Létu ekki brenna líkin sem hrönnuðust upp Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2023 19:20 Rekstur útfararstofunnar hefur gengið brösulega frá því hún var opnuð árið 2017. Minnst 189 lík fundust í húsnæðinu í síðasta mánuði en svo virðist sem um sé að ræða lík sem áttu að vera brennd. AP/Jerilee Bennett Eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum og eiginkona hans voru handtekinn í dag en minnst 189 lík fundust nýverið í húsnæði þeirra. Líkamsleifarnar eru sagðar í misslæmu ásigkomulagi en þær fundust þann 4. október þegar fólk kvartaði undan lykt. Upprunalega var talið að líkin væru 115 en talan hækkaði síðar upp í 189, eftir að rannsakendur luku störfum í útfararstofunni um miðjan október. Hjónin heita Jon og Carrie Hallford og voru þau handtekinn í Oklahoma í dag. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru þau grunuð um fjóra glæpi. Þau eru grunuð um að ólöglega meðferð á líkamsleifum, þjófnað, fjárþvætti og að falsa skjöl. Ættingjar látins fólks sem réðu hjónin óttast að lík ástvina þeirra hafi ekki verið brennd og hafi þess í stað verið geymd í umræddu húsnæði. Á dánarvottorðum segi að hjónin hafi látið brenna líkin í tveimur líkbrennslum. Forsvarsmenn þeirra sögðu blaðamönnum AP þó að þeir hefðu ekki átt í viðskiptum við hjónin á þeim tímabilum sem um er að ræða. Í frétt AP segir að degi eftir að lyktin var tilkynnt til yfirvalda ræddi Jon Hallford við embættismann sem fjallar um starfsemi útfærastofa. Þá hafi hann sagt að hann ætti í „vandræðum“ með húsnæði og hann væri að stunda uppstoppun þar. Fyrirtæki hjónanna hét Return to Nature og var stofnað árið 2017. Það átti að bjóða upp á líkbrennslu og „grænar“ jarðarfarir. Reksturinn hefur gengið illa á undanförnum mánuðum en forsvarsmenn einnar líkbrennslu höfðuðu mál gegn hjónunum vegna vangoldinna reikninga. Tanya Wilson, dóttir einnar konu sem átti að hafa verið brennd, fékk ösku frá þeim Jon og Carrie, sem er ekki aska móðurinnar. Búið er að staðfesta að lík hennar sé eitt af þeim sem fundust í útfararstofunni og hefur dóttirin fengið skartgripi sem fundust á líkinu. „Ég held að enginn fangelsisdómur geti bætt upp fyrir það að bróðir minn hafi þurft að þrífa rotnandi hold móður okkar af armbandi sem við fengum,“ sagði Wilson. Bandaríkin Tengdar fréttir Útfararstjóri játar að hafa stolið rúmlega þrjátíu rotnandi líkum Útfararstjóri í Indiana hefur játað sekt í yfir 40 ákæruliðum þjófnaðar eftir að rotnandi lík rúmlega þrjátíu einstaklinga fundust á útfararstofu hans. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér tólf ára dóm og þarf að greiða 53 fjölskyldum skaðabætur. 28. maí 2023 10:44 Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. 4. janúar 2023 09:10 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Upprunalega var talið að líkin væru 115 en talan hækkaði síðar upp í 189, eftir að rannsakendur luku störfum í útfararstofunni um miðjan október. Hjónin heita Jon og Carrie Hallford og voru þau handtekinn í Oklahoma í dag. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru þau grunuð um fjóra glæpi. Þau eru grunuð um að ólöglega meðferð á líkamsleifum, þjófnað, fjárþvætti og að falsa skjöl. Ættingjar látins fólks sem réðu hjónin óttast að lík ástvina þeirra hafi ekki verið brennd og hafi þess í stað verið geymd í umræddu húsnæði. Á dánarvottorðum segi að hjónin hafi látið brenna líkin í tveimur líkbrennslum. Forsvarsmenn þeirra sögðu blaðamönnum AP þó að þeir hefðu ekki átt í viðskiptum við hjónin á þeim tímabilum sem um er að ræða. Í frétt AP segir að degi eftir að lyktin var tilkynnt til yfirvalda ræddi Jon Hallford við embættismann sem fjallar um starfsemi útfærastofa. Þá hafi hann sagt að hann ætti í „vandræðum“ með húsnæði og hann væri að stunda uppstoppun þar. Fyrirtæki hjónanna hét Return to Nature og var stofnað árið 2017. Það átti að bjóða upp á líkbrennslu og „grænar“ jarðarfarir. Reksturinn hefur gengið illa á undanförnum mánuðum en forsvarsmenn einnar líkbrennslu höfðuðu mál gegn hjónunum vegna vangoldinna reikninga. Tanya Wilson, dóttir einnar konu sem átti að hafa verið brennd, fékk ösku frá þeim Jon og Carrie, sem er ekki aska móðurinnar. Búið er að staðfesta að lík hennar sé eitt af þeim sem fundust í útfararstofunni og hefur dóttirin fengið skartgripi sem fundust á líkinu. „Ég held að enginn fangelsisdómur geti bætt upp fyrir það að bróðir minn hafi þurft að þrífa rotnandi hold móður okkar af armbandi sem við fengum,“ sagði Wilson.
Bandaríkin Tengdar fréttir Útfararstjóri játar að hafa stolið rúmlega þrjátíu rotnandi líkum Útfararstjóri í Indiana hefur játað sekt í yfir 40 ákæruliðum þjófnaðar eftir að rotnandi lík rúmlega þrjátíu einstaklinga fundust á útfararstofu hans. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér tólf ára dóm og þarf að greiða 53 fjölskyldum skaðabætur. 28. maí 2023 10:44 Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. 4. janúar 2023 09:10 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Útfararstjóri játar að hafa stolið rúmlega þrjátíu rotnandi líkum Útfararstjóri í Indiana hefur játað sekt í yfir 40 ákæruliðum þjófnaðar eftir að rotnandi lík rúmlega þrjátíu einstaklinga fundust á útfararstofu hans. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér tólf ára dóm og þarf að greiða 53 fjölskyldum skaðabætur. 28. maí 2023 10:44
Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. 4. janúar 2023 09:10
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila