Víðtæk lokun hindrar för um stóran hluta Reykjanesskaga Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2023 10:43 Kort Vegagerðarinnar sýnir vel hversu víðtækt akstursbannið er um Reykjanesskaga. Vegagerðin Akstursbann það sem Almannavarnir tilkynntu um á föstudagskvöld á öllum leiðum til Grindavíkur er enn í gildi. Svo víðtæk er lokunin að hún bannar för ökutækja um stóran hluta Reykjanesskagans. Mesta hættusvæðið um helgina hefur verið það sem fylgir Sundhnúkasprungunni, þar sem kvikugangur er talinn vera að þrýsta sér upp til yfirborðs. Það svæði liggur frá Kálffellsheiði í norðri, í gegnum Grindavík og út í sjó rétt vestan Grindavíkur undan Staðarhverfi og er í stefnu suðvestur-norðaustur. Vegalokunin nær hins vegar yfir margfalt stærra svæði. Lokunarpóstarnir eru þrír; við Hafnir, við gatnamót Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar og við gatnamót Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegar, auk þess sem umferð er bönnuð um Vigdísarvallaveg. Skjálftavirknin um helgina var talin sýna legu kvikugangs Sundhnúkasprungunnar.Veðurstofa Íslands „Allir vegir til Grindavíkur eru lokaðir og umferð um þá óheimil. Svo verður áfram eða þar til Almannavarnir telja öruggt að opna fyrir umferð, hvort heldur er takmarkaða umferð eða alla umferð,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Þetta þýðir í reynd að almenningi er bannaður akstur að vinsælum útivistarsvæðum og ferðamannastöðum, þótt þau séu jafnvel í tíu kílómetra fjarlægð frá hættusvæðinu. Að austanverðu má nefna staði eins og Húshólma, Selatanga, Krýsuvíkurberg sem og Geldingadali. Að vestanverðu má nefna Reykjanesvita, Valahnjúka og Sandvíkur. Rifja má upp að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu síðastliðið vor að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefði farið út fyrir valdmörk sín sumarið 2022 þegar hann setti á ótímabundið bann við því að börn færu að gosstöðvunum í Meradölum. Við lokunarpóstinn á gatnamótum Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar.Einar Árnason Í áliti umboðsmanns sagði að í gildi væru almennar reglur um ferðafrelsi en einnig heimild í lögum um almannavarnir til að takmarka slíkt frelsi. Minnti umboðsmaður á að íþyngjandi ráðstafanir stjórnvalda yrðu almennt að eiga sér stoð í lögum og þegar þær skertu grundvallarréttindi sem varin væru af stjórnarskrá og mannréttindum bæri að gera ríkari kröfu en ella til skýrleika lagaheimildar. Ennfremur sagði umboðsmaður að víðtækum heimildum lögreglustjóra til þess að takmarka ferðafrelsi borgara, þar til hættustigi eða neyðarstigi almannavarna væri lýst yfir þar til því yrði aflýst, yrði að beita af varfærni. Ekki mætti ganga lengra en þörf væri hverju sinni til að afstýra hættu. Niðurstaða umboðsmanns var að barnabannið hefði ekki samræmst sjónarmiðum sem áttu við um heimild lögreglustjórans til að takmarka ferðafrelsi að gosstöðvum. Mæltist umboðsmaður til þess að lögreglustjórinn hefði sjónarmiðin framvegis í huga. Akstursbannið núna nær einnig til fjölmiðla, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 á laugardagskvöld: Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglan Lögreglumál Almannavarnir Umboðsmaður Alþingis Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Mátti ekki banna börn í Meradölum Lögreglustjóranum á Suðurnesjum var ekki heimilt að banna för barna yngri en 12 ára að gosstöðvunum í Meradölum í ágúst 2022 í ljósi þess tíma sem leið frá því tilkynnt var um þau opinberlega og þar til þau voru látin niður falla, þar sem ekki hafði verið tekið til skoðunar hvort aðrar lagaheimildir gætu helgað slíkt bann til lengri tíma. 26. maí 2023 12:17 Umboðsmaður vill skýringar á barnabanni Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna ákvörðunar hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. 11. ágúst 2022 13:57 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Mesta hættusvæðið um helgina hefur verið það sem fylgir Sundhnúkasprungunni, þar sem kvikugangur er talinn vera að þrýsta sér upp til yfirborðs. Það svæði liggur frá Kálffellsheiði í norðri, í gegnum Grindavík og út í sjó rétt vestan Grindavíkur undan Staðarhverfi og er í stefnu suðvestur-norðaustur. Vegalokunin nær hins vegar yfir margfalt stærra svæði. Lokunarpóstarnir eru þrír; við Hafnir, við gatnamót Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar og við gatnamót Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegar, auk þess sem umferð er bönnuð um Vigdísarvallaveg. Skjálftavirknin um helgina var talin sýna legu kvikugangs Sundhnúkasprungunnar.Veðurstofa Íslands „Allir vegir til Grindavíkur eru lokaðir og umferð um þá óheimil. Svo verður áfram eða þar til Almannavarnir telja öruggt að opna fyrir umferð, hvort heldur er takmarkaða umferð eða alla umferð,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Þetta þýðir í reynd að almenningi er bannaður akstur að vinsælum útivistarsvæðum og ferðamannastöðum, þótt þau séu jafnvel í tíu kílómetra fjarlægð frá hættusvæðinu. Að austanverðu má nefna staði eins og Húshólma, Selatanga, Krýsuvíkurberg sem og Geldingadali. Að vestanverðu má nefna Reykjanesvita, Valahnjúka og Sandvíkur. Rifja má upp að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu síðastliðið vor að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefði farið út fyrir valdmörk sín sumarið 2022 þegar hann setti á ótímabundið bann við því að börn færu að gosstöðvunum í Meradölum. Við lokunarpóstinn á gatnamótum Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar.Einar Árnason Í áliti umboðsmanns sagði að í gildi væru almennar reglur um ferðafrelsi en einnig heimild í lögum um almannavarnir til að takmarka slíkt frelsi. Minnti umboðsmaður á að íþyngjandi ráðstafanir stjórnvalda yrðu almennt að eiga sér stoð í lögum og þegar þær skertu grundvallarréttindi sem varin væru af stjórnarskrá og mannréttindum bæri að gera ríkari kröfu en ella til skýrleika lagaheimildar. Ennfremur sagði umboðsmaður að víðtækum heimildum lögreglustjóra til þess að takmarka ferðafrelsi borgara, þar til hættustigi eða neyðarstigi almannavarna væri lýst yfir þar til því yrði aflýst, yrði að beita af varfærni. Ekki mætti ganga lengra en þörf væri hverju sinni til að afstýra hættu. Niðurstaða umboðsmanns var að barnabannið hefði ekki samræmst sjónarmiðum sem áttu við um heimild lögreglustjórans til að takmarka ferðafrelsi að gosstöðvum. Mæltist umboðsmaður til þess að lögreglustjórinn hefði sjónarmiðin framvegis í huga. Akstursbannið núna nær einnig til fjölmiðla, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 á laugardagskvöld:
Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglan Lögreglumál Almannavarnir Umboðsmaður Alþingis Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Mátti ekki banna börn í Meradölum Lögreglustjóranum á Suðurnesjum var ekki heimilt að banna för barna yngri en 12 ára að gosstöðvunum í Meradölum í ágúst 2022 í ljósi þess tíma sem leið frá því tilkynnt var um þau opinberlega og þar til þau voru látin niður falla, þar sem ekki hafði verið tekið til skoðunar hvort aðrar lagaheimildir gætu helgað slíkt bann til lengri tíma. 26. maí 2023 12:17 Umboðsmaður vill skýringar á barnabanni Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna ákvörðunar hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. 11. ágúst 2022 13:57 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Mátti ekki banna börn í Meradölum Lögreglustjóranum á Suðurnesjum var ekki heimilt að banna för barna yngri en 12 ára að gosstöðvunum í Meradölum í ágúst 2022 í ljósi þess tíma sem leið frá því tilkynnt var um þau opinberlega og þar til þau voru látin niður falla, þar sem ekki hafði verið tekið til skoðunar hvort aðrar lagaheimildir gætu helgað slíkt bann til lengri tíma. 26. maí 2023 12:17
Umboðsmaður vill skýringar á barnabanni Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna ákvörðunar hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. 11. ágúst 2022 13:57