Vilja leggja jafnlaunavottunina niður Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2023 12:03 Bergþór Ólason. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að horfið verði frá lögum um jafnlaunavottun enda hafi sú tilraun mistekist með öllu og sé íþyngjandi fyrir fyrirtæki. vísir/vilhelm Miðflokkurinn, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem gert er ráð fyrir því að jafnlaunavottunin verði lögð niður. Þeir Miðflokksmenn eru einir um að mæla fyrir tillögunni en þar segir að ljóst sé að ekki hafi tekist að uppfylla jafnlaunavottun og eins virðist að með nýjum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hafi jafnlaunavottun verið íþyngjandi fyrir smærri fyrirtæki. „Ferlið er kostnaðarsamt og eykur flækjustig fyrir fyrirtæki. Því telja flutningsmenn að hagstæðast sé fyrir stofnanir og fyrirtæki í landinu að jafnlaunavottun verði afnumin því að ljóst sé að ekki er forsenda fyrir því að halda áfram með vottunina,“ segir í tillögunni. Sigmundur Davíð og Bergþór segja í tillögu sinni ljóst að hagstæðast sé fyrir fyrirtæki og stofnanir að jafnlaunavottunin verði aflögð.vísir/vilhelm Það var hinn 1. júní 2017 sem Alþingi samþykkti lög um jafnlaunavottun. Þorsteinn Víglundsson, sem þá var félagsmálaráðherra, hafði barist mjög fyrir því að málið yrði að veruleika og var ekki mikil andstaða við það á þinginu. Lögin fólu meðal annars í sér það að fyrirtækjum og stofnunum var gert skilt að öðlast jafnlaunavottun og miðaði það við starfsmannafjölda sem hér segir: – 250 eða fleiri starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2018. – 150–249 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2019. – 90–149 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2020. – 25–89 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2021. – Opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skyldu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019. Í tillögu þeirra Sigmundar Davíðs og Bergþórs segir að markmiðið hafi verið að jafna hlut kynjanna en það hafi mistekist: „Þegar tölur við lok árs 2022 eru skoðaðar kemur í ljós að alls hafa 443 fyrirtæki og stofnanir af 1.094 hlotið jafnlaunavottun. Eftir standa 651 fyrirtæki og stofnanir sem ekki hafa hlotið jafnlaunavottun þrátt fyrir skýran tímaramma laga á því hvenær fyrirtæki og stofnanir skyldu hafa hlotið vottun.“ Á er bent að í niðurstöðum rannsókna um jafnlaunastaðal og afnám kynbundinna launa, en sú niðurstöðurnar birtust í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla árið 2022, komi fram að reglugerðinni fylgi engar leiðbeiningar um hvað sönnunarbyrði vottunaraðila inniheldur hvað varðar rannsóknarvinnu gagnvart starfaflokkun eða launagreiningu, umfang skoðunar, fjölda viðmælanda eða lágmarkstímafjölda. Alþingi Jafnréttismál Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
Þeir Miðflokksmenn eru einir um að mæla fyrir tillögunni en þar segir að ljóst sé að ekki hafi tekist að uppfylla jafnlaunavottun og eins virðist að með nýjum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hafi jafnlaunavottun verið íþyngjandi fyrir smærri fyrirtæki. „Ferlið er kostnaðarsamt og eykur flækjustig fyrir fyrirtæki. Því telja flutningsmenn að hagstæðast sé fyrir stofnanir og fyrirtæki í landinu að jafnlaunavottun verði afnumin því að ljóst sé að ekki er forsenda fyrir því að halda áfram með vottunina,“ segir í tillögunni. Sigmundur Davíð og Bergþór segja í tillögu sinni ljóst að hagstæðast sé fyrir fyrirtæki og stofnanir að jafnlaunavottunin verði aflögð.vísir/vilhelm Það var hinn 1. júní 2017 sem Alþingi samþykkti lög um jafnlaunavottun. Þorsteinn Víglundsson, sem þá var félagsmálaráðherra, hafði barist mjög fyrir því að málið yrði að veruleika og var ekki mikil andstaða við það á þinginu. Lögin fólu meðal annars í sér það að fyrirtækjum og stofnunum var gert skilt að öðlast jafnlaunavottun og miðaði það við starfsmannafjölda sem hér segir: – 250 eða fleiri starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2018. – 150–249 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2019. – 90–149 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2020. – 25–89 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2021. – Opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skyldu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019. Í tillögu þeirra Sigmundar Davíðs og Bergþórs segir að markmiðið hafi verið að jafna hlut kynjanna en það hafi mistekist: „Þegar tölur við lok árs 2022 eru skoðaðar kemur í ljós að alls hafa 443 fyrirtæki og stofnanir af 1.094 hlotið jafnlaunavottun. Eftir standa 651 fyrirtæki og stofnanir sem ekki hafa hlotið jafnlaunavottun þrátt fyrir skýran tímaramma laga á því hvenær fyrirtæki og stofnanir skyldu hafa hlotið vottun.“ Á er bent að í niðurstöðum rannsókna um jafnlaunastaðal og afnám kynbundinna launa, en sú niðurstöðurnar birtust í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla árið 2022, komi fram að reglugerðinni fylgi engar leiðbeiningar um hvað sönnunarbyrði vottunaraðila inniheldur hvað varðar rannsóknarvinnu gagnvart starfaflokkun eða launagreiningu, umfang skoðunar, fjölda viðmælanda eða lágmarkstímafjölda.
– 250 eða fleiri starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2018. – 150–249 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2019. – 90–149 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2020. – 25–89 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2021. – Opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skyldu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019.
Alþingi Jafnréttismál Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira