Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 16:03 Ása hefur farið fram á að bandaríska alríkislögreglan bæti henni það tjón sem varð við húsleit á heimili hennar í sumar. Vísir/Getty Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. Frá þessu greinir í frétt Daily Mail en Vísir hefur áður fjallað um húsleitina og það tjón sem Ása varð fyrir við hana. Ása sagði í samtali við New York Post í ágúst að skemmdirnar á heimili hennar væru svo miklar að varla væri hægt að búa á heimilinu. Lögreglan hafi rústað heimilinu í eit sinni að sönnunargögnum og sagði hún skemmdirnar svo miklar að hún ætti ekki einu sinni rúm til að sofa í. Grunaður um fleiri morð Fram kemur í frétt Daily Mail að Ása hafi í gær heimsótt Heuermann í fyrsta sinn í fangelsi, þar sem hann hefur dúsað frá handtöku 13. júlí síðastliðinn. Ása fór fram á skilnað sex dögum eftir að Heuermann var ákærður fyrir morðið á þremur kynlífsverkakonum. Líkamleifar kvennanna þriggja fundust við umfangsmikla leit á Gilgo ströndinni á Long Island á árunum 2010 og 2011. Alls fundust líkamsleifar ellefu manna. Konurnar þrjár sem búið er að ákæra Heuermann fyrir að myrða hétu Megan Waterman, sem var 22 ára, Melissa Barthelemy, sem var 24 ára, og Amber Lynn Costello, 27 ára. Þá er hann grunaður um að hafa myrt hina 25 ára gömlu Maureen Brainard-Barnes. Auk þess hefur Rodney K. Harrison, lögreglustjórinn í Suffolk, bætt tveimur rannsakendum við teymið sem rannsakar morð Valerie Mack og Karen Vergata. Heuermann er efstur á lista grunaðra í því máli. Hrædd um að Ása missi sjúkratryggingu Eins og Vísir hefur greint frá glímir Ása bæði við krabbamein í húð og brjósti. Haft er eftir Robert Macedonio, lögfræðingi Ásu, í frétt Daily Mail, að vegna skilnaðarins gæti Ása mist sjúkratrygginguna, sem hún þarf til að niðurgreiða krabbameinsmeðferðina. Tryggin hafi verið hluti af starfssamningi Heuermann og gangi skilnaðurinn í gegn muni hún líklega missa trygginguna. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Íslendingar erlendis Erlend sakamál Tengdar fréttir „Hann er ekki sekur“ Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur. 28. september 2023 11:03 Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34 Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Frá þessu greinir í frétt Daily Mail en Vísir hefur áður fjallað um húsleitina og það tjón sem Ása varð fyrir við hana. Ása sagði í samtali við New York Post í ágúst að skemmdirnar á heimili hennar væru svo miklar að varla væri hægt að búa á heimilinu. Lögreglan hafi rústað heimilinu í eit sinni að sönnunargögnum og sagði hún skemmdirnar svo miklar að hún ætti ekki einu sinni rúm til að sofa í. Grunaður um fleiri morð Fram kemur í frétt Daily Mail að Ása hafi í gær heimsótt Heuermann í fyrsta sinn í fangelsi, þar sem hann hefur dúsað frá handtöku 13. júlí síðastliðinn. Ása fór fram á skilnað sex dögum eftir að Heuermann var ákærður fyrir morðið á þremur kynlífsverkakonum. Líkamleifar kvennanna þriggja fundust við umfangsmikla leit á Gilgo ströndinni á Long Island á árunum 2010 og 2011. Alls fundust líkamsleifar ellefu manna. Konurnar þrjár sem búið er að ákæra Heuermann fyrir að myrða hétu Megan Waterman, sem var 22 ára, Melissa Barthelemy, sem var 24 ára, og Amber Lynn Costello, 27 ára. Þá er hann grunaður um að hafa myrt hina 25 ára gömlu Maureen Brainard-Barnes. Auk þess hefur Rodney K. Harrison, lögreglustjórinn í Suffolk, bætt tveimur rannsakendum við teymið sem rannsakar morð Valerie Mack og Karen Vergata. Heuermann er efstur á lista grunaðra í því máli. Hrædd um að Ása missi sjúkratryggingu Eins og Vísir hefur greint frá glímir Ása bæði við krabbamein í húð og brjósti. Haft er eftir Robert Macedonio, lögfræðingi Ásu, í frétt Daily Mail, að vegna skilnaðarins gæti Ása mist sjúkratrygginguna, sem hún þarf til að niðurgreiða krabbameinsmeðferðina. Tryggin hafi verið hluti af starfssamningi Heuermann og gangi skilnaðurinn í gegn muni hún líklega missa trygginguna.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Íslendingar erlendis Erlend sakamál Tengdar fréttir „Hann er ekki sekur“ Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur. 28. september 2023 11:03 Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34 Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
„Hann er ekki sekur“ Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur. 28. september 2023 11:03
Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34
Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31