Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 12:33 Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir að enn sem komið er séu engin merki um að kvika sé að færast ofar í jarðskorpunni. Frá miðætti hafa á þriðja tug jarðskjálfta mælst yfir þremur að stærð og þar af hafa sjö mælst fjórir að stærð og jafnvel stærri. Stærsti skjálftinn upp á 4,8 að stærð reið yfir klukkan 0:46 í nótt og svo fylgdi fjöldinn allur af stórum eftirskjálftum. Stóri skjálftinn í nótt er sá stærsti frá upp hafi jarðskjálftahrinunnar 25. október. Alls hafa 1400 skjálftar mælst á síðasta sólarhring. Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þetta hafa verið brotaskjálfta. Því stærri sem aðalskjálftinn er hverju sinni þeim mun stærri verði eftirskjálftarnir eins og raun bar vitni í nótt. „Það sem við sjáum fyrst og fremst þarna er stór skjálfti og svo eftirskjálftavirkni en það tengist kvikuinnskotinu vegna þess að það eru spennubreytingar sem koma honum af stað en við sjáum ekki nein merki um að þetta hafi komið kviku af stað eða að kvika sé farin að færast ofar í jarðskorpunni. Það er þetta stöðuga landris sem við sjáum.“ Er engin aukning á hraða landrissins eftir þann stóra sem reið yfir í nótt? „Það tekur smá tíma að sjá það,“ segir Benedikt og útskýrði að fleiri gögn þyrfti til að meta hvort hraðinn hafi aukist á landrisinu. Stærðskjálfta á hverju landsvæði fyrir sig er undir því komin hversu þykkur brotakenndi hluti jarðskorpunnar er. Er ekki dálítið óvanalegt að svona stór skjálfti hafi orðið á þessu svæði? „Þetta svæði er metið þannig að það geti borið skjálfta allt upp í 5,5 að stærð og jafnvel aðeins stærri. Við búumst ekki við stórum skjálftum yfir 6 þarna en við búumst við skjálftum, fimm komma eitthvað,“ segir Benedikt. Hamfaraskjálftar sé því ekki inn í myndinni á Reykjanesinu. Benedikt segir að starfsmenn Veðurstofunnar fylgist vel með þróun mála og að í þessum töluðu orðum sé verið að koma fyrir fleiri GPS mælum við Þorbjörn. Hann segir að umræðan í samfélaginu um yfirstandandi jarðhræringar hafi einkennst mjög af tali um allra verstu sviðsmyndina sem engin söguleg gögn séu um að hafi áður gerst en hann útilokaði þú ekki að hún gæti raungerst. Hún sé einfaldlega ekki líklegust. „Líklegasta niðurstaðan er að þetta hætti og ef það fer af stað atburðarás sem endar í gosi þá er lang líklegast að hún taki talsvert marga klukkutíma og jafnvel daga, það er bara það sem reynslan úr öðrum gosum fyrri ára segir okkur,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir aðspurð í samtali við fréttastofu að breytingar á almannavarnastigi sé alltaf í skoðun. Málið snúist um hvort kvika sé að færast ofar í jarðskorpunni sem vísindamenn segja að ekki bendi til á þessari stundu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. 9. nóvember 2023 12:09 „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Alls hafa 1400 skjálftar mælst á síðasta sólarhring. Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þetta hafa verið brotaskjálfta. Því stærri sem aðalskjálftinn er hverju sinni þeim mun stærri verði eftirskjálftarnir eins og raun bar vitni í nótt. „Það sem við sjáum fyrst og fremst þarna er stór skjálfti og svo eftirskjálftavirkni en það tengist kvikuinnskotinu vegna þess að það eru spennubreytingar sem koma honum af stað en við sjáum ekki nein merki um að þetta hafi komið kviku af stað eða að kvika sé farin að færast ofar í jarðskorpunni. Það er þetta stöðuga landris sem við sjáum.“ Er engin aukning á hraða landrissins eftir þann stóra sem reið yfir í nótt? „Það tekur smá tíma að sjá það,“ segir Benedikt og útskýrði að fleiri gögn þyrfti til að meta hvort hraðinn hafi aukist á landrisinu. Stærðskjálfta á hverju landsvæði fyrir sig er undir því komin hversu þykkur brotakenndi hluti jarðskorpunnar er. Er ekki dálítið óvanalegt að svona stór skjálfti hafi orðið á þessu svæði? „Þetta svæði er metið þannig að það geti borið skjálfta allt upp í 5,5 að stærð og jafnvel aðeins stærri. Við búumst ekki við stórum skjálftum yfir 6 þarna en við búumst við skjálftum, fimm komma eitthvað,“ segir Benedikt. Hamfaraskjálftar sé því ekki inn í myndinni á Reykjanesinu. Benedikt segir að starfsmenn Veðurstofunnar fylgist vel með þróun mála og að í þessum töluðu orðum sé verið að koma fyrir fleiri GPS mælum við Þorbjörn. Hann segir að umræðan í samfélaginu um yfirstandandi jarðhræringar hafi einkennst mjög af tali um allra verstu sviðsmyndina sem engin söguleg gögn séu um að hafi áður gerst en hann útilokaði þú ekki að hún gæti raungerst. Hún sé einfaldlega ekki líklegust. „Líklegasta niðurstaðan er að þetta hætti og ef það fer af stað atburðarás sem endar í gosi þá er lang líklegast að hún taki talsvert marga klukkutíma og jafnvel daga, það er bara það sem reynslan úr öðrum gosum fyrri ára segir okkur,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir aðspurð í samtali við fréttastofu að breytingar á almannavarnastigi sé alltaf í skoðun. Málið snúist um hvort kvika sé að færast ofar í jarðskorpunni sem vísindamenn segja að ekki bendi til á þessari stundu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. 9. nóvember 2023 12:09 „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
„Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. 9. nóvember 2023 12:09
„Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30