Eins og búið sé að þurrka Grindavík út af kortinu Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2023 11:40 Það hvernig límt hefur verið yfir vegaskilti til Grindavíkur hefur lagst illa í margan Grindvíkinginn sem túlkar þetta sem svo að búið sé að afmá Grindavík af kortinu. vísir/vilhelm Athygli vakti dögunum að búið var að líma rautt límband yfir Grindavík og Bláa lónið við Grindavíkurafleggjarann við Reykjanesbraut. Líkt og búið sé að þurrka Grindavík út af kortinu. Hvernig má þetta vera? Það er Vegagerðin sem hefur með vegamerkingar að gera. Og hún stendur fyrir þessum breytingum á merkingu skiltanna. „Við erum aðallega að sýna okkar erlendu vegfarendum að þeir komist ekki til Grindavíkur eða í Bláa lónið. Það er ekki venjulegt að vegir séu lokaðir svo dögum skiptir og því er þetta gert,“ segir G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar. Efasemdir um að staðið hafi verið rétt að málum Nú hefur fréttastofu borist ábendingar um að þetta hafi stuðað viðkvæmt tilfinningalíf Grindvíkinga, eins og það sé búið að þurrka Grindavík af kortinu? „Aha ég skil,“ segir G. Pétur og klórar sér í kollinum. „En þetta eru svokallaðar fordæmalausar aðstæður og við viljum vera með réttastar og bestar upplýsingar og það er okkar hlutverk og þetta minnkar líka hugsanlega eitthvað óþarfa umferð á lokunarpóst.“ „Já, ég hef heyrt efasemdir frá íbúum að þetta sé ekki besta leiðin til að útskýra að vegurinn til Grindavíkur sé lokaður,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við Vísi. Fannar bæjarstjóri telur að þarna hefði mátt standa öðruvísi að málum.vísir/vilhelm Fannar segist hafa heyrt það frá fulltrúa Vegagerðarinnar að þetta væri nýjung, það er að gera þetta með þessum hætti. „En ég get sagt fyrir sjálfan mig og tala eflaust fyrir hönd fleiri Grindvíkinga, að ég held að það hefði mátt gera þetta með öðrum hætti. Ástandið er mjög viðkvæmt hjá mörgu fólki.“ Grindvíkingar viðkvæmir nú um stundir Fannar segir uppsafnaða þreytu í Grindvíkingum vera að brjótast fram núna. „Þær eru fljótari að kvikna tilfinningar sem bærast með fólki. Það er hægt að setja sig að einhverju leyti í stöðu fólks sem er að horfa upp á að eignir sínar mannlausar; eignastaðan óviss og greiðslugeta og möguleiki til að framfleyta sér og sínum. Allt er nú óvissu háð og margir í tímabundnum úrræðum sem þarf að leysa úr. „Þeir eru margir viðkvæmir. Það hefði verið betra að tilkynna það á þessum gatnamótum að vegurinn væri lokaður,“ segir Fannar sem lætur sér ekki detta í hug eina mínútu annað en að menn hafi verið að gera sitt besta. Þarna hafi ekki illur hugur ráðið. „En þeir hefðu mátt vanda sig betur við þetta.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Hvernig má þetta vera? Það er Vegagerðin sem hefur með vegamerkingar að gera. Og hún stendur fyrir þessum breytingum á merkingu skiltanna. „Við erum aðallega að sýna okkar erlendu vegfarendum að þeir komist ekki til Grindavíkur eða í Bláa lónið. Það er ekki venjulegt að vegir séu lokaðir svo dögum skiptir og því er þetta gert,“ segir G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar. Efasemdir um að staðið hafi verið rétt að málum Nú hefur fréttastofu borist ábendingar um að þetta hafi stuðað viðkvæmt tilfinningalíf Grindvíkinga, eins og það sé búið að þurrka Grindavík af kortinu? „Aha ég skil,“ segir G. Pétur og klórar sér í kollinum. „En þetta eru svokallaðar fordæmalausar aðstæður og við viljum vera með réttastar og bestar upplýsingar og það er okkar hlutverk og þetta minnkar líka hugsanlega eitthvað óþarfa umferð á lokunarpóst.“ „Já, ég hef heyrt efasemdir frá íbúum að þetta sé ekki besta leiðin til að útskýra að vegurinn til Grindavíkur sé lokaður,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við Vísi. Fannar bæjarstjóri telur að þarna hefði mátt standa öðruvísi að málum.vísir/vilhelm Fannar segist hafa heyrt það frá fulltrúa Vegagerðarinnar að þetta væri nýjung, það er að gera þetta með þessum hætti. „En ég get sagt fyrir sjálfan mig og tala eflaust fyrir hönd fleiri Grindvíkinga, að ég held að það hefði mátt gera þetta með öðrum hætti. Ástandið er mjög viðkvæmt hjá mörgu fólki.“ Grindvíkingar viðkvæmir nú um stundir Fannar segir uppsafnaða þreytu í Grindvíkingum vera að brjótast fram núna. „Þær eru fljótari að kvikna tilfinningar sem bærast með fólki. Það er hægt að setja sig að einhverju leyti í stöðu fólks sem er að horfa upp á að eignir sínar mannlausar; eignastaðan óviss og greiðslugeta og möguleiki til að framfleyta sér og sínum. Allt er nú óvissu háð og margir í tímabundnum úrræðum sem þarf að leysa úr. „Þeir eru margir viðkvæmir. Það hefði verið betra að tilkynna það á þessum gatnamótum að vegurinn væri lokaður,“ segir Fannar sem lætur sér ekki detta í hug eina mínútu annað en að menn hafi verið að gera sitt besta. Þarna hafi ekki illur hugur ráðið. „En þeir hefðu mátt vanda sig betur við þetta.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira