Ástæðan fyrir því að við Íslendingar og þá sérstaklega Norðmenn fylgjast með gangi mála hjá Ísraelsmönnum er umspil Þjóðadeildarinnar.

Það væri gott fyrir íslenska landsliðið ef Ísrael kemst beint á EM því það myndi tryggja enn frekar að Ísland verði ein af þjóðunum í B-deild Þjóðadeildarinnar sem kemst í umspilið.
Það er aftur á móti nauðsynlegt fyrir Noreg að Ísrael komist upp úr riðlinum og þá á kostnað Rúmena. Svisslendingar verða að fara áfram með þeim því annars taka Svisslendingar sjálfir sæti í umspilinu í gegnum A-deildina.
Noregur er fyrir aftan Ísland á listanum yfir þær þjóðir sem detta inn í umspilið. Ísland er inni eins og er en ekki Norðmenn.
Nothing will stop us on our way to Euro 2024 pic.twitter.com/P51OLX6O2i
— ISRAEL FA (@ISRAELFA) November 10, 2023
Sviss og Rúmenía eru bæði með sextán stig í riðlinum en Ísrael er með tólf stig. Ísraelsmenn þurfa að vinna upp fjögur stig í síðustu tveimur leikjunum en annar þeirra er á móti Rúmeníu en hinn á móti Andorra.
Bestu úrslitin fyrir Ísland og þá sérstaklega fyrir Noreg er að Ísrael vinni bæði Rúmeníu og Andorra auk þess að sem að Sviss taki stig af Rúmenum.
Ísrael hefur spilað tvo leiki á síðustu dögum en þetta voru leikir sem áttu að fara fram í október en var frestað vegna ástandsins í Ísrael.
Umspil Þjóðadeildarinnar lítur núna út eins og má sjá hér fyrir neðan.
EURO 2024 - Projected Play-offs, according to current standings.
— Football Rankings (@FootRankings) November 15, 2023
- Despite late equalizer, Israel are still out of direct entry spots and thus projected to enter Path B of the Play-offs
- Norway are still next in line, so they will cheer for Israel to defeat Romania on Saturday pic.twitter.com/sP4IETVXK7