„Hún er það góð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2023 16:30 Caitlin Clark er frábær leikmaður og algjör lykilleikmaður hjá Iowa Hawkeyes. Getty/G Fiume Caitlin Clark er fyrir löngu orðin stórstjarna í bandarísku íþróttalífi eftir frammistöðu sína í bandaríska háskólakörfuboltanum síðustu ár. NBA stórstjörnur eru meðal þeirra sem hafa dásamað leik hennar og áhuginn á skólaliði hennar er rosalegur sem sést á því að miðar á leiki liðsins fjúka út. Clark hafði leikandi getað komist að í WNBA deildinni en ákvað að klára fjórða árið sitt í Iowa skólanum. Hún er sannkölluð súperstjarna og WNBA liðin vonast til að fá fyrsta valrétt til að geta valið hana. Clark er nú mætt aftur til leiks á lokaári sínu með Iowaa og hún var heldur betur í stuði í leik á móti Virginia Tech. Hún skoraði 44 stig í leiknum auk þess að gefa 6 stoðsendingar og taka 8 fráköst. Hún átti beinan þátt í 19 af 28 körfum Iowa liðsins. 40-point games vs. AP Top 10 opponents, since 2021-22:Caitlin Clark, @IowaWBB: 4All other men & women combined: 0 pic.twitter.com/sxeMEAdFhR— OptaSTATS (@OptaSTATS) November 10, 2023 Iowa þurfti líka á öllum hennar stigum að halda því liðið rétt marði sigur 80-76. Kenny Brooks, þjálfari Virginia Tech, hristi bara hausinn þegar hann var spurður út í hvað hann reyndi til að hægja á Clark. „Ég elska stelpurnar í mínu liði en stundum ertu að spila damm þegar mótherjinn er að spila skák. Hún er það góð,“ sagði Kenny Brooks. Clark hefði getað verið með miklu fleiri stoðsendingar því liðsfélagar hennar fóru oft illa með sniðskot sem hún bjó til fyrir þá. „Hún er einn allra besti leikmaður sinnar kynslóðar og við munum fá að fylgjast lengi með henni spila á mjög háu getustigi,“ sagði Brooks. Eftir að leiknum lauk þá þyrptust að henni ungir krakkar í Iowa treyju númer 22 sem vildu fá eiginhandaráritun frá henni. Hún eyddi nokkrum mínútum í að gefa þær áður en hún var kölluð inn í klefa. Caitlin Clark tonight! 44 Points 13/31 Shooting 13/17 Free Throws 8 Rebounds 6 Assists 5 Threes 1 Turnover Video: @IQfor3 pic.twitter.com/Satjtk9CdK— Ballislife.com (@Ballislife) November 10, 2023 Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
NBA stórstjörnur eru meðal þeirra sem hafa dásamað leik hennar og áhuginn á skólaliði hennar er rosalegur sem sést á því að miðar á leiki liðsins fjúka út. Clark hafði leikandi getað komist að í WNBA deildinni en ákvað að klára fjórða árið sitt í Iowa skólanum. Hún er sannkölluð súperstjarna og WNBA liðin vonast til að fá fyrsta valrétt til að geta valið hana. Clark er nú mætt aftur til leiks á lokaári sínu með Iowaa og hún var heldur betur í stuði í leik á móti Virginia Tech. Hún skoraði 44 stig í leiknum auk þess að gefa 6 stoðsendingar og taka 8 fráköst. Hún átti beinan þátt í 19 af 28 körfum Iowa liðsins. 40-point games vs. AP Top 10 opponents, since 2021-22:Caitlin Clark, @IowaWBB: 4All other men & women combined: 0 pic.twitter.com/sxeMEAdFhR— OptaSTATS (@OptaSTATS) November 10, 2023 Iowa þurfti líka á öllum hennar stigum að halda því liðið rétt marði sigur 80-76. Kenny Brooks, þjálfari Virginia Tech, hristi bara hausinn þegar hann var spurður út í hvað hann reyndi til að hægja á Clark. „Ég elska stelpurnar í mínu liði en stundum ertu að spila damm þegar mótherjinn er að spila skák. Hún er það góð,“ sagði Kenny Brooks. Clark hefði getað verið með miklu fleiri stoðsendingar því liðsfélagar hennar fóru oft illa með sniðskot sem hún bjó til fyrir þá. „Hún er einn allra besti leikmaður sinnar kynslóðar og við munum fá að fylgjast lengi með henni spila á mjög háu getustigi,“ sagði Brooks. Eftir að leiknum lauk þá þyrptust að henni ungir krakkar í Iowa treyju númer 22 sem vildu fá eiginhandaráritun frá henni. Hún eyddi nokkrum mínútum í að gefa þær áður en hún var kölluð inn í klefa. Caitlin Clark tonight! 44 Points 13/31 Shooting 13/17 Free Throws 8 Rebounds 6 Assists 5 Threes 1 Turnover Video: @IQfor3 pic.twitter.com/Satjtk9CdK— Ballislife.com (@Ballislife) November 10, 2023
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira