Sextíu prósent karlmanna hlynntir kvennaverkfallinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2023 15:28 Frá samstöðufundinum á Arnarhóli. Vísir/Vilhelm Rúmlega 35 prósent kvenna sóttu samstöðufund Kvennaverkfallsins á Arnarhóli eða annars staðar á landinu. Mikill meirihluti landsmanna var hlynntur aðgerðunum. Sex af hverjum tíu körlum voru hlynntir aðgerðum en um fjórtán prósent þeirra andvígir. Konur og kvár lögðu niður störf um allt land þann 24. október. Talið er að allt að hundrað þúsund manns hafi mætt á samstöðufund á Arnarhóli. Þá fóru fram samstöðufundir víðar um land. Í nýrri könnun Prósents var spurt út í viðhorf fólks til fundarins og mætingu. Konur og kvár voru spurð hvort þau hefðu sótt fundinn. Um 36 prósent kvenna sögðust hafa mætt en ekkert kvár svaraði könnuninni. Um 65 prósent þeirra mættu ekki á fund. Lögregla áætlaði að allt að hundrað þúsund manns hefðu mætt á samstöðufundinn á Arnarhóli. Samkvæmt könnun Prósents virðist sú tala vel í efri kantinum miðað við könnun Prósents. Miðað við könnunina má áætla að fjöldi á samkomunni hafi verið á milli fimmtíu og sextíu þúsund. Fjölmörg skilti voru á lofti.Vísir/vilhelm Um 40 prósent kvenna sem búsettar eru í Reykjavík mættu á samstöðufund í samanburði við um 33% kvenna sem búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og um 31% á landsbyggðinni. Hlutfall kvenna sem mættu var hærra í tekjuhæsta hópnum í samanburði við þann tekjulægsta. Um 27 prósent kvenna með einstaklingstekjur undir 400 þúsund krónur mættu í samanburði við 42 prósent kvenna með einstaklingstekjur að upphæð 800 þúsund krónur eða hærri. Um 73 prósent svarenda sem tóku afstöðu voru hlynnt verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins. Um 18 prósent voru hvorki hlynnt né andvíg og um níu prósent voru andvíg. Martækur munur var á afstöðu eftir kyni. Um 87 prósent kvenna voru hlynnt verkfallsaðgerðum í samanburði við um 60 prósent karla. 26 prósent karla féll í flokkinn hvorki né. 14 prósent karla voru andvíg aðgerðum. Mannhafið var rosalegt og lögregla hafði aldrei séð annað eins í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Þau sem eru 18 til 24 ára voru hlynntari verkfallsaðgerðum en þau sem eldri eru. Hæsta hlutfall hlynntra var í þeim flokki eða rúm 78 prósent. Lægst var hlutfallið í flokki 55-64 ára eða 65 prósent. Þá var fólk spurt hversu sammála eða ósammála það væri fullyrðingunni: „Ég tel að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára.“ Um 66 prósent þjóðarinnar voru sammála fullyrðingunni að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára, 22 prósent voru hvorki sammála né ósammála og 12 prósent ósammála. Niðurstöður könnunarinnar má sjá í heild í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Kvennaverkfall-PrósentPDF382KBSækja skjal Kvennaverkfall Skoðanakannanir Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Konur og kvár lögðu niður störf um allt land þann 24. október. Talið er að allt að hundrað þúsund manns hafi mætt á samstöðufund á Arnarhóli. Þá fóru fram samstöðufundir víðar um land. Í nýrri könnun Prósents var spurt út í viðhorf fólks til fundarins og mætingu. Konur og kvár voru spurð hvort þau hefðu sótt fundinn. Um 36 prósent kvenna sögðust hafa mætt en ekkert kvár svaraði könnuninni. Um 65 prósent þeirra mættu ekki á fund. Lögregla áætlaði að allt að hundrað þúsund manns hefðu mætt á samstöðufundinn á Arnarhóli. Samkvæmt könnun Prósents virðist sú tala vel í efri kantinum miðað við könnun Prósents. Miðað við könnunina má áætla að fjöldi á samkomunni hafi verið á milli fimmtíu og sextíu þúsund. Fjölmörg skilti voru á lofti.Vísir/vilhelm Um 40 prósent kvenna sem búsettar eru í Reykjavík mættu á samstöðufund í samanburði við um 33% kvenna sem búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og um 31% á landsbyggðinni. Hlutfall kvenna sem mættu var hærra í tekjuhæsta hópnum í samanburði við þann tekjulægsta. Um 27 prósent kvenna með einstaklingstekjur undir 400 þúsund krónur mættu í samanburði við 42 prósent kvenna með einstaklingstekjur að upphæð 800 þúsund krónur eða hærri. Um 73 prósent svarenda sem tóku afstöðu voru hlynnt verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins. Um 18 prósent voru hvorki hlynnt né andvíg og um níu prósent voru andvíg. Martækur munur var á afstöðu eftir kyni. Um 87 prósent kvenna voru hlynnt verkfallsaðgerðum í samanburði við um 60 prósent karla. 26 prósent karla féll í flokkinn hvorki né. 14 prósent karla voru andvíg aðgerðum. Mannhafið var rosalegt og lögregla hafði aldrei séð annað eins í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Þau sem eru 18 til 24 ára voru hlynntari verkfallsaðgerðum en þau sem eldri eru. Hæsta hlutfall hlynntra var í þeim flokki eða rúm 78 prósent. Lægst var hlutfallið í flokki 55-64 ára eða 65 prósent. Þá var fólk spurt hversu sammála eða ósammála það væri fullyrðingunni: „Ég tel að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára.“ Um 66 prósent þjóðarinnar voru sammála fullyrðingunni að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára, 22 prósent voru hvorki sammála né ósammála og 12 prósent ósammála. Niðurstöður könnunarinnar má sjá í heild í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Kvennaverkfall-PrósentPDF382KBSækja skjal
Kvennaverkfall Skoðanakannanir Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira