Enginn hundur skilinn eftir Guðfinna Kristinsdóttir skrifar 14. nóvember 2023 12:30 Það hafa örugglega einhverjir tekið eftir að það var enginn hundur á listanum hjá Dýrfinnu um að hafa orðið eftir í Grindavík, og fyrir því er ástæða: Hundar ferðast yfirleitt reglulega með bíl, eru því vanir og er yfirleitt hægt að taka í taum (eða fangið) og fara með út í bíl. Síðan á föstudaginn seinasta hafa heyrst háværar raddir sem hneykslast á því að gæludýr hafi verið „skilin eftir“ af eigendum sínum við rýmingu Grindavíkurbæjar. Það er ósköp auðvelt að vera sammála og halda því fram að maður hefði tekið sömu ákvörðun, þegar maður spáir í því í örygginu heima hjá sér. En mig langar að varpa fram spurningu til þeirra: Tækir þú köttinn með þér í brúðkaupsveislu? Kanínuna með á fótboltamót? Fiskinn í „jarðskjálftafrí“ upp í sumarbústað yfir helgina? En hænuna með til útlanda? Gleymum því ekki að fólk á sér líf og vinnu og það var verið að gera ýmislegt annað en að vera heima hjá sér að njóta nuddsins frá skjálftunum sem hafa orðið hluti af daglegu lífi Grindvíka, með þónokkrum pásum, síðastliðin þrjú ár. Ég heyrði í mörgum gæludýraeigendum fyrir hönd félagasamtakanna Dýrfinnu yfir helgina og það voru allir gæludýraeigendur í öngum sínum og sögðu margir mér af hverju dýrin hefðu orðið eftir. Ég vil taka það fram að það þurfti ekki að réttlæta neitt fyrir mér og ég heyrði vel hvað fólk var miður sín. Kattareigendum þykir ekki minna vænt um dýrin sín en hundaeigendum. En áttum okkur á því að meðhöndlun á hræddum hundi er almennt auðveldari en meðhöndlun á hræddum ketti. Sumir eigendur voru annarsstaðar og höfðu ekki tíma til (eða fengu ekki) að fara til Grindavíkur að sækja dýrin sín þegar ráðist var í rýmingu. Sumir misstu kettina frá sér á leiðinni út í bíl, sumir kettir voru úti og sumir kettir fundust ekki þrátt fyrir mikla leit. Einnig er mikilvægt að taka fram að margir Grindvíkingar töldu að þeir fengju að fara heim daginn eftir, enda kemur fram í yfirlýsingu Almannavarna þann 10. Nóvember að ekki var um neyðar rýmingu að ræða og að ekki væri „bráð hætta yfirvofandi“. Það voru þó aðeins örfá heimili sem gátu ekki tekið gæludýrin sín með: Það eru um 1240 heimili í Grindavík samkvæmt húsnæðisáætlun Grindavíkur frá árinu 2018, ef við gerum ráð fyrir að gæludýr séu á um 40% heimila, þá eru 496 heimili sem halda gæludýr. Dýrfinna var með 59 heimilisföng þar sem gæludýr höfðu orðið eftir. Það er auðvelt að segja að maður hefði nú tekið dýrin með í þessum aðstæðum, en tækir þú fuglabúr sem kemst ekki í bílinn eða fiskinn þinn í plastpoka þegar þú hefur ekki öruggan samastað yfir nóttina og sérð fram á að koma aftur daginn eftir? Það er auðvelt að spá í þessu eftir á og vera handviss um hvaða ákvörðun man hefði tekið. En mikið af þeim sem ég talaði við bókstaflega höfðu ekki færi á að taka dýrið sitt með sér, af ýmsum ástæðum sem allar eru gildar. Það er ekki við eigendur gæludýranna að sakast og mig langar að nýta tækifærið og auðmjúklega hrósa þeim fyrir styrkinn sem þau hafa sýnt í gegn um þessar erfiðu aðstæður og þakka þeim innilega fyrir sem deildu með mér sögum af gæludýrunum sínum og áhyggjunum sem þau höfðu og vona að þær fjölskyldur þeirra dýra sem náðust úr Grindavík í gær hafi náð sofið betur í nótt heldur en seinustu nætur. Ég hugsa þó innilega til þeirra sem enn eiga gæludýr í Grindavík og vona að þeirra áhyggjum af dýrunum linni sem allra fyrst. Mig langar að biðja fólk, þó það væri ekki nema þeirra vegna, og með fullri virðingu, að spara stóru orðin um hvað þau hefðu gert í rétt í þessum aðstæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gæludýr Eldgos á Reykjanesskaga Dýr Grindavík Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Það hafa örugglega einhverjir tekið eftir að það var enginn hundur á listanum hjá Dýrfinnu um að hafa orðið eftir í Grindavík, og fyrir því er ástæða: Hundar ferðast yfirleitt reglulega með bíl, eru því vanir og er yfirleitt hægt að taka í taum (eða fangið) og fara með út í bíl. Síðan á föstudaginn seinasta hafa heyrst háværar raddir sem hneykslast á því að gæludýr hafi verið „skilin eftir“ af eigendum sínum við rýmingu Grindavíkurbæjar. Það er ósköp auðvelt að vera sammála og halda því fram að maður hefði tekið sömu ákvörðun, þegar maður spáir í því í örygginu heima hjá sér. En mig langar að varpa fram spurningu til þeirra: Tækir þú köttinn með þér í brúðkaupsveislu? Kanínuna með á fótboltamót? Fiskinn í „jarðskjálftafrí“ upp í sumarbústað yfir helgina? En hænuna með til útlanda? Gleymum því ekki að fólk á sér líf og vinnu og það var verið að gera ýmislegt annað en að vera heima hjá sér að njóta nuddsins frá skjálftunum sem hafa orðið hluti af daglegu lífi Grindvíka, með þónokkrum pásum, síðastliðin þrjú ár. Ég heyrði í mörgum gæludýraeigendum fyrir hönd félagasamtakanna Dýrfinnu yfir helgina og það voru allir gæludýraeigendur í öngum sínum og sögðu margir mér af hverju dýrin hefðu orðið eftir. Ég vil taka það fram að það þurfti ekki að réttlæta neitt fyrir mér og ég heyrði vel hvað fólk var miður sín. Kattareigendum þykir ekki minna vænt um dýrin sín en hundaeigendum. En áttum okkur á því að meðhöndlun á hræddum hundi er almennt auðveldari en meðhöndlun á hræddum ketti. Sumir eigendur voru annarsstaðar og höfðu ekki tíma til (eða fengu ekki) að fara til Grindavíkur að sækja dýrin sín þegar ráðist var í rýmingu. Sumir misstu kettina frá sér á leiðinni út í bíl, sumir kettir voru úti og sumir kettir fundust ekki þrátt fyrir mikla leit. Einnig er mikilvægt að taka fram að margir Grindvíkingar töldu að þeir fengju að fara heim daginn eftir, enda kemur fram í yfirlýsingu Almannavarna þann 10. Nóvember að ekki var um neyðar rýmingu að ræða og að ekki væri „bráð hætta yfirvofandi“. Það voru þó aðeins örfá heimili sem gátu ekki tekið gæludýrin sín með: Það eru um 1240 heimili í Grindavík samkvæmt húsnæðisáætlun Grindavíkur frá árinu 2018, ef við gerum ráð fyrir að gæludýr séu á um 40% heimila, þá eru 496 heimili sem halda gæludýr. Dýrfinna var með 59 heimilisföng þar sem gæludýr höfðu orðið eftir. Það er auðvelt að segja að maður hefði nú tekið dýrin með í þessum aðstæðum, en tækir þú fuglabúr sem kemst ekki í bílinn eða fiskinn þinn í plastpoka þegar þú hefur ekki öruggan samastað yfir nóttina og sérð fram á að koma aftur daginn eftir? Það er auðvelt að spá í þessu eftir á og vera handviss um hvaða ákvörðun man hefði tekið. En mikið af þeim sem ég talaði við bókstaflega höfðu ekki færi á að taka dýrið sitt með sér, af ýmsum ástæðum sem allar eru gildar. Það er ekki við eigendur gæludýranna að sakast og mig langar að nýta tækifærið og auðmjúklega hrósa þeim fyrir styrkinn sem þau hafa sýnt í gegn um þessar erfiðu aðstæður og þakka þeim innilega fyrir sem deildu með mér sögum af gæludýrunum sínum og áhyggjunum sem þau höfðu og vona að þær fjölskyldur þeirra dýra sem náðust úr Grindavík í gær hafi náð sofið betur í nótt heldur en seinustu nætur. Ég hugsa þó innilega til þeirra sem enn eiga gæludýr í Grindavík og vona að þeirra áhyggjum af dýrunum linni sem allra fyrst. Mig langar að biðja fólk, þó það væri ekki nema þeirra vegna, og með fullri virðingu, að spara stóru orðin um hvað þau hefðu gert í rétt í þessum aðstæðum.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun