Hvers vegna er munur á niðurstöðum losunarbókhalds Umhverfisstofnunar og Hagstofu Íslands? Rafn Helgason, Þorsteinn Aðalsteinsson og Fífa Jónsdóttir skrifa 7. nóvember 2023 10:31 Umhverfisstofnun og Hagstofa Íslands halda hvor um sig bókhald um losun gróðurhúsalofttegunda. Umhverfisstofnun tekur saman losun innan landamæra Íslands en Hagstofan frá hagkerfi Íslands. Hver er munurinn? Bókhald Umhverfisstofnunar um losun frá landsvæði er skrásett út frá landfræðilegu tilliti og einskorðast ekki við Íslendinga. Bókhald Hagstofunnar um losun frá hagkerfi Íslands snýr að losun frá íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum, hvar sem þeir eru í heiminum. Tilgangur þess er því að meta losun út frá atvinnugreinum í hlutfalli við fjölda starfsfólks, veltu og skattagreiðslur atvinnugreinana. Hvernig flokkast losunin? Losunarbókhald Hagstofu Íslands tekur inn alla flutninga milli landa (sem eru reknir af íslenskum flugfélögum og skipafélögum). Alþjóðasamgöngur, óháð því hvar fyrirtæki eru skráð, eru eingöngu teknar inn í losunarbókhald Umhverfisstofnunar þegar umrædd félög kaupa eldsneyti á Íslandi. Losun sem á sér stað þegar erlendir ferðamenn aka um landið, eða þegar togarar sem eru í rekstri erlendra félaga veiða í íslenskri lögsögu er ekki inni í bókhaldi Hagstofu Íslands. Hins vegar er þessi losun inni í losunarbókhaldi Umhverfisstofnunar, í þeim tilfellum þar sem umræddir aðilar kaupa eldsneyti á Íslandi. Bókhald Umhverfisstofnunar innifelur losun og bindingu sem á sér stað vegna landnotkunar og skógræktar. Þessi losun er ekki tekin inn í losunarbókhald Hagstofu Íslands þar sem landsvæði telst ekki vera hluti af hagkerfinu. Þurfum við hvort tveggja? Útreikningar á losun gróðurhúsalofttegunda með aðferðunum tveimur sýna ólíkar niðurstöður sem eru þó báðar réttar. Að skoða eingöngu annað bókhaldið segir bara hálfa söguna. Hvar eru tölurnar birtar? Niðurstöður losunarbókhalds Umhverfisstofnunar eru settar fram árlega í Landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda (e. National Inventory Report (NIR)). Losunarbókhald Umhverfisstofnunar fellur undir rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC). Öll aðildarríki þessa samnings skila inn slíku bókhaldi. Bókhaldið er forsenda uppgjörs skuldbindinganna sem Ísland hefur gagnvart Evrópusambandinu og Sameinuðu þjóðunum vegna Parísarsamningsins. Ríki sem tilheyra Evrópska efnahagssvæðinu skila bókhaldi um losun frá hagkerfi (e. Air Emission Accounts (AEA)) til Hagstofu Evrópusambandsins (e. Eurostat). Þessu bókhaldi fylgja engar beinar alþjóðlegar skuldbindingar en Evrópuþingið hefur nýtt þessa reikninga til grundvallar lagasetningar þar sem reikningarnir tengjast öðrum efnahagsreikningum, svo sem landsframleiðslu og atvinnutölfræði. Höfundar þessarar greinar eru Rafn Helgason, Þorsteinn Aðalsteinsson og Fífa Jónsdóttir, sérfræðingar Umhverfisstofnunar, Hagstofunnar og Landgræðslunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Umhverfisstofnun og Hagstofa Íslands halda hvor um sig bókhald um losun gróðurhúsalofttegunda. Umhverfisstofnun tekur saman losun innan landamæra Íslands en Hagstofan frá hagkerfi Íslands. Hver er munurinn? Bókhald Umhverfisstofnunar um losun frá landsvæði er skrásett út frá landfræðilegu tilliti og einskorðast ekki við Íslendinga. Bókhald Hagstofunnar um losun frá hagkerfi Íslands snýr að losun frá íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum, hvar sem þeir eru í heiminum. Tilgangur þess er því að meta losun út frá atvinnugreinum í hlutfalli við fjölda starfsfólks, veltu og skattagreiðslur atvinnugreinana. Hvernig flokkast losunin? Losunarbókhald Hagstofu Íslands tekur inn alla flutninga milli landa (sem eru reknir af íslenskum flugfélögum og skipafélögum). Alþjóðasamgöngur, óháð því hvar fyrirtæki eru skráð, eru eingöngu teknar inn í losunarbókhald Umhverfisstofnunar þegar umrædd félög kaupa eldsneyti á Íslandi. Losun sem á sér stað þegar erlendir ferðamenn aka um landið, eða þegar togarar sem eru í rekstri erlendra félaga veiða í íslenskri lögsögu er ekki inni í bókhaldi Hagstofu Íslands. Hins vegar er þessi losun inni í losunarbókhaldi Umhverfisstofnunar, í þeim tilfellum þar sem umræddir aðilar kaupa eldsneyti á Íslandi. Bókhald Umhverfisstofnunar innifelur losun og bindingu sem á sér stað vegna landnotkunar og skógræktar. Þessi losun er ekki tekin inn í losunarbókhald Hagstofu Íslands þar sem landsvæði telst ekki vera hluti af hagkerfinu. Þurfum við hvort tveggja? Útreikningar á losun gróðurhúsalofttegunda með aðferðunum tveimur sýna ólíkar niðurstöður sem eru þó báðar réttar. Að skoða eingöngu annað bókhaldið segir bara hálfa söguna. Hvar eru tölurnar birtar? Niðurstöður losunarbókhalds Umhverfisstofnunar eru settar fram árlega í Landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda (e. National Inventory Report (NIR)). Losunarbókhald Umhverfisstofnunar fellur undir rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC). Öll aðildarríki þessa samnings skila inn slíku bókhaldi. Bókhaldið er forsenda uppgjörs skuldbindinganna sem Ísland hefur gagnvart Evrópusambandinu og Sameinuðu þjóðunum vegna Parísarsamningsins. Ríki sem tilheyra Evrópska efnahagssvæðinu skila bókhaldi um losun frá hagkerfi (e. Air Emission Accounts (AEA)) til Hagstofu Evrópusambandsins (e. Eurostat). Þessu bókhaldi fylgja engar beinar alþjóðlegar skuldbindingar en Evrópuþingið hefur nýtt þessa reikninga til grundvallar lagasetningar þar sem reikningarnir tengjast öðrum efnahagsreikningum, svo sem landsframleiðslu og atvinnutölfræði. Höfundar þessarar greinar eru Rafn Helgason, Þorsteinn Aðalsteinsson og Fífa Jónsdóttir, sérfræðingar Umhverfisstofnunar, Hagstofunnar og Landgræðslunnar.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar