„Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2023 21:38 Víðir sagði mikilvægt að fólk hefði í huga að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta. Þá sagði hann engan minni mann ef hann leitaði sér aðstoðar vegna ástandsins á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, sagði mikilvægt að muna að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta, þegar hann ræddi jarðhræringar á Reykjanesskaga á íbúafundi í Stapa í Reykjanesbæ í kvöld. Víðir var á meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn, en auk hans voru framsögumenn Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri og jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni, Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, og Páll Erland, forstjóri HS Veitna. Fundargestum gefst einnig kostur á að spyrja hópinn spurninga, en nálgast má streymi frá fundinum hér. „Mest af umræðunni undanfarna daga hefur snúist um áhrifin og hættu á eldgosu. En við megum ekki gleyma því að einn af fylgikvillum þessara umbrota eru jarðskjálftarnir sem mörg okkar hafa fundið ansi hressilega fyrir,“ sagði Víðir og bætti við að slíkir jarðskjálftar geti verið verulega óþægilegir fyrir marga. Búin undir svörtustu sviðsmyndir „Umfjöllunin hefur að miklu leyti snúist um þessar svörtustu spár,“ sagði Víðir. Hann ítrekaði mikilvægi þess að fólk tæki með í reikninginn að margt gæti gerst, og þá annað og minna en svörtustu spár geri ráð fyrir. „Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin. Það er líklegast að það gerist eitthvað annað en það allra svartasta sem við erum að tala um. Það breytir ekki því að við erum búin undir að takast á við mjög erfið verkefni. En við gerum okkur líka grein fyrir því að umræðan hefur verið á þeim nótum, eðlilega til þess að allir séu upplýstir um hvað getur gerst, þá hefur hún verið með þeim hætti að mörgum líður illa.“ Víðir sagði óvissu alltumlykjandi þegar að jarðhræringunum kemur. „Að búa við óvissu getur skapað vanlíðan og það dregur líka úr þolinu okkar, það minnkar seigluna sem við höfum. Endurteknir atburðir, aftur og aftur, geta dregið smám saman úr baráttuþrekinu sem við höfum,“ sagði Víðir. Enginn minni maður sem leitar sér hjálpar Því væri mikilvægt að fólk hugaði hvert að öðru. „Hugsum um andlegu heilsuna, pössum upp á náungann, pössum upp á fólkið sem á erfitt með að afla sér upplýsinga, pössum upp á þá sem skilja ekki aðstæðurnar, ræðum hreinskilið við börnin okkar, ræðum hreinskilið við fjölskylduna, förum eftir þeim leiðbeiningum sem eru birtar og hlustum á þær upplýsingamiðlanir sem eru byggðar á traustum og góðum upplýsingum.“ Þá minnti Víðir á að hægt væri að leita sér aðstoðar við vanlíðan, meðal annars í hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og á netspjallinu 1717.is. Þar sé alltaf hægt að fá aðstoð í fullum trúnaði. „Það er enginn minni maður þó hann leiti sér aðstoðar og er með einhverjar spurningar þegar ástandið er svona,“ sagði Víðir. Þá sagði Víðir að það mikilvægasta sem íbúar jarðskjálftasvæða gætu gert væri að kynna sér viðbragðsáætlanir, huga að eigin viðbrögðum og gera ráðstafanir til að auka eigið öryggi. Þannig megi minnka álag á viðbragðsaðila og kerfi þegar erfiða tíma beri að garði. „Þannig getum við unnið áfram saman í þessu.“ Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Víðir var á meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn, en auk hans voru framsögumenn Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri og jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni, Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, og Páll Erland, forstjóri HS Veitna. Fundargestum gefst einnig kostur á að spyrja hópinn spurninga, en nálgast má streymi frá fundinum hér. „Mest af umræðunni undanfarna daga hefur snúist um áhrifin og hættu á eldgosu. En við megum ekki gleyma því að einn af fylgikvillum þessara umbrota eru jarðskjálftarnir sem mörg okkar hafa fundið ansi hressilega fyrir,“ sagði Víðir og bætti við að slíkir jarðskjálftar geti verið verulega óþægilegir fyrir marga. Búin undir svörtustu sviðsmyndir „Umfjöllunin hefur að miklu leyti snúist um þessar svörtustu spár,“ sagði Víðir. Hann ítrekaði mikilvægi þess að fólk tæki með í reikninginn að margt gæti gerst, og þá annað og minna en svörtustu spár geri ráð fyrir. „Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin. Það er líklegast að það gerist eitthvað annað en það allra svartasta sem við erum að tala um. Það breytir ekki því að við erum búin undir að takast á við mjög erfið verkefni. En við gerum okkur líka grein fyrir því að umræðan hefur verið á þeim nótum, eðlilega til þess að allir séu upplýstir um hvað getur gerst, þá hefur hún verið með þeim hætti að mörgum líður illa.“ Víðir sagði óvissu alltumlykjandi þegar að jarðhræringunum kemur. „Að búa við óvissu getur skapað vanlíðan og það dregur líka úr þolinu okkar, það minnkar seigluna sem við höfum. Endurteknir atburðir, aftur og aftur, geta dregið smám saman úr baráttuþrekinu sem við höfum,“ sagði Víðir. Enginn minni maður sem leitar sér hjálpar Því væri mikilvægt að fólk hugaði hvert að öðru. „Hugsum um andlegu heilsuna, pössum upp á náungann, pössum upp á fólkið sem á erfitt með að afla sér upplýsinga, pössum upp á þá sem skilja ekki aðstæðurnar, ræðum hreinskilið við börnin okkar, ræðum hreinskilið við fjölskylduna, förum eftir þeim leiðbeiningum sem eru birtar og hlustum á þær upplýsingamiðlanir sem eru byggðar á traustum og góðum upplýsingum.“ Þá minnti Víðir á að hægt væri að leita sér aðstoðar við vanlíðan, meðal annars í hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og á netspjallinu 1717.is. Þar sé alltaf hægt að fá aðstoð í fullum trúnaði. „Það er enginn minni maður þó hann leiti sér aðstoðar og er með einhverjar spurningar þegar ástandið er svona,“ sagði Víðir. Þá sagði Víðir að það mikilvægasta sem íbúar jarðskjálftasvæða gætu gert væri að kynna sér viðbragðsáætlanir, huga að eigin viðbrögðum og gera ráðstafanir til að auka eigið öryggi. Þannig megi minnka álag á viðbragðsaðila og kerfi þegar erfiða tíma beri að garði. „Þannig getum við unnið áfram saman í þessu.“
Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira