Sigið heldur áfram og líkur á eldgosi enn taldar miklar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. nóvember 2023 12:28 Sigdalur hefur myndast í Grindavík eftir jarðhræringarnar undanfarið og heldur jörð áfram að síga. Vísir/Vilhelm Sigdalurinn í Grindavík heldur áfram að dýpka og enn er töluverð jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Frá miðnætti hafa um átta hundruð skjálftar mælst og eru líkur á eldgosi eru enn taldar miklar. Langflestir hafa jarðskjálftarnir verið um miðbik kvikugangsins við Sundhnúk eða á um 3 til 5 kílómetra dýpi. Skjálftavirknin hefur haldist stöðug frá því á laugardag. Í stöðuuppfærslu á vef Veðurstofunnar segir að megináhersla sé á vöktun virkninnar við kvikuganginn og í Grindavík. Þá segir einnig að aflögunarmælingar sýni áframhaldandi aflögun á svæðinu. Þær séu í samræmi við að kvika flæði enn inn í ganginn. Hluti kvikugangs virðist vera að storkna, einkum til jaðra en ekki við uppstreymissvæði kviku sem talið er vera við Sundhnúk. Þá sé staðan á heildina óbreytt frá því í gær. Líkur á eldgosi séu enn taldar miklar. Komi til goss er líklegust staðsetning við kvikuganginn. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði segir sigdalinn í Grindavík halda áfram að dýpka. „Við vitum það frá athugunum á staðnum að sigið heldur áfram og það eru líka láréttar hreyfingar eftir sniðgengjum þannig að hvort tveggja er í gangi. Skjálftavirkni virðist vera svipuð eins og hún hefur verið og meðan það er þá verðum við bara að bíða og sjá hvernig framhaldið er. Kvikan sem virðist vera komin upp á tiltölulega grunnt dýpi það er eitthvað sem heldur aftur af henni þannig að meðan hún er að eiga við það þá svo sem fáum við ekki gos.“ Kvikan sé komin á fjögur eða fimm hundruð metra dýpi undir og við Grindavík „Ein möguleg túlkun er að það sé kvika eftir endilangri Sundhnúkasprungunni sem er fimmtán kílómetra löng og hvar toppurinn er á kvikunni á hverjum stað er erfitt að segja til um. Það virðist nú vera að þarna við Grindavík hafi kvikan náð tiltölulega grunnt.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Fer heim „um leið og þetta helvítis eldgos drullar sér upp“ Steinunn Sesselja Sigurðardóttir segist ekki ætla að yfirgefa Grindavík. Heimili hennar virðist hafa sloppið vel í skjálftunum. Hún yfirgaf húsið sitt á miðnætti á föstudag og bíður þess að eldgosið láti sjá sig. 14. nóvember 2023 13:53 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 Grindvíkingar ætla sér heim aftur Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. 14. nóvember 2023 20:30 „Þetta verður bara rutt niður“ Siguróli Sigurðsson, íbúi í Grindavík, átti ekki von á því að húsið sitt yrði ónýtt þegar hann mætti aftur til bæjarins í dag til að sækja nauðsynjar. Húsið er sigið og nota þurfti kúbein til að komast inn. 14. nóvember 2023 15:19 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira
Langflestir hafa jarðskjálftarnir verið um miðbik kvikugangsins við Sundhnúk eða á um 3 til 5 kílómetra dýpi. Skjálftavirknin hefur haldist stöðug frá því á laugardag. Í stöðuuppfærslu á vef Veðurstofunnar segir að megináhersla sé á vöktun virkninnar við kvikuganginn og í Grindavík. Þá segir einnig að aflögunarmælingar sýni áframhaldandi aflögun á svæðinu. Þær séu í samræmi við að kvika flæði enn inn í ganginn. Hluti kvikugangs virðist vera að storkna, einkum til jaðra en ekki við uppstreymissvæði kviku sem talið er vera við Sundhnúk. Þá sé staðan á heildina óbreytt frá því í gær. Líkur á eldgosi séu enn taldar miklar. Komi til goss er líklegust staðsetning við kvikuganginn. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði segir sigdalinn í Grindavík halda áfram að dýpka. „Við vitum það frá athugunum á staðnum að sigið heldur áfram og það eru líka láréttar hreyfingar eftir sniðgengjum þannig að hvort tveggja er í gangi. Skjálftavirkni virðist vera svipuð eins og hún hefur verið og meðan það er þá verðum við bara að bíða og sjá hvernig framhaldið er. Kvikan sem virðist vera komin upp á tiltölulega grunnt dýpi það er eitthvað sem heldur aftur af henni þannig að meðan hún er að eiga við það þá svo sem fáum við ekki gos.“ Kvikan sé komin á fjögur eða fimm hundruð metra dýpi undir og við Grindavík „Ein möguleg túlkun er að það sé kvika eftir endilangri Sundhnúkasprungunni sem er fimmtán kílómetra löng og hvar toppurinn er á kvikunni á hverjum stað er erfitt að segja til um. Það virðist nú vera að þarna við Grindavík hafi kvikan náð tiltölulega grunnt.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Fer heim „um leið og þetta helvítis eldgos drullar sér upp“ Steinunn Sesselja Sigurðardóttir segist ekki ætla að yfirgefa Grindavík. Heimili hennar virðist hafa sloppið vel í skjálftunum. Hún yfirgaf húsið sitt á miðnætti á föstudag og bíður þess að eldgosið láti sjá sig. 14. nóvember 2023 13:53 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 Grindvíkingar ætla sér heim aftur Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. 14. nóvember 2023 20:30 „Þetta verður bara rutt niður“ Siguróli Sigurðsson, íbúi í Grindavík, átti ekki von á því að húsið sitt yrði ónýtt þegar hann mætti aftur til bæjarins í dag til að sækja nauðsynjar. Húsið er sigið og nota þurfti kúbein til að komast inn. 14. nóvember 2023 15:19 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira
500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00
Fer heim „um leið og þetta helvítis eldgos drullar sér upp“ Steinunn Sesselja Sigurðardóttir segist ekki ætla að yfirgefa Grindavík. Heimili hennar virðist hafa sloppið vel í skjálftunum. Hún yfirgaf húsið sitt á miðnætti á föstudag og bíður þess að eldgosið láti sjá sig. 14. nóvember 2023 13:53
Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00
Grindvíkingar ætla sér heim aftur Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. 14. nóvember 2023 20:30
„Þetta verður bara rutt niður“ Siguróli Sigurðsson, íbúi í Grindavík, átti ekki von á því að húsið sitt yrði ónýtt þegar hann mætti aftur til bæjarins í dag til að sækja nauðsynjar. Húsið er sigið og nota þurfti kúbein til að komast inn. 14. nóvember 2023 15:19