Þeir Aron Guðmundsson, Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason settust niður fyrr í dag í Bratislava og fóru yfir verkefnið framundan hjá íslenska landsliðinu sem þarf á sigri í kvöld að halda til að sjá til þess að EM von liðsins í undankeppninni haldist á lífi.
Uppselt er á Tehelné pole, þjóðarleikvang Slóvaka í kvöld enda geta heimamenn tryggt sér sæti á EM næsta árs með jafntefli eða sigri gegn Íslandi.
Við ætlum okkur hins vegar að skemma partý Slóvakanna og er þessi upphitunarþáttur hér fyrir neðan tilvalinn til þess að gíra sig upp fyrir kvöldið.