Saknar 67 gæludýra sinna sem urðu eftir í Grindavík Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. nóvember 2023 21:55 Hafliði Hjaltalín yfirgaf Grindavík í gær áður en bærinn var rýmdur. Hann bjóst þá við að geta snúið aftur í dag. Hins vegar kom annað í ljós og nú er óljóst hvað verður um 67 gæludýra hans. Aðsent Hafliði Hjaltalín yfirgaf Grindavík áður en bærinn var rýmdur í gær. Hann ætlaði að snúa aftur í dag en nú er það ekki lengur hægt. Eftir eru 40 dúfur, tíu páfagaukar, fjórtán hænur og þrír kalkúnar. Miðað við nýjustu fréttir er óljóst hvað verður um dýrin. Töluverður fjöldi gæludýra varð eftir í Grindavík þegar bærinn var rýmdur í gær. Dýraverndarsamtökin Dýrfinna hvöttu íbúa Grindavíkur í dag til að tilkynna um dýr sín svo hægt væri að fá yfirsýn yfir fjöldann og mögulega sækja dýrin. Á Facebook-hópnum Gæludýr í Grindavík hafa eigendur tilkynnt gæludýr sem urðu eftir. Samkvæmt grófri talningu er um að ræða 45 ketti, nítján hesta, þrettán páfagauka, 20 hænur, 130 bréfdúfur og einn hamstur. Eflaust vantar þar einhver gæludýr sem urðu eftir en í öllu falli er ljóst að það er gríðarlegur fjöldi dýra sem varð eftir. Uppfært: Nánast á sama tíma og fréttin birtist tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að ekki sé unnt að bjarga búfénaði og húsdýrum af skilgreindu hættusvæði vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, að svo stöddu. Keppendur á Íslandsmóti urðu eftir Meðal þeirra sem svöruðu á þræðinum er Hafliði Hjaltalín en hann á alls 67 gæludýr sem urðu eftir. Þar af eru 40 bréfdúfur, tíu páfagaukar, fjórtán hænur og þrír kalkúnar. Vísir ræddi við Hafliða um gæludýrin og samskipti gæludýraeigenda við yfirvöld. „Við fórum áður en rýmingin var. Við ætluðum að koma aftur í morgun og vera í Grindavík í dag en ef við hefðum beðið einhverjum tveimur-þremur tímum, það leist nú engum á það svosem, þá hefði þetta allt farið með. En nú er ekki hægt að komast að ná í þetta.“ Meðal dýranna sem Hafliði saknar eru kalkúnar, hænur, dúfur og páfagaukar.Aðsent Þetta er gríðarlegt magn. Ertu með einhverja ræktun? „Þetta eru bréfdúfur sem keppa á sumrin í Íslandsmótinu. Það er svolítið magn sem er þar. Svo er ég með fuglaræktun, tvær tegundir af hænum í kofa,“ segir Hafliði er hann með nokkrar tegundir af páfagaukum sem synir hans eiga og þrjá kalkúna. En hundarnir komust með. Þeir eru væntanlega ekki mjög margir? „Þrír Labradorar þannig þeir tóku svolítið pláss í bílnum en ég hefði látið hin dýrin komast fyrir ef ég hefði vitað að enginn mætti fara inn á svæðið aftur,“ segir Hafliði. Ekki fengið nein almennileg svör Þegar kom í ljós að það ætti að rýma bæinn hafði Hafliði samband til að athuga hvort hann gæti sótt dýrin. Svo var ekki og hann hefur ekki fengið nein svör um hvort hægt sé að ná í dýrin. Hefurðu eitthvað talað við yfirvöld um þetta mál? „Ég hringdi í Rauða krossinn og þeir tóku niður númer. Svo hringdi ég í Neyðarlínuna. Þar fékk ég samband við ríkislögreglustjóra. Þar var tekið niður númer og átt að hafa samband við mig en það hefur enginn haft samband,“ segir Hafliði. „Þeir lifa ekkert mjög marga daga án þessa að fá vatn og mat. Við gáfum þeim öllum áður en við fórum en við ætluðum að koma aftur daginn eftir,“ segir hann og bætir við að lokum: „Svona er staðan bara. Þetta er ekki gott.“ Dýr Fuglar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Gæludýr Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Töluverður fjöldi gæludýra varð eftir í Grindavík þegar bærinn var rýmdur í gær. Dýraverndarsamtökin Dýrfinna hvöttu íbúa Grindavíkur í dag til að tilkynna um dýr sín svo hægt væri að fá yfirsýn yfir fjöldann og mögulega sækja dýrin. Á Facebook-hópnum Gæludýr í Grindavík hafa eigendur tilkynnt gæludýr sem urðu eftir. Samkvæmt grófri talningu er um að ræða 45 ketti, nítján hesta, þrettán páfagauka, 20 hænur, 130 bréfdúfur og einn hamstur. Eflaust vantar þar einhver gæludýr sem urðu eftir en í öllu falli er ljóst að það er gríðarlegur fjöldi dýra sem varð eftir. Uppfært: Nánast á sama tíma og fréttin birtist tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að ekki sé unnt að bjarga búfénaði og húsdýrum af skilgreindu hættusvæði vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, að svo stöddu. Keppendur á Íslandsmóti urðu eftir Meðal þeirra sem svöruðu á þræðinum er Hafliði Hjaltalín en hann á alls 67 gæludýr sem urðu eftir. Þar af eru 40 bréfdúfur, tíu páfagaukar, fjórtán hænur og þrír kalkúnar. Vísir ræddi við Hafliða um gæludýrin og samskipti gæludýraeigenda við yfirvöld. „Við fórum áður en rýmingin var. Við ætluðum að koma aftur í morgun og vera í Grindavík í dag en ef við hefðum beðið einhverjum tveimur-þremur tímum, það leist nú engum á það svosem, þá hefði þetta allt farið með. En nú er ekki hægt að komast að ná í þetta.“ Meðal dýranna sem Hafliði saknar eru kalkúnar, hænur, dúfur og páfagaukar.Aðsent Þetta er gríðarlegt magn. Ertu með einhverja ræktun? „Þetta eru bréfdúfur sem keppa á sumrin í Íslandsmótinu. Það er svolítið magn sem er þar. Svo er ég með fuglaræktun, tvær tegundir af hænum í kofa,“ segir Hafliði er hann með nokkrar tegundir af páfagaukum sem synir hans eiga og þrjá kalkúna. En hundarnir komust með. Þeir eru væntanlega ekki mjög margir? „Þrír Labradorar þannig þeir tóku svolítið pláss í bílnum en ég hefði látið hin dýrin komast fyrir ef ég hefði vitað að enginn mætti fara inn á svæðið aftur,“ segir Hafliði. Ekki fengið nein almennileg svör Þegar kom í ljós að það ætti að rýma bæinn hafði Hafliði samband til að athuga hvort hann gæti sótt dýrin. Svo var ekki og hann hefur ekki fengið nein svör um hvort hægt sé að ná í dýrin. Hefurðu eitthvað talað við yfirvöld um þetta mál? „Ég hringdi í Rauða krossinn og þeir tóku niður númer. Svo hringdi ég í Neyðarlínuna. Þar fékk ég samband við ríkislögreglustjóra. Þar var tekið niður númer og átt að hafa samband við mig en það hefur enginn haft samband,“ segir Hafliði. „Þeir lifa ekkert mjög marga daga án þessa að fá vatn og mat. Við gáfum þeim öllum áður en við fórum en við ætluðum að koma aftur daginn eftir,“ segir hann og bætir við að lokum: „Svona er staðan bara. Þetta er ekki gott.“
Dýr Fuglar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Gæludýr Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira