Segja ekki hafa komið til „samstuðs“ milli hermanna og sjúklinga eða starfsfólks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2023 11:54 Þessi mynd var tekin skammt frá al Shifa á dögunum, eftir loftárás Ísraelsmanna. Engar nýjar myndir af sjúkrahússvæðinu er að finna á fréttaveitum. epa/Mohammed Saber Talið er að um 1.200 sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn séu nú á al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa en Ísraelsher fór inn á sjúkrahússvæðið í morgun í „hnitmiðaðri aðgerð“ sem virðist beinast gegn meintum höfuðstöðvum Hamas undir sjúkrahúsinu. Vitni hafa greint frá því að hafa séð skriðdreka á svæðinu og hermenn inni á sjúkrahúsinu. Samkvæmt Times of Israel féllu fimm liðsmenn Hamas í skotbardögunum fyrir utan sjúkrahúsið en miðillinn hefur eftir talsmanni Ísraelshers að ekki hafi komið til „samstuðs“ milli hermannanna og sjúklinga eða heilbrigðisstarfsfólks. Þá segir herinn hafa sent heilbrigðisteymi og túlka inn á sjúkrahúsið. Ísraelsmenn segja enga gísla að finna á sjúkrahúsinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ekki lengur ná sambandi við tengiliði sína á sjúkrahúsinu. Martin Griffiths, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir Hamas ekki mega nota staði á borð við sjúkrahús til að skýla sér en það væri forgangsmál að vernda íbúa Gasa fyrir þeim hörmungum sem nú steðjuðu að þeim. Benny Gantz, sem nú situr í samvinnuríkisstjórn Ísrael, segir Ísraela munu elta uppi og drepa foringja Hamas hvar sem þeir finnast og hefur hótað óvinum ríkisins í Líbanon sömu meðferð. „Það sem við erum að gera með góðum árangri í suðrinu mun virka jafnvel betur í norðrinu,“ sagði hann. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ávarpaði þingið í morgun og kallaði Ísrael „hryðjuverkaríki“ sem væri að brjóta gegn alþjóðalögum og fremja stríðsglæpi. Hamas-samtökin væru hins vegar ekki hryðjuverkasamtök, heldur flokkur kosinn af Palestínumönnum. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Vitni hafa greint frá því að hafa séð skriðdreka á svæðinu og hermenn inni á sjúkrahúsinu. Samkvæmt Times of Israel féllu fimm liðsmenn Hamas í skotbardögunum fyrir utan sjúkrahúsið en miðillinn hefur eftir talsmanni Ísraelshers að ekki hafi komið til „samstuðs“ milli hermannanna og sjúklinga eða heilbrigðisstarfsfólks. Þá segir herinn hafa sent heilbrigðisteymi og túlka inn á sjúkrahúsið. Ísraelsmenn segja enga gísla að finna á sjúkrahúsinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ekki lengur ná sambandi við tengiliði sína á sjúkrahúsinu. Martin Griffiths, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir Hamas ekki mega nota staði á borð við sjúkrahús til að skýla sér en það væri forgangsmál að vernda íbúa Gasa fyrir þeim hörmungum sem nú steðjuðu að þeim. Benny Gantz, sem nú situr í samvinnuríkisstjórn Ísrael, segir Ísraela munu elta uppi og drepa foringja Hamas hvar sem þeir finnast og hefur hótað óvinum ríkisins í Líbanon sömu meðferð. „Það sem við erum að gera með góðum árangri í suðrinu mun virka jafnvel betur í norðrinu,“ sagði hann. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ávarpaði þingið í morgun og kallaði Ísrael „hryðjuverkaríki“ sem væri að brjóta gegn alþjóðalögum og fremja stríðsglæpi. Hamas-samtökin væru hins vegar ekki hryðjuverkasamtök, heldur flokkur kosinn af Palestínumönnum.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira