Green fór ekki aðeins snemma í sturtu heldur hefur hann verið dæmdur í fimm leikja launalaust bann sem kostar hann um 109 milljónir íslenskra króna í tekjumissi.
Eftir leikinn setti Rudy Gobert fram kenningu og það lítur út fyrir það að hann hafi þar uppljóstrað leyndarmáli Draymond Green.
„Alltaf þegar Steph spilar ekki, hann vill ekki spila án síns manns Steph, og þá reynir hann allt til að vera rekinn út úr húsi,“ sagði Rudy Gobert eftir leikinn.
Þegar menn fóru að skoða sögu brottvísana Draymonds Green þá kom í ljós að Gobert var þarna ekki fara með fleipur.
Stephen Curry hefur ekki spilað í sjö af ellefu leikjum þar sem Green hefur verið rekinn snemma í sturtu.
Green var fyrst rekinn út úr húsi þegar Steph spilaði ekki árið 2019 en þá var hann einmitt að spila á móti Gobert sem hafði því séð þetta áður.
Gobert var því ekkert að strá salt í sárið með ummælum sínum heldur var hann bara að opna á eitt af leyndarmálum Draymonds.