Gekk berserksgang á Litla-Hrauni: Grunaður um að hóta lífláti og öðru ógeðslegra Jón Þór Stefánsson skrifar 7. nóvember 2023 15:19 Flest brot mannsins áttu sér stað á Litla hrauni. Ekki kemur fram í ákæru hvers vegna hann sat inni. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður í tuttugu ákæruliðum fyrir ýmis brot, líkt og hótanir og ofbeldi í garð opinberra starfsmanna, brot í nánu sambandi, og eignaspjöll. Meirihluti meintra brota mannsins eiga að hafa átt sér stað í fangelsi árið 2021, en samkvæmt heimildum Vísis voru þau flest á Litla-Hrauni. Fyrstu sex ákæruliðir málsins varða hótanir í garð fangavarða á tímabilinu mars til nóvember 2021. Í fyrsta töluliðnum er manninum gefið að sök að hóta tveimur fangavörðum að „hella hlandi yfir þá og troða skít upp í þá og alla aðra fangaverði.“ Útbjó stunguvopn sjálfur Síðan hafi hann hótað tveimur fangavörðum að stinga þá og berja með stunguvopnum sem hann hafði í fórum sínum. Fram kemur að vopnin hafði maðurinn sjálfur útbúið, úr járni af brotnum vaski í fangaklefa. Í öðrum ákærulið segir að maðurinn hafi slegið fangavörð í gagnauga með krepptum hnefa, og hrækt á tvo aðra fangaverði. Fram kemur að hrákinn hafi endað á auga annars þeirra og á kinn hins. Í ákæru segir að þegar fangaverðir hafi opnað hlera að hurð fangaklefa mannsins, hafi hann staðið fyrir utan hurðina með glas með glærum vökva í.Vísir/Vilhelm Síðasti ákæruliðurinn af þessum sex varðar hótanir mannsins í garð nokkurra fangavarða. Hann hafi sagt þeim að hann ætlaði að skíta í bolla og maka því framan í fangaverði og kasta þvagi í þá. Þá segir að þegar tveir varðanna hafi kíkt í gengum lúgu á fangaklefa mannsins hafi hann staðið við hurðina með pappaglas sem innihélt glærkenndan vökva. Ekki er greint frá því hvers konar vökva var um að ræða. Einn fangavörðurinn krefst rúmrar milljónar í skaðabætur. Ítrekaðar hótanir til nákominnar konu Næstu sjö ákæruliðir varða brot í nánu sambandi. Manninum er gefið að sök að hafa frá því í apríl 2021 þangað til í nóvember sama ár hótað sama einstaklingum í nokkur skipti. Ekki kemur nákvæmlega fram hvernig maðurinn tengist einstaklingum, en hægt er að lesa úr ákærunni að um konu er að ræða. Hótanirnar vörðuðu líflát og ofbeldi. Með þeim á maðurinn að hafa ógnað lífi, heilsu og velferð konunnar. Hún krefst 1,5 milljóna í miskabætur frá manninum. Braut og bramlaði Síðan er maðurinn ákærður fyrir fjögur brot, er varða eignaspjöll í fangelsinu. Einn ákæruliðurinn í þeim efnum er ansi umfangsmikill, en þar er meintum berserksgangi mannsins lýst. Honum er gefið að sök að hafa með pottum og pönnum slegið í ýmsa muni og tæki í eldhúsi fangelsisins. Til að mynda hafi örbylgjuofn fallið til jarðar og skúffur og skápahurðir brotnað. Þá hafi hann slegið með potti í öryggismyndavél sem losnaði og féll í gólfið. Síðan hafi hann brotið tvo skúringakústa og stappað á örbylgjuofni. Flest brotin sem maðurinn er ákærður fyrir áttu sér stað á Litla-hrauniVísir/Vilhelm Maðurinn er einnig ákærður fyrir að eyðileggja síma fangelsisins í fjórgang, brotið vask, DVD-spilara, og rispað DVD-diska. Þá er honum gefið að sök að hafa brotið blöndunartæki þannig að töluvert lak út á gólf. Einnig hafi hann eyðilagt neyðarútgangsljós í fangelsinu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í þessari viku, en héraðssaksóknari sækir málið. Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Dómsmál Fangelsismál Árborg Tengdar fréttir „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Hættulegasti staðurinn á Litla Hrauni brátt úr sögunni Alræmt torg á Litla Hrauni þar sem fangar úr öllum áttum geta rekist á hvorn annan, heyrir brátt sögunni til. Fangelsismálastjóri segir um að ræða hættulegasta staðinn innan fangelsissvæðins þar sem mjög oft komi til átaka. 25. september 2023 19:46 Fangi dæmdur fyrir brot í nánu sambandi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann, sem afplánar fyrri dóm, í þriggja mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ítrekað hringt í konu og endurtekið ógnað lífi, heilsu og velferð hennar á alvarlegan hátt. 16. febrúar 2023 10:14 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Meirihluti meintra brota mannsins eiga að hafa átt sér stað í fangelsi árið 2021, en samkvæmt heimildum Vísis voru þau flest á Litla-Hrauni. Fyrstu sex ákæruliðir málsins varða hótanir í garð fangavarða á tímabilinu mars til nóvember 2021. Í fyrsta töluliðnum er manninum gefið að sök að hóta tveimur fangavörðum að „hella hlandi yfir þá og troða skít upp í þá og alla aðra fangaverði.“ Útbjó stunguvopn sjálfur Síðan hafi hann hótað tveimur fangavörðum að stinga þá og berja með stunguvopnum sem hann hafði í fórum sínum. Fram kemur að vopnin hafði maðurinn sjálfur útbúið, úr járni af brotnum vaski í fangaklefa. Í öðrum ákærulið segir að maðurinn hafi slegið fangavörð í gagnauga með krepptum hnefa, og hrækt á tvo aðra fangaverði. Fram kemur að hrákinn hafi endað á auga annars þeirra og á kinn hins. Í ákæru segir að þegar fangaverðir hafi opnað hlera að hurð fangaklefa mannsins, hafi hann staðið fyrir utan hurðina með glas með glærum vökva í.Vísir/Vilhelm Síðasti ákæruliðurinn af þessum sex varðar hótanir mannsins í garð nokkurra fangavarða. Hann hafi sagt þeim að hann ætlaði að skíta í bolla og maka því framan í fangaverði og kasta þvagi í þá. Þá segir að þegar tveir varðanna hafi kíkt í gengum lúgu á fangaklefa mannsins hafi hann staðið við hurðina með pappaglas sem innihélt glærkenndan vökva. Ekki er greint frá því hvers konar vökva var um að ræða. Einn fangavörðurinn krefst rúmrar milljónar í skaðabætur. Ítrekaðar hótanir til nákominnar konu Næstu sjö ákæruliðir varða brot í nánu sambandi. Manninum er gefið að sök að hafa frá því í apríl 2021 þangað til í nóvember sama ár hótað sama einstaklingum í nokkur skipti. Ekki kemur nákvæmlega fram hvernig maðurinn tengist einstaklingum, en hægt er að lesa úr ákærunni að um konu er að ræða. Hótanirnar vörðuðu líflát og ofbeldi. Með þeim á maðurinn að hafa ógnað lífi, heilsu og velferð konunnar. Hún krefst 1,5 milljóna í miskabætur frá manninum. Braut og bramlaði Síðan er maðurinn ákærður fyrir fjögur brot, er varða eignaspjöll í fangelsinu. Einn ákæruliðurinn í þeim efnum er ansi umfangsmikill, en þar er meintum berserksgangi mannsins lýst. Honum er gefið að sök að hafa með pottum og pönnum slegið í ýmsa muni og tæki í eldhúsi fangelsisins. Til að mynda hafi örbylgjuofn fallið til jarðar og skúffur og skápahurðir brotnað. Þá hafi hann slegið með potti í öryggismyndavél sem losnaði og féll í gólfið. Síðan hafi hann brotið tvo skúringakústa og stappað á örbylgjuofni. Flest brotin sem maðurinn er ákærður fyrir áttu sér stað á Litla-hrauniVísir/Vilhelm Maðurinn er einnig ákærður fyrir að eyðileggja síma fangelsisins í fjórgang, brotið vask, DVD-spilara, og rispað DVD-diska. Þá er honum gefið að sök að hafa brotið blöndunartæki þannig að töluvert lak út á gólf. Einnig hafi hann eyðilagt neyðarútgangsljós í fangelsinu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í þessari viku, en héraðssaksóknari sækir málið. Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Dómsmál Fangelsismál Árborg Tengdar fréttir „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Hættulegasti staðurinn á Litla Hrauni brátt úr sögunni Alræmt torg á Litla Hrauni þar sem fangar úr öllum áttum geta rekist á hvorn annan, heyrir brátt sögunni til. Fangelsismálastjóri segir um að ræða hættulegasta staðinn innan fangelsissvæðins þar sem mjög oft komi til átaka. 25. september 2023 19:46 Fangi dæmdur fyrir brot í nánu sambandi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann, sem afplánar fyrri dóm, í þriggja mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ítrekað hringt í konu og endurtekið ógnað lífi, heilsu og velferð hennar á alvarlegan hátt. 16. febrúar 2023 10:14 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
„Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00
Hættulegasti staðurinn á Litla Hrauni brátt úr sögunni Alræmt torg á Litla Hrauni þar sem fangar úr öllum áttum geta rekist á hvorn annan, heyrir brátt sögunni til. Fangelsismálastjóri segir um að ræða hættulegasta staðinn innan fangelsissvæðins þar sem mjög oft komi til átaka. 25. september 2023 19:46
Fangi dæmdur fyrir brot í nánu sambandi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann, sem afplánar fyrri dóm, í þriggja mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ítrekað hringt í konu og endurtekið ógnað lífi, heilsu og velferð hennar á alvarlegan hátt. 16. febrúar 2023 10:14