Samtals hefur 321 skjálfti mælst yfir þrír að stærð síðustu tvo sólarhringa. 280 þeirra hafa átt sér stað síðan klukkan fimm í dag samkvæmt vef Veðurstofunnar.

Skjálftarnir í heild sinni eru 2057 talsins séu þeir sem eru minni en þrír taldir með. Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist 5,2 að stærð.