Út og suður um samgöngur Guðjón Sigurbjartsson skrifar 16. nóvember 2023 14:02 Í ljósi eldsumbrotanna á Reykjanesi sést enn betur en áður að fjárfesting í nýjum flugvelli í Hvassahrauni er hæpin í meira lagi. Ofan á aðrar efasemdir bætist að Reykjanesið verður að mati vísindamanna virkt eldsumbrota svæði næstu áratugi og jafnvel árhundruð og ekki er gott að hafa báða aðal flugvelli landsmanna á eldvirku nesi, sömu megin við Höfuðborgarsvæðið. Eðlilega er ekki vilji til þess meðal borgarbúa að auka starfsemi Reykjavíkurflugvallar (REY) til að gera hann að nægilega öflugum vara alþjóðaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll (KEF). Nær lagi er að draga úr starfsemi REY og leggja hann af þegar nægilegar góður valkostur er tilbúinn.Því þarf að vinda sér í að leita að besta stað fyrir nýjan (vara) alþjóðaflugvöll og miðstöð innanlandsflugsins. Nýr (vara) flugvöllur Jarðvísindamenn telja nú að hafið sé tímabil mikillar eldvirkni á Reykjanesskaga sem staðið getur í áratugi og jafnvel hundruð. Inn á milli geta kröftug eldgos haft mikil áhrif á flug til og frá landinu og þéttbýlinu á SV horninu. Hraun gætu runnið yfir Reykjanesbraut og Suðurstrandarveg og kröftug öskugos gert KEF og jafnvel REY óstarfhæfa um tíma. Því er aðkallandi að byggja upp nýjan (vara) alþjóðaflugvöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, sem jafnframt getur tekið við innanlandsfluginu um tíma ef þess þarf. Starfsemi KEF hefur vaxið hratt undanfarinn áratugi og útlit fyrir áframhaldandi vöxt. Það er í sjálfu sér gott, en enn betra væri að byggja upp annan alþjóðaflugvöll á Suðvestur horninu, ekki of langt frá Höfuðborgarsvæðinu, sem tæki hluta af vextinum og yrði varaflugvöllur fyrir KEF og REY. Ekki er gott að hafa öll eggin í sömu körfu og auka alþjóðaflugvöllur til dæmis á Suðurlandi myndi þjóna landsbyggðinni vel. Mikill viljir er til þess meðal borgarbúa að draga úr starfsemi REY til að nýta betur það frábæra miðlæga svæði sem nú fer undir flugvöll. Enginn viljir er hins vegar til að auka starfsemina og stækka REY þannig að hann geti tekið við hluta alþjóðaflugsins til lengri tíma. Með tilkomu fluglestar KEF-REY getur KEF auðveldlega tekið við miðstöð innanlandsflugsins, en það þarf samt varaflugvöll fyrir þá starfsemi ef starfsemin í Keflavík raskast. Bygging nýs alþjóðaflugvallar í nágrenni Höfuðborgarsvæðisins er hagkvæm sem PPP framkvæmd það er einka- opinber- samvinnuframkvæmd og mun því ekki þurfa að seilast djúpt í pyngju skattgreiðenda heldur þvert á móti. Slíkur flugvöllur yrði lyftistöng fyrir landið. Fluglest og sjúkraþyrlur Samfélagslegur ábati af háhraða Fluglest REY-KEF hefur líka verið metinn mikill eða allt að 100 milljörðum króna. Fluglestin er sem sagt hagkvæm sem PPP framkvæmd og mun þjóna landsmönnum vel. Hún verður einnig umhverfisvæn, þægileg, ódýr og góð aðkoma að landinu sem við verðum stolt af og nótum. Á næstu árum munu sjúkraþyrlur staðsettar á lykil stöðum á landinu, taka brýn sjúkraflug. Þær verða fljótari á vettvang, geta lent nálægt slysstað og við sjúkrahús. Með þeim styttist viðbragðstími sem bjargar mannslífum og bætir heilbrigðisþjónustuna, sem mun bjarga mannslífum, bæta önnur og er þjóðhagslega hagkvæmt. Með tilkomu fluglestar og sjúkraþyrla verður því auðvelt, gott og hagkvæmt að sameina meginstarfsemi REY við flug á Miðnesheiðinni. Hálendisvegir Á næstu áratugum væri þarft að byggja upp heilsárs hálendisvegi yfir Sprengisand milli Suðurlands, Norðurlands og Austurlands. Þeir mun opna dásemdir hálendisins fyrir fleirum og stytta leiðir milli landshluta. Þannig munu þeir auka getu landsins til að taka við ferðafólki með góðu móti og laða marga til sín. Hálendisvegirnir eru því góðir fyrir landsmenn og ferðafólk og hagkvæmir sem PPP framkvæmd sem greiðist af notendum án teljandi útgjalda fyrir skattgreiðendur. Suðurlandsflugvöllur Skoða þarf kosti þess og galla að byggja upp nýjan (vara) flugvöll í nágrenni Höfuðborgarsvæðisins, væntanlega þá á Suðurlandi. Gera þarf vandaða faglega staðarvalsgreiningu til að finna besta stað fyrir slíkan flugvöll. Að henni þurfa að koma viðeigandi fræðingar sem kunna til verka og geta „horft á stóru myndina“ fyrir landið ótruflaðir af „hreppa“ sjónarmiðum. Það er mikilvægt og hagkvæmt að hafa varaflugvöllinn ekki mjög langt frá aðalflugvelli og því svæði sem flestir vilja og þurfa að fara til, en samt á öðru veðurfars- og náttúruvársvæði. Þaðan þarf líka góða samgöngutengingar við aðal þéttbýlið á SV horninu. Suðurland í nágrenni Selfoss virðist augljós kostur í þessu sambandi. Um 90% erlendra ferðamanna fara “Gullna hringinn” og margir, sérstaklega þeir sem eru að koma í annað eða þriðja sinn til landsins munu væntanleg nýta sér að koma beint á Suðurland. Bretar settu enda niður flugvöll þessu svæði á sínum tíma, reyndar án þess að byggja það nægilega vel upp gagnvart flóðahættu, sem varð afdrifaríkt. Suðurland er heppilegt svæði til að taka við auknu þéttbýli þegar þrengist um á höfuðborgarsvæðinu. Það sést best á hraðri uppbyggingu Selfoss og nágrennis undanfarin ár. Flugvöllur á Suðurlandi myndi styrkja landsbyggðina og landið allt meðal annars með því að gera ferðafólki kleift að ferðast lengra til austurs og norðurs, ekki síst með tilkomu uppbyggðs heilsárs hálendisvegir sem mun opna dásemdir hálendisins og stytta leiðir milli landshluta. Byggja mætti hvort tveggja nýjan Suðurlandsflugvöll og heilsárs hálendisveg með PPP fyrirkomulagi af notkunargjöldum því þessar mikilvægu framkvæmdir fengju talsverða notkun. Mikill ávinningur fyrir landsmenn Um 10 milljónir manna fara árlega um KEF því er spáð að alþjóðaflug muni vaxa um 5-10% á ári næstu áratugi. Fjöldi ferðmanna til landsins mun því vaxa mikið og þörf er á góðum valkosti við aðalflugvöllinn á Miðnesheiði. Þá er þörf fyrir góðan vara flugvelli fyrir alþjóða- og innanlands flugið. Ofangreindar stórframkvæmdir eru hagkvæmar í PPP framkvæmd án mikilla útgjalda fyrir skattgreiðendur en með stórkostlegum ávinningi. Stjórnvöld þurfa að láta sig þessi mál varða og lát greina þau vel af til þess hæfu fagfólki. Það þarf að horfa á stóru myndina fyrir landið og loftslagið og til lengri tíma. Það hafa verið gerðar vandaðar úttektir af minni ástæðum. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Fréttir af flugi Eldgos á Reykjanesskaga Keflavíkurflugvöllur Árborg Flóahreppur Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi eldsumbrotanna á Reykjanesi sést enn betur en áður að fjárfesting í nýjum flugvelli í Hvassahrauni er hæpin í meira lagi. Ofan á aðrar efasemdir bætist að Reykjanesið verður að mati vísindamanna virkt eldsumbrota svæði næstu áratugi og jafnvel árhundruð og ekki er gott að hafa báða aðal flugvelli landsmanna á eldvirku nesi, sömu megin við Höfuðborgarsvæðið. Eðlilega er ekki vilji til þess meðal borgarbúa að auka starfsemi Reykjavíkurflugvallar (REY) til að gera hann að nægilega öflugum vara alþjóðaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll (KEF). Nær lagi er að draga úr starfsemi REY og leggja hann af þegar nægilegar góður valkostur er tilbúinn.Því þarf að vinda sér í að leita að besta stað fyrir nýjan (vara) alþjóðaflugvöll og miðstöð innanlandsflugsins. Nýr (vara) flugvöllur Jarðvísindamenn telja nú að hafið sé tímabil mikillar eldvirkni á Reykjanesskaga sem staðið getur í áratugi og jafnvel hundruð. Inn á milli geta kröftug eldgos haft mikil áhrif á flug til og frá landinu og þéttbýlinu á SV horninu. Hraun gætu runnið yfir Reykjanesbraut og Suðurstrandarveg og kröftug öskugos gert KEF og jafnvel REY óstarfhæfa um tíma. Því er aðkallandi að byggja upp nýjan (vara) alþjóðaflugvöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, sem jafnframt getur tekið við innanlandsfluginu um tíma ef þess þarf. Starfsemi KEF hefur vaxið hratt undanfarinn áratugi og útlit fyrir áframhaldandi vöxt. Það er í sjálfu sér gott, en enn betra væri að byggja upp annan alþjóðaflugvöll á Suðvestur horninu, ekki of langt frá Höfuðborgarsvæðinu, sem tæki hluta af vextinum og yrði varaflugvöllur fyrir KEF og REY. Ekki er gott að hafa öll eggin í sömu körfu og auka alþjóðaflugvöllur til dæmis á Suðurlandi myndi þjóna landsbyggðinni vel. Mikill viljir er til þess meðal borgarbúa að draga úr starfsemi REY til að nýta betur það frábæra miðlæga svæði sem nú fer undir flugvöll. Enginn viljir er hins vegar til að auka starfsemina og stækka REY þannig að hann geti tekið við hluta alþjóðaflugsins til lengri tíma. Með tilkomu fluglestar KEF-REY getur KEF auðveldlega tekið við miðstöð innanlandsflugsins, en það þarf samt varaflugvöll fyrir þá starfsemi ef starfsemin í Keflavík raskast. Bygging nýs alþjóðaflugvallar í nágrenni Höfuðborgarsvæðisins er hagkvæm sem PPP framkvæmd það er einka- opinber- samvinnuframkvæmd og mun því ekki þurfa að seilast djúpt í pyngju skattgreiðenda heldur þvert á móti. Slíkur flugvöllur yrði lyftistöng fyrir landið. Fluglest og sjúkraþyrlur Samfélagslegur ábati af háhraða Fluglest REY-KEF hefur líka verið metinn mikill eða allt að 100 milljörðum króna. Fluglestin er sem sagt hagkvæm sem PPP framkvæmd og mun þjóna landsmönnum vel. Hún verður einnig umhverfisvæn, þægileg, ódýr og góð aðkoma að landinu sem við verðum stolt af og nótum. Á næstu árum munu sjúkraþyrlur staðsettar á lykil stöðum á landinu, taka brýn sjúkraflug. Þær verða fljótari á vettvang, geta lent nálægt slysstað og við sjúkrahús. Með þeim styttist viðbragðstími sem bjargar mannslífum og bætir heilbrigðisþjónustuna, sem mun bjarga mannslífum, bæta önnur og er þjóðhagslega hagkvæmt. Með tilkomu fluglestar og sjúkraþyrla verður því auðvelt, gott og hagkvæmt að sameina meginstarfsemi REY við flug á Miðnesheiðinni. Hálendisvegir Á næstu áratugum væri þarft að byggja upp heilsárs hálendisvegi yfir Sprengisand milli Suðurlands, Norðurlands og Austurlands. Þeir mun opna dásemdir hálendisins fyrir fleirum og stytta leiðir milli landshluta. Þannig munu þeir auka getu landsins til að taka við ferðafólki með góðu móti og laða marga til sín. Hálendisvegirnir eru því góðir fyrir landsmenn og ferðafólk og hagkvæmir sem PPP framkvæmd sem greiðist af notendum án teljandi útgjalda fyrir skattgreiðendur. Suðurlandsflugvöllur Skoða þarf kosti þess og galla að byggja upp nýjan (vara) flugvöll í nágrenni Höfuðborgarsvæðisins, væntanlega þá á Suðurlandi. Gera þarf vandaða faglega staðarvalsgreiningu til að finna besta stað fyrir slíkan flugvöll. Að henni þurfa að koma viðeigandi fræðingar sem kunna til verka og geta „horft á stóru myndina“ fyrir landið ótruflaðir af „hreppa“ sjónarmiðum. Það er mikilvægt og hagkvæmt að hafa varaflugvöllinn ekki mjög langt frá aðalflugvelli og því svæði sem flestir vilja og þurfa að fara til, en samt á öðru veðurfars- og náttúruvársvæði. Þaðan þarf líka góða samgöngutengingar við aðal þéttbýlið á SV horninu. Suðurland í nágrenni Selfoss virðist augljós kostur í þessu sambandi. Um 90% erlendra ferðamanna fara “Gullna hringinn” og margir, sérstaklega þeir sem eru að koma í annað eða þriðja sinn til landsins munu væntanleg nýta sér að koma beint á Suðurland. Bretar settu enda niður flugvöll þessu svæði á sínum tíma, reyndar án þess að byggja það nægilega vel upp gagnvart flóðahættu, sem varð afdrifaríkt. Suðurland er heppilegt svæði til að taka við auknu þéttbýli þegar þrengist um á höfuðborgarsvæðinu. Það sést best á hraðri uppbyggingu Selfoss og nágrennis undanfarin ár. Flugvöllur á Suðurlandi myndi styrkja landsbyggðina og landið allt meðal annars með því að gera ferðafólki kleift að ferðast lengra til austurs og norðurs, ekki síst með tilkomu uppbyggðs heilsárs hálendisvegir sem mun opna dásemdir hálendisins og stytta leiðir milli landshluta. Byggja mætti hvort tveggja nýjan Suðurlandsflugvöll og heilsárs hálendisveg með PPP fyrirkomulagi af notkunargjöldum því þessar mikilvægu framkvæmdir fengju talsverða notkun. Mikill ávinningur fyrir landsmenn Um 10 milljónir manna fara árlega um KEF því er spáð að alþjóðaflug muni vaxa um 5-10% á ári næstu áratugi. Fjöldi ferðmanna til landsins mun því vaxa mikið og þörf er á góðum valkosti við aðalflugvöllinn á Miðnesheiði. Þá er þörf fyrir góðan vara flugvelli fyrir alþjóða- og innanlands flugið. Ofangreindar stórframkvæmdir eru hagkvæmar í PPP framkvæmd án mikilla útgjalda fyrir skattgreiðendur en með stórkostlegum ávinningi. Stjórnvöld þurfa að láta sig þessi mál varða og lát greina þau vel af til þess hæfu fagfólki. Það þarf að horfa á stóru myndina fyrir landið og loftslagið og til lengri tíma. Það hafa verið gerðar vandaðar úttektir af minni ástæðum. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun