Bætum stöðu fatlaðs fólk Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 16. nóvember 2023 13:30 Staða fatlaðs fólks í samfélaginu hefur sem betur fer breyst til hins betra undanfarin ár og áratugi. Samt sem áður stendur fatlað fólk enn ekki á jafnfætis ófötluðum á mörgum sviðum. Er þar nóg að nefna aðgengi að samfélaginu, þ.m.t. að námi og atvinnu. Auk þess eru fordómar gagnvart því hvað fatlað fólk getur gert og ekki gert eru enn alltof miklir. Fatlað fólk er líklegra til að verða fyrir ofbeldi, ekki síst fatlaðar konur. Þess vegna heldur baráttan fyrir mannréttindum fatlaðs fólks áfram og ég vil leggja lóð mín á þær vogarskálar. Á þessu ári hefur ráðuneyti mitt, í góðu samstarfi við fjölda aðila, staðið fyrir umfangsmikilli vinnu við gerð landsáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. Landsáætlun er ætlað að koma samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til framkvæmdar hér á Íslandi, en unnið er að undirbúningi að lögfestingu hans í forsætisráðuneytinu. Mikilvæg forsenda lögfestingar er að koma á fót óháðri mannréttindastofnun, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um stofnunina á Alþingi í október síðastliðnum. Landsáætlunin er fyrsta heilstæða stefnumótunin í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi og er afrakstur af víðtækri samvinnu ráðuneyta, stofnana, fulltrúa sveitarfélaga og ekki síst hagsmunasamtaka fatlaðs fólks. Fatlað fólk hefur stýrt þeim ellefu vinnuhópum sem unnið hafa aðgerðir inn í áætlunina. Þá stóð ráðuneyti mitt fyrir opnum fundum á níu stöðum um allt land í vor og sumar og þar áttum við gott samtal um málaflokkinn. Ég hef nú sett drög að landsáætlun í samráðsgátt stjórnvalda til 23. nóvember og hyggst leggja hana fram sem þingsályktunartillögu á Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi. Landsáætlunin verður afar mikilvæg til að koma réttindum fatlaðs fólks samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna til framkvæmdar. Markmið áætlunarinnar er samhljóma fyrstu grein samningsins, að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra, jafnframt því að vernda og tryggja slík réttindi og frelsi, og að auka virðingu fyrir eðlislægri mannlegri reisn fatlaðs fólks. Landsáætlun hefur að geyma tæpar 60 aðgerðir sem snerta vitundarvakningu og fræðslu, aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu, sjálfstætt líf, menntun og atvinnu, og þróun á þjónustu. Ég hlakka til að leggja áætlunina fram á Alþingi til umræðu og vonandi verður hún samþykkt fyrir vorið. Ég hvet einnig sem flest til að senda inn athugasemdir meðan landsáætlun er í samráðsgátt stjórnvalda. Með Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks stígum við mikilvæg skref í átt að frekari mannréttindum og betri þjónustu við fatlað fólk. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Staða fatlaðs fólks í samfélaginu hefur sem betur fer breyst til hins betra undanfarin ár og áratugi. Samt sem áður stendur fatlað fólk enn ekki á jafnfætis ófötluðum á mörgum sviðum. Er þar nóg að nefna aðgengi að samfélaginu, þ.m.t. að námi og atvinnu. Auk þess eru fordómar gagnvart því hvað fatlað fólk getur gert og ekki gert eru enn alltof miklir. Fatlað fólk er líklegra til að verða fyrir ofbeldi, ekki síst fatlaðar konur. Þess vegna heldur baráttan fyrir mannréttindum fatlaðs fólks áfram og ég vil leggja lóð mín á þær vogarskálar. Á þessu ári hefur ráðuneyti mitt, í góðu samstarfi við fjölda aðila, staðið fyrir umfangsmikilli vinnu við gerð landsáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. Landsáætlun er ætlað að koma samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til framkvæmdar hér á Íslandi, en unnið er að undirbúningi að lögfestingu hans í forsætisráðuneytinu. Mikilvæg forsenda lögfestingar er að koma á fót óháðri mannréttindastofnun, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um stofnunina á Alþingi í október síðastliðnum. Landsáætlunin er fyrsta heilstæða stefnumótunin í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi og er afrakstur af víðtækri samvinnu ráðuneyta, stofnana, fulltrúa sveitarfélaga og ekki síst hagsmunasamtaka fatlaðs fólks. Fatlað fólk hefur stýrt þeim ellefu vinnuhópum sem unnið hafa aðgerðir inn í áætlunina. Þá stóð ráðuneyti mitt fyrir opnum fundum á níu stöðum um allt land í vor og sumar og þar áttum við gott samtal um málaflokkinn. Ég hef nú sett drög að landsáætlun í samráðsgátt stjórnvalda til 23. nóvember og hyggst leggja hana fram sem þingsályktunartillögu á Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi. Landsáætlunin verður afar mikilvæg til að koma réttindum fatlaðs fólks samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna til framkvæmdar. Markmið áætlunarinnar er samhljóma fyrstu grein samningsins, að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra, jafnframt því að vernda og tryggja slík réttindi og frelsi, og að auka virðingu fyrir eðlislægri mannlegri reisn fatlaðs fólks. Landsáætlun hefur að geyma tæpar 60 aðgerðir sem snerta vitundarvakningu og fræðslu, aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu, sjálfstætt líf, menntun og atvinnu, og þróun á þjónustu. Ég hlakka til að leggja áætlunina fram á Alþingi til umræðu og vonandi verður hún samþykkt fyrir vorið. Ég hvet einnig sem flest til að senda inn athugasemdir meðan landsáætlun er í samráðsgátt stjórnvalda. Með Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks stígum við mikilvæg skref í átt að frekari mannréttindum og betri þjónustu við fatlað fólk. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar