Tefjast orkuskiptin vegna 208 króna á mánuði? Haraldur Þór Jónsson skrifar 10. nóvember 2023 07:00 Það hefur mikið verið rætt og skrifað um boðuð orkuskipti. Ekki hefur skort á samtalið, samráðið, orkufundi, ráðstefnur, málstofur og vinnuhópana í umræðu um boðuð orkuskipti. Allir eru sammála um kosti þess að skipta út jarðefnaeldsneyti og verða efnahagslega sjálfstæð þjóð þegar kemur að orkunotkun. Fyrr á þessu ári kom babb í bátinn. Sveitarfélögin sem hafa megnið af orkuvinnslunni í sínu nærumhverfi sýndu fram á það að það að takmarkaður ávinningur er fyrir nærsamfélagið í núverandi lagaumgjörð orkuvinnslu. Orkumannvirki skila takmörkuðum störfum í sitt nærumhverfi og 95% af orkumannvirkjum eru undanþegin fasteignasköttum. Sveitarfélögin með orkumannvirkin í sínu nærumhverfi fá því ekki tekjur í gegnum lögbundna tekjustofna sína. Þess vegna hættu fjölmörg sveitarfélög að skipuleggja orkumannvirki í byrjun þessa árs og við horfðum fram á virkjanastopp á sama tíma og við ætluðum að fara í orkuskipti. En hvað hefur gerst síðan? Jú, sveitarfélögin hafa unnið heimavinnuna og lagt fram fullmótaðar tillögur um hvernig hægt er að skapa sanngjarna umgjörð svo nærumhverfi orkuvinnslu fái sanngjarnar tekjur af grænni orkuframleiðslu. Breið samstaða er á bak við tillögurnar hjá sveitarfélögunum. Engir aðrir hagaðilar orkuframleiðslu né ríkisvaldið hafa komið fram með tillögur um breytingar á núverandi lagaumgjörð sem tryggir forsendur þess að ríkið og sveitarfélögin geti farið að vinna saman að boðuðum orkuskiptum. Kröfur sveitarfélaganna eru ekki miklar, einungis að orkufyrirtækin á Íslandi greiði sambærilega skatta til sveitarfélaganna eins og í Noregi. Í skýrslu sem Háskólinn á Bifröst vann fyrir Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið kemur fram að ef undanþága orkufyrirtækjanna frá lögbundnum tekjustofnum sveitarfélaga yrði afnumin og greiddur yrði skattur til sveitarfélaganna í samræmi við tillögur sveitarfélaganna þyrfti verð á rafmagni að hækka um 0,5 kr./kWst ef því yrði veitt að fullu út í verðlagið, sem engin þörf er á að gera þar sem arðsemi orkufyrirtækjanna hleypur á tugum milljarða. Meðal raforkunotkun heimilis er 5.000 kWst á ári. Að velta öllum kostnaðinum út í verðlagið þýðir árs hækkun uppá 2.500kr. eða 208kr. á mánuði fyrir meðal heimili á Íslandi. Boltinn liggur því hjá ríkisvaldinu að afnema undanþágu orkufyrirtækjanna frá lögboðnum tekjustofni sveitarfélaganna og skapa sanngjarna lagaumgjörð fyrir ríki og sveitarfélög. Sveitarfélögin eru sannarlega tilbúin í orkuskipti sem auka lífsgæði allra íbúa landsins, bæði íbúa í nærumhverfi orkuvinnslu sem og þeirra sem nota orkuna. Höfundur er oddviti og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það hefur mikið verið rætt og skrifað um boðuð orkuskipti. Ekki hefur skort á samtalið, samráðið, orkufundi, ráðstefnur, málstofur og vinnuhópana í umræðu um boðuð orkuskipti. Allir eru sammála um kosti þess að skipta út jarðefnaeldsneyti og verða efnahagslega sjálfstæð þjóð þegar kemur að orkunotkun. Fyrr á þessu ári kom babb í bátinn. Sveitarfélögin sem hafa megnið af orkuvinnslunni í sínu nærumhverfi sýndu fram á það að það að takmarkaður ávinningur er fyrir nærsamfélagið í núverandi lagaumgjörð orkuvinnslu. Orkumannvirki skila takmörkuðum störfum í sitt nærumhverfi og 95% af orkumannvirkjum eru undanþegin fasteignasköttum. Sveitarfélögin með orkumannvirkin í sínu nærumhverfi fá því ekki tekjur í gegnum lögbundna tekjustofna sína. Þess vegna hættu fjölmörg sveitarfélög að skipuleggja orkumannvirki í byrjun þessa árs og við horfðum fram á virkjanastopp á sama tíma og við ætluðum að fara í orkuskipti. En hvað hefur gerst síðan? Jú, sveitarfélögin hafa unnið heimavinnuna og lagt fram fullmótaðar tillögur um hvernig hægt er að skapa sanngjarna umgjörð svo nærumhverfi orkuvinnslu fái sanngjarnar tekjur af grænni orkuframleiðslu. Breið samstaða er á bak við tillögurnar hjá sveitarfélögunum. Engir aðrir hagaðilar orkuframleiðslu né ríkisvaldið hafa komið fram með tillögur um breytingar á núverandi lagaumgjörð sem tryggir forsendur þess að ríkið og sveitarfélögin geti farið að vinna saman að boðuðum orkuskiptum. Kröfur sveitarfélaganna eru ekki miklar, einungis að orkufyrirtækin á Íslandi greiði sambærilega skatta til sveitarfélaganna eins og í Noregi. Í skýrslu sem Háskólinn á Bifröst vann fyrir Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið kemur fram að ef undanþága orkufyrirtækjanna frá lögbundnum tekjustofnum sveitarfélaga yrði afnumin og greiddur yrði skattur til sveitarfélaganna í samræmi við tillögur sveitarfélaganna þyrfti verð á rafmagni að hækka um 0,5 kr./kWst ef því yrði veitt að fullu út í verðlagið, sem engin þörf er á að gera þar sem arðsemi orkufyrirtækjanna hleypur á tugum milljarða. Meðal raforkunotkun heimilis er 5.000 kWst á ári. Að velta öllum kostnaðinum út í verðlagið þýðir árs hækkun uppá 2.500kr. eða 208kr. á mánuði fyrir meðal heimili á Íslandi. Boltinn liggur því hjá ríkisvaldinu að afnema undanþágu orkufyrirtækjanna frá lögboðnum tekjustofni sveitarfélaganna og skapa sanngjarna lagaumgjörð fyrir ríki og sveitarfélög. Sveitarfélögin eru sannarlega tilbúin í orkuskipti sem auka lífsgæði allra íbúa landsins, bæði íbúa í nærumhverfi orkuvinnslu sem og þeirra sem nota orkuna. Höfundur er oddviti og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun