Dr. Ásgeir Daníelsson afhjúpar Seðlabankann Örn Karlsson skrifar 16. nóvember 2023 11:00 Skrif Dr. Ásgeirs Daníelssonar á visi.is þann 13. nóvember sl. eru til marks um að fræðasamfélagið íslenska sé nú risið upp til varnar sértrú sinni á verðtryggingu. Löngum hefur Ásgeir verið einn prédikara. Skrif Ásgeirs afhjúpa ekki bara lítt skiljanlega trú þessa samfélags heldur ekki síður hvernig sértrúin hefur gengsýrt starfsemi helstu peningastofnunar Íslendinga, Seðlabanka Íslands. Ásger Daníelsson fór nefnilega fyrir hagrannsóknum Seðlabankans þar til nýverið sem forstöðumaður á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabankans. Alla jafnan setur mann hljóðan þegar lesin eru skrif íslenska fræðasamfélagsins til varnar verðtryggingunni. Og maður spyr sig hvernig það hafi mögulega gerst að við Íslendingar leyfðum sértrúarsöfnuði að vaða uppi og taka stjórn á lífi okkar? Hvernig gat það gerst? Sértrú er réttnefni því hvergi í bestu hagfræðiháskólum hins vestræna heims eru fræðin um verðtrygginguna kennd því hún fyrirfinnst ekki í þróuðum löndum, hvar hagstjórn er með fremsta móti. Íslenska fræðasamfélagið hefur því haft nokkuð frítt spil með þvælu sína. Í þessum síðasta vaðli sínum miðar Ásgeir við að vísitala neysluverðs sé bær um að vera til grundvallar lögskiptum í verðtryggðum lánasamningum. Þetta leyfir Ásgeir sér þótt allir alþjóðlega viðurkenndir peningahagfræðingar séu sammála um að sú vísitala nái bara alls ekki að vera mælikvarði á rýrnun innra virðis greiðslumyntar, því atvik óháð virði peninga hafi alltaf áhrif og oft mikil áhrif á vísitöluna. Einmitt þess vegna leggur peningahagfræðin áherslu á að nálgast mat á kjarna verðbólgu (Core Inflation) sem er sá hluti verðbólgunnar sem tengist peningaþætti verðbreytinganna. Nánar tiltekið, þeim þætti verðbreytinganna sem tengist breyttu innra virði innlendrar greiðslumyntar. Ásgeir virðist enga hugmynd hafa um að svona sé í pottinn búið, eða að hér sé um að ræða grundvallaratriði. Hvað ætli að hann haldi að peningahagfræðin meini með áherslu sinni á mismunandi aðferðir til nálgunar kjarnaverðbólgunni? Áhugavert væri að fá svar við því. Ætli vanþekking höfundar sé meginástæðan fyrir því að mat Seðlabanka Íslands á kjarnaverðbólgu er í skötulíki? Tilgangur laga um verðtryggingu er að leiðrétta fyrir rýrnun greiðslumyntarinnar. Það er harmþrungið að verða vitni að því að Dr. Ásgeir Daníelsson hafi engan grun um að vísitala neysluverðs sé óbær vegna hönnunarforsendna til að ákvarða þau lögskipti. Og engan grun um að framkvæmd verðtryggingarinnar stangist ekki bara á tilgang laga um vexti og verðtryggingu heldur líka Stjórnarskránna.Í öðru lagi virðist Ásgeir vera áttavilltur þegar kemur að áhrifum verðtryggingar á heildrænan hag samfélagsins. Til að mynda um þá staðreynd að verðtrygging vinnur gegn aðlögun sem þarf að eiga sér stað í verðbólgu. Hún stuðlar því að lengra verðbólgutímabili og meiri rýrnun greiðslumyntarinnar en ef hún væri ekki til staðar. Verðbólguþrýstingur birtist gjarnan þegar peningingamagnið er meira en passar undirliggjandi raunhagkerfi. Náttúruleg afleiðing þess misgengis er verðbólga sem rýrir innra virði greiðslumyntarinnar þar til peningamagnið og undirliggjandi raunhagkerfi eru samstiga. Ef allt peningamagnið er hins vegar verðtryggt nær þessi aðlögun ekki fram að ganga því verðtryggingin vinnur gegn henni með framleiðslu fleiri peningaeininga til að mæta rýrnuninni sem verðbólgan framkallar. Verðbólgan gengur því ekki niður. Sé hluti peningamagnsins verðtryggður er handhöfum peningamagnsins mismunað. Handhafar verðtryggðra eigna missa ekkert en handhafar óverðtryggðra eigna sitja uppi með rýrðar eignir og hlutfallslega meira eftir því sem verðtryggðar eignir eru stærra hlutfall heildareignanna (peningamagnsins). Hér er gengið nærri jafnræðinu og hér er ein skýring á hröðum kaupmáttarskerðingum launafólks með afleiddri ólgu á vinnumarkaði. Orðaleikir Dr. Ásgeirs eru bersýnilega án tengingar við traustan hagfræðilegan grundvöll og án tengingar við þann veruleika að verðtrygging spillir stöðugleika peningakerfisins og alls hagkerfisins. Greinin er því lítið annað en ómálefnaleg varðstaða, að hætti hússins, við sérsmíðaðar villukenningar og ítrekuð stjórnarskrárbrot. Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Örn Karlsson Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Skrif Dr. Ásgeirs Daníelssonar á visi.is þann 13. nóvember sl. eru til marks um að fræðasamfélagið íslenska sé nú risið upp til varnar sértrú sinni á verðtryggingu. Löngum hefur Ásgeir verið einn prédikara. Skrif Ásgeirs afhjúpa ekki bara lítt skiljanlega trú þessa samfélags heldur ekki síður hvernig sértrúin hefur gengsýrt starfsemi helstu peningastofnunar Íslendinga, Seðlabanka Íslands. Ásger Daníelsson fór nefnilega fyrir hagrannsóknum Seðlabankans þar til nýverið sem forstöðumaður á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabankans. Alla jafnan setur mann hljóðan þegar lesin eru skrif íslenska fræðasamfélagsins til varnar verðtryggingunni. Og maður spyr sig hvernig það hafi mögulega gerst að við Íslendingar leyfðum sértrúarsöfnuði að vaða uppi og taka stjórn á lífi okkar? Hvernig gat það gerst? Sértrú er réttnefni því hvergi í bestu hagfræðiháskólum hins vestræna heims eru fræðin um verðtrygginguna kennd því hún fyrirfinnst ekki í þróuðum löndum, hvar hagstjórn er með fremsta móti. Íslenska fræðasamfélagið hefur því haft nokkuð frítt spil með þvælu sína. Í þessum síðasta vaðli sínum miðar Ásgeir við að vísitala neysluverðs sé bær um að vera til grundvallar lögskiptum í verðtryggðum lánasamningum. Þetta leyfir Ásgeir sér þótt allir alþjóðlega viðurkenndir peningahagfræðingar séu sammála um að sú vísitala nái bara alls ekki að vera mælikvarði á rýrnun innra virðis greiðslumyntar, því atvik óháð virði peninga hafi alltaf áhrif og oft mikil áhrif á vísitöluna. Einmitt þess vegna leggur peningahagfræðin áherslu á að nálgast mat á kjarna verðbólgu (Core Inflation) sem er sá hluti verðbólgunnar sem tengist peningaþætti verðbreytinganna. Nánar tiltekið, þeim þætti verðbreytinganna sem tengist breyttu innra virði innlendrar greiðslumyntar. Ásgeir virðist enga hugmynd hafa um að svona sé í pottinn búið, eða að hér sé um að ræða grundvallaratriði. Hvað ætli að hann haldi að peningahagfræðin meini með áherslu sinni á mismunandi aðferðir til nálgunar kjarnaverðbólgunni? Áhugavert væri að fá svar við því. Ætli vanþekking höfundar sé meginástæðan fyrir því að mat Seðlabanka Íslands á kjarnaverðbólgu er í skötulíki? Tilgangur laga um verðtryggingu er að leiðrétta fyrir rýrnun greiðslumyntarinnar. Það er harmþrungið að verða vitni að því að Dr. Ásgeir Daníelsson hafi engan grun um að vísitala neysluverðs sé óbær vegna hönnunarforsendna til að ákvarða þau lögskipti. Og engan grun um að framkvæmd verðtryggingarinnar stangist ekki bara á tilgang laga um vexti og verðtryggingu heldur líka Stjórnarskránna.Í öðru lagi virðist Ásgeir vera áttavilltur þegar kemur að áhrifum verðtryggingar á heildrænan hag samfélagsins. Til að mynda um þá staðreynd að verðtrygging vinnur gegn aðlögun sem þarf að eiga sér stað í verðbólgu. Hún stuðlar því að lengra verðbólgutímabili og meiri rýrnun greiðslumyntarinnar en ef hún væri ekki til staðar. Verðbólguþrýstingur birtist gjarnan þegar peningingamagnið er meira en passar undirliggjandi raunhagkerfi. Náttúruleg afleiðing þess misgengis er verðbólga sem rýrir innra virði greiðslumyntarinnar þar til peningamagnið og undirliggjandi raunhagkerfi eru samstiga. Ef allt peningamagnið er hins vegar verðtryggt nær þessi aðlögun ekki fram að ganga því verðtryggingin vinnur gegn henni með framleiðslu fleiri peningaeininga til að mæta rýrnuninni sem verðbólgan framkallar. Verðbólgan gengur því ekki niður. Sé hluti peningamagnsins verðtryggður er handhöfum peningamagnsins mismunað. Handhafar verðtryggðra eigna missa ekkert en handhafar óverðtryggðra eigna sitja uppi með rýrðar eignir og hlutfallslega meira eftir því sem verðtryggðar eignir eru stærra hlutfall heildareignanna (peningamagnsins). Hér er gengið nærri jafnræðinu og hér er ein skýring á hröðum kaupmáttarskerðingum launafólks með afleiddri ólgu á vinnumarkaði. Orðaleikir Dr. Ásgeirs eru bersýnilega án tengingar við traustan hagfræðilegan grundvöll og án tengingar við þann veruleika að verðtrygging spillir stöðugleika peningakerfisins og alls hagkerfisins. Greinin er því lítið annað en ómálefnaleg varðstaða, að hætti hússins, við sérsmíðaðar villukenningar og ítrekuð stjórnarskrárbrot. Höfundur er vélaverkfræðingur.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun