fái ekki staðist, meðal annars þeim að ekki hafi verið um eiginlega sölu að ræða heldur „leigu“ og því falli námusamningurinn ekki undir 18. grein KSDA. Samtakastjórn kom fram með frávísunarkröfu sem verður tekin fyrir 30. janúar 2024. Úrskurður mun síðan liggja fyrir mánuði síðar. „Ef málinu verður vísað frá og ekki tekst að fá dæmt í því þá er það mjög alvarleg staða því þá er málið enn óleyst,“ segir Jón Hjörleifur.
Námuvinnsla Ölfus Trúmál Dómsmál Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira