Gerir ekki lítið úr alvarleikanum en segir alls ekki tímabært að rýma Grindavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 14:47 Magnús Tumi prófessor segir að vel sé fylgst með þróun mála og að ef kæmi til goss yrði ráðrúm til að aðhafast. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segist ekki vilja gera lítið úr alvarleika þess sem á sér nú stað á Reykjanesi en að flestir vísindamenn telji að taka þurfi á þessum atburðum með ró og yfirvegun. Á þessari stundu sé ekkert sem bendi til þess að gjósi bráðlega. Vísindamenn á Veðurstofu Íslands hafa talað einum rómi. Engin merki séu um að kvika sé að færast ofar í jarðskorpunni og lagt áherslu á að afar ólíklegt sé að versta sviðsmyndin raungerist og sagt líklegast að þenslan og skjálftarnir hætti án eldgoss. Tveir mikilsmetnir prófessorar sem báðir starfa við Háskóla Íslands hafa ítrekað mikilvægi þess að koma upp varnargörðum. Annar þeirra vill rýma Grindavík og hinn segir að það sé einungis dagaspursmál hvenær gjósi. Fólk ringlað vegna ólíkrar sýnar á þróunina Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði var spurður hvað væri þess valdandi að vísindamenn hefðu svo ólíka sýn og túlkun á þróunina en samt aðgang að sömu gögnum. Og væri það nema von að fólk væri dálítið ringlað? „Ég held að sýnin sé nú kannski ekki alveg svo misjöfn, það er aðeins misjafnt hvernig menn leggja þetta upp. Þegar verið er að horfa á svona atburði þá er best að horfa á annars vegar söguna; hvernig hegða mismunandi svæði sér og hvað segja gögnin sem núna eru aðallega aflögunargögn og jarðskjálftagögn og hvernig ber að túlka þetta.“ Sjá nánar: Íbúar í Grindavík geta verið rólegir „Það sem er kannski mikilvægast er að kvikan er safnast fyrir á fimm km dýpi og þetta getur endað með eldgosi, það vita það allir en það er algengara almennt séð að svona innskot hætti áður en að gýs en við getum ekkert gefið okkur neitt í þessum efnum.“ Kvika sé ekki farin að brjóta sér leið síðustu fimm kílómetrana Magnús Tumi undirstrikar að á Veðurstofunni séu margir vísinda-og fræðimenn sem rýni í þau gögn sem til staðar eru hverju sinni. Hans túlkun þróuninni sé sú sama og annarra á Veðurstofu Íslands. „Það er kannski blæbrigðamunur hvernig fólk horfir á þetta en varðandi þá mynd sem Veðurstofan setur fram þá er hún niðurstaða hópfunda þar sem koma margir fram og kynna mismunandi gögn og síðan er komist að niðurstöðu. Aðalatriðið í þessu núna er það að kvika er ekki að brjótast upp þessa síðustu fimm kílómetra sem er býsna mikill þröskuldur og ef það færi að gerast þá eru skammtímaforboðar sem ekki færu framhjá og þeir hafa ekki gert það í áratugi að eitthvað slíkt sé að gerast og það eru nokkrir klukkutímar eða jafnvel nokkrir dagar eins og hefur verið í Reykjaneseldum fram að þessu eða sem sagt í Fagradalsfjalli.“ Slík merki um að bráðlega gjósi sjáist ekki á þessari stundu. „Kvikan er ekki byrjuð að brjóta sér leið upp til yfirborðs en við þurfum að vera viðbúin þeirri sviðsmynd en það mun gefast ákveðinn fyrirvari til bregðast við. Það eru vissulega mismunandi sjónarmið en mikill meirihluti er á því og svona flestir að við þurfum að taka þessum atburðum með ró og yfirvegun.“ Kvikuinnskotið við Þorbjörn er það fimmta í röðinni og þenslan í núverandi lotu er hraðari en fyrri. „Við skulum ekkert gera lítið úr því að ástandið er alvarlegt og það er fylgst með því mjög náið en við erum alls ekki komin þangað að það sé ástæða til að rýma Grindavík til dæmis. Það er ekkert hægt að útiloka að til þess komi en við erum bara alls ekki þar.“ Það sé meira en að segja það að rýma heilt bæjarfélag. “Það er meiriháttar röskun og fullt af vandamálum sem fylgir því. Það er ekkert í lífinu án áhættu og hver er ásættanleg áhætta? Miðað við stöðuna þá er áhættan í Grindavík gagnvart fólki bara mjög lítil. Það getur orðið eignatjón síðar ef verstu sviðsmyndir raungerast sem er alls ekki það líklegasta. Því gos sem hafa orðið þarna búa ekki til neitt mjög stór hraun. Það eru ekki mjög stór gos sem verða þarna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Öflug skjálftahrina hófst í morgunsárið eftir rólegheitin í nótt Fremur öflug skjálftahrina tók sig upp að nýju í morgun eftir tiltölulega rólega nótt á Reykjanesinu. Nokkrir stærri skjálftar hafa riðið yfir frá því um átta leytið í morgun, sjö þeirra voru yfir 3 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að íbúar svæðisins megi áfram að búast við öflugum skjálftum allt að fimm að stærð. 10. nóvember 2023 12:19 Leggja fram frumvarp um byggingu varnargarða Ríkisstjórn mun leggja fram frumvarp um byggingu varnargarða í Svartsengi. Frumvarpið er byggt á tillögu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Næst fer málið fyrir þing. Rætt verður við formenn allra flokka í dag. 10. nóvember 2023 12:13 „Íbúar í Grindavík geta verið rólegir“ HS orka undirbýr nú varnargarða vegna mögulegs eldgoss nærri Grindavík. Yfirlögregluþjónn almannavarna segir mjög litlar líkur á að gos sem hæfist núna hefði áhrif í Grindavík með stuttum fyrirvara, því geti íbúar Grindavíkur verið rólegir. 9. nóvember 2023 21:15 Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana Frá miðætti hafa á þriðja tug jarðskjálfta mælst yfir þremur að stærð og þar af hafa sjö mælst fjórir að stærð og jafnvel stærri. Stærsti skjálftinn upp á 4,8 að stærð reið yfir klukkan 0:46 í nótt og svo fylgdi fjöldinn allur af stórum eftirskjálftum. Stóri skjálftinn í nótt er sá stærsti frá upp hafi jarðskjálftahrinunnar 25. október. 9. nóvember 2023 12:33 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Sjá meira
Vísindamenn á Veðurstofu Íslands hafa talað einum rómi. Engin merki séu um að kvika sé að færast ofar í jarðskorpunni og lagt áherslu á að afar ólíklegt sé að versta sviðsmyndin raungerist og sagt líklegast að þenslan og skjálftarnir hætti án eldgoss. Tveir mikilsmetnir prófessorar sem báðir starfa við Háskóla Íslands hafa ítrekað mikilvægi þess að koma upp varnargörðum. Annar þeirra vill rýma Grindavík og hinn segir að það sé einungis dagaspursmál hvenær gjósi. Fólk ringlað vegna ólíkrar sýnar á þróunina Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði var spurður hvað væri þess valdandi að vísindamenn hefðu svo ólíka sýn og túlkun á þróunina en samt aðgang að sömu gögnum. Og væri það nema von að fólk væri dálítið ringlað? „Ég held að sýnin sé nú kannski ekki alveg svo misjöfn, það er aðeins misjafnt hvernig menn leggja þetta upp. Þegar verið er að horfa á svona atburði þá er best að horfa á annars vegar söguna; hvernig hegða mismunandi svæði sér og hvað segja gögnin sem núna eru aðallega aflögunargögn og jarðskjálftagögn og hvernig ber að túlka þetta.“ Sjá nánar: Íbúar í Grindavík geta verið rólegir „Það sem er kannski mikilvægast er að kvikan er safnast fyrir á fimm km dýpi og þetta getur endað með eldgosi, það vita það allir en það er algengara almennt séð að svona innskot hætti áður en að gýs en við getum ekkert gefið okkur neitt í þessum efnum.“ Kvika sé ekki farin að brjóta sér leið síðustu fimm kílómetrana Magnús Tumi undirstrikar að á Veðurstofunni séu margir vísinda-og fræðimenn sem rýni í þau gögn sem til staðar eru hverju sinni. Hans túlkun þróuninni sé sú sama og annarra á Veðurstofu Íslands. „Það er kannski blæbrigðamunur hvernig fólk horfir á þetta en varðandi þá mynd sem Veðurstofan setur fram þá er hún niðurstaða hópfunda þar sem koma margir fram og kynna mismunandi gögn og síðan er komist að niðurstöðu. Aðalatriðið í þessu núna er það að kvika er ekki að brjótast upp þessa síðustu fimm kílómetra sem er býsna mikill þröskuldur og ef það færi að gerast þá eru skammtímaforboðar sem ekki færu framhjá og þeir hafa ekki gert það í áratugi að eitthvað slíkt sé að gerast og það eru nokkrir klukkutímar eða jafnvel nokkrir dagar eins og hefur verið í Reykjaneseldum fram að þessu eða sem sagt í Fagradalsfjalli.“ Slík merki um að bráðlega gjósi sjáist ekki á þessari stundu. „Kvikan er ekki byrjuð að brjóta sér leið upp til yfirborðs en við þurfum að vera viðbúin þeirri sviðsmynd en það mun gefast ákveðinn fyrirvari til bregðast við. Það eru vissulega mismunandi sjónarmið en mikill meirihluti er á því og svona flestir að við þurfum að taka þessum atburðum með ró og yfirvegun.“ Kvikuinnskotið við Þorbjörn er það fimmta í röðinni og þenslan í núverandi lotu er hraðari en fyrri. „Við skulum ekkert gera lítið úr því að ástandið er alvarlegt og það er fylgst með því mjög náið en við erum alls ekki komin þangað að það sé ástæða til að rýma Grindavík til dæmis. Það er ekkert hægt að útiloka að til þess komi en við erum bara alls ekki þar.“ Það sé meira en að segja það að rýma heilt bæjarfélag. “Það er meiriháttar röskun og fullt af vandamálum sem fylgir því. Það er ekkert í lífinu án áhættu og hver er ásættanleg áhætta? Miðað við stöðuna þá er áhættan í Grindavík gagnvart fólki bara mjög lítil. Það getur orðið eignatjón síðar ef verstu sviðsmyndir raungerast sem er alls ekki það líklegasta. Því gos sem hafa orðið þarna búa ekki til neitt mjög stór hraun. Það eru ekki mjög stór gos sem verða þarna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Öflug skjálftahrina hófst í morgunsárið eftir rólegheitin í nótt Fremur öflug skjálftahrina tók sig upp að nýju í morgun eftir tiltölulega rólega nótt á Reykjanesinu. Nokkrir stærri skjálftar hafa riðið yfir frá því um átta leytið í morgun, sjö þeirra voru yfir 3 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að íbúar svæðisins megi áfram að búast við öflugum skjálftum allt að fimm að stærð. 10. nóvember 2023 12:19 Leggja fram frumvarp um byggingu varnargarða Ríkisstjórn mun leggja fram frumvarp um byggingu varnargarða í Svartsengi. Frumvarpið er byggt á tillögu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Næst fer málið fyrir þing. Rætt verður við formenn allra flokka í dag. 10. nóvember 2023 12:13 „Íbúar í Grindavík geta verið rólegir“ HS orka undirbýr nú varnargarða vegna mögulegs eldgoss nærri Grindavík. Yfirlögregluþjónn almannavarna segir mjög litlar líkur á að gos sem hæfist núna hefði áhrif í Grindavík með stuttum fyrirvara, því geti íbúar Grindavíkur verið rólegir. 9. nóvember 2023 21:15 Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana Frá miðætti hafa á þriðja tug jarðskjálfta mælst yfir þremur að stærð og þar af hafa sjö mælst fjórir að stærð og jafnvel stærri. Stærsti skjálftinn upp á 4,8 að stærð reið yfir klukkan 0:46 í nótt og svo fylgdi fjöldinn allur af stórum eftirskjálftum. Stóri skjálftinn í nótt er sá stærsti frá upp hafi jarðskjálftahrinunnar 25. október. 9. nóvember 2023 12:33 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Sjá meira
Öflug skjálftahrina hófst í morgunsárið eftir rólegheitin í nótt Fremur öflug skjálftahrina tók sig upp að nýju í morgun eftir tiltölulega rólega nótt á Reykjanesinu. Nokkrir stærri skjálftar hafa riðið yfir frá því um átta leytið í morgun, sjö þeirra voru yfir 3 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að íbúar svæðisins megi áfram að búast við öflugum skjálftum allt að fimm að stærð. 10. nóvember 2023 12:19
Leggja fram frumvarp um byggingu varnargarða Ríkisstjórn mun leggja fram frumvarp um byggingu varnargarða í Svartsengi. Frumvarpið er byggt á tillögu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Næst fer málið fyrir þing. Rætt verður við formenn allra flokka í dag. 10. nóvember 2023 12:13
„Íbúar í Grindavík geta verið rólegir“ HS orka undirbýr nú varnargarða vegna mögulegs eldgoss nærri Grindavík. Yfirlögregluþjónn almannavarna segir mjög litlar líkur á að gos sem hæfist núna hefði áhrif í Grindavík með stuttum fyrirvara, því geti íbúar Grindavíkur verið rólegir. 9. nóvember 2023 21:15
Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana Frá miðætti hafa á þriðja tug jarðskjálfta mælst yfir þremur að stærð og þar af hafa sjö mælst fjórir að stærð og jafnvel stærri. Stærsti skjálftinn upp á 4,8 að stærð reið yfir klukkan 0:46 í nótt og svo fylgdi fjöldinn allur af stórum eftirskjálftum. Stóri skjálftinn í nótt er sá stærsti frá upp hafi jarðskjálftahrinunnar 25. október. 9. nóvember 2023 12:33