Það stefndi allt í markalausan fyrri hálfleik en á 43. mínútu, markamínútunni sjálfri, skoraði vængbakvörðurinn Federico Dimarco með glæsilegu skoti fyrir utan vítateig. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Strax í upphafi síðari hálfleiks fengu heimamenn í Inter vítaspyrnu sem Hakan Çalhanoğlu skoraði úr.
Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur á San Siro 2-0 og Inter komið á topp Serie A með 31 stig að loknum 12 umferðum. Þar á eftir kemur Juventus með 29 stig, AC Milan með 23 stig og Napoli með 21 stig.