Vill að hlutleysi sé forsenda ríkisstyrks fjölmiðla Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2023 21:39 Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Pírata beindi spjótum sínum að fjölmiðlum í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag, þá sérstaklega að þeim sem hafa gagnrýnt málefni borgarinnar. Sagði hún að sér þætti eðlileg forsenda að fjölmiðlar sýndu af sér hlutleysi til að hljóta styrk úr ríkissjóði. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var lögð fram og rædd í borgarstjórn í dag. Ræða Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata hefur vakið talsverða athygli. Dóra sagði umfjöllun fjölmiðla um málefni Reykjavíkurborgar oft ósanngjarna og ekki í takt við staðreyndir. „Sér í lagi af hendi þeirra fjölmiðla sem fylgja augljósri pólitískri stefnu sem snýr að því að sverta borgina, til að flytja ábyrgð á stjórn borgarinnar yfir í hendur Sjálfstæðisflokksins. Það er mjög, mjög miður, því það er raunar lýðræðislegt vandamál.“ Eðlileg forsenda að sýna af sér hlutleysi Því næst beindi Dóra orðum sínum að Morgunblaðinu. „Ég myndi vilja sjá fjölmiðla, sem fá yfir hundrað milljónir króna úr ríkissjóðskassanum og hæstan styrk við sinn rekstur af öllum einkareknum fjölmiðlum á Íslandi, sýna af sér faglegri og lýðræðislegri vinnubrögð,“ sagði Dóra. Útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur hf., fékk á dögunum rúmar hundrað milljónir frá ríkinu í fjölmiðlastyrk vegna rekstrarársins 2022. Þá sagðist hún telja eðlilegt að það væri einhverskonar forsenda að „sýna af sér hlutleysi og styðja við lýðræðishlutverk fjölmiðla til að fá fé úr ríkissjóði inn í sinn rekstur.“ „Morgunblaðið dirfðist lengi vel til dæmis til þess að vera með sérstakan undirglugga á forsíðu mbl.is um fjárhagslega erfiðleika Reykjavíkur. Það er varla hægt að hugsa sér grímulausa pólitíska stöðutöku. Finnst okkur þetta bara í lagi?“ „Það eru til stórhættulegir stjórnmálamenn“ Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði birti færslu á Facebook í kvöld þar sem hann sagði Dóru hafa afhjúpað tvennt með ræðu sinni. „Í fyrsta lagi hvað ríkisstyrkur til fjölmiðla er hættulegt fyrirbæri,“ segir Friðjón. Þá segir hann Dóru afhjúpa það að hún vantreysti dómgreind almennings og skorti trú á lýðræðinu. „Í raun minna orð hennar á orð gömlu sósíalistanna austantjalds sem trúðu bara á „lýðræðið" á forsendum sósíalismans og almenningur ætti því bara að fá að kjósa á forsendum sósíalismans en ekki í frjálsum kosningum.“ Einn af þeim sem deildu færslu Friðjóns er Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. „Það eru til stórhættulegir stjórnmálamenn,“ skrifar hann. „Það á t.d. við um þá sem kalla opinberlega og án þess að blygðast sín eftir pólitískri ritskoðun yfirvalda á fjölmiðlum. Hvað mun Blaðamannafélagið segja við þessu? Ekkert. Það er of upptekið við að þrífa eftir síðustu gestina í Airbnb-íbúð félagsins.“ Ekki náðist í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar. Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Píratar Rekstur hins opinbera Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var lögð fram og rædd í borgarstjórn í dag. Ræða Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata hefur vakið talsverða athygli. Dóra sagði umfjöllun fjölmiðla um málefni Reykjavíkurborgar oft ósanngjarna og ekki í takt við staðreyndir. „Sér í lagi af hendi þeirra fjölmiðla sem fylgja augljósri pólitískri stefnu sem snýr að því að sverta borgina, til að flytja ábyrgð á stjórn borgarinnar yfir í hendur Sjálfstæðisflokksins. Það er mjög, mjög miður, því það er raunar lýðræðislegt vandamál.“ Eðlileg forsenda að sýna af sér hlutleysi Því næst beindi Dóra orðum sínum að Morgunblaðinu. „Ég myndi vilja sjá fjölmiðla, sem fá yfir hundrað milljónir króna úr ríkissjóðskassanum og hæstan styrk við sinn rekstur af öllum einkareknum fjölmiðlum á Íslandi, sýna af sér faglegri og lýðræðislegri vinnubrögð,“ sagði Dóra. Útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur hf., fékk á dögunum rúmar hundrað milljónir frá ríkinu í fjölmiðlastyrk vegna rekstrarársins 2022. Þá sagðist hún telja eðlilegt að það væri einhverskonar forsenda að „sýna af sér hlutleysi og styðja við lýðræðishlutverk fjölmiðla til að fá fé úr ríkissjóði inn í sinn rekstur.“ „Morgunblaðið dirfðist lengi vel til dæmis til þess að vera með sérstakan undirglugga á forsíðu mbl.is um fjárhagslega erfiðleika Reykjavíkur. Það er varla hægt að hugsa sér grímulausa pólitíska stöðutöku. Finnst okkur þetta bara í lagi?“ „Það eru til stórhættulegir stjórnmálamenn“ Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði birti færslu á Facebook í kvöld þar sem hann sagði Dóru hafa afhjúpað tvennt með ræðu sinni. „Í fyrsta lagi hvað ríkisstyrkur til fjölmiðla er hættulegt fyrirbæri,“ segir Friðjón. Þá segir hann Dóru afhjúpa það að hún vantreysti dómgreind almennings og skorti trú á lýðræðinu. „Í raun minna orð hennar á orð gömlu sósíalistanna austantjalds sem trúðu bara á „lýðræðið" á forsendum sósíalismans og almenningur ætti því bara að fá að kjósa á forsendum sósíalismans en ekki í frjálsum kosningum.“ Einn af þeim sem deildu færslu Friðjóns er Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. „Það eru til stórhættulegir stjórnmálamenn,“ skrifar hann. „Það á t.d. við um þá sem kalla opinberlega og án þess að blygðast sín eftir pólitískri ritskoðun yfirvalda á fjölmiðlum. Hvað mun Blaðamannafélagið segja við þessu? Ekkert. Það er of upptekið við að þrífa eftir síðustu gestina í Airbnb-íbúð félagsins.“ Ekki náðist í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar.
Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Píratar Rekstur hins opinbera Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira