Uppbygging um alla borg Pawel Bartoszek skrifar 17. nóvember 2023 11:01 Þessa stundina eru 2853 íbúðir í byggingu í Reykjavík. Uppbyggingin á sér stað um alla borg en stærstu stöku reitirnir eru Heklureitur, Orkureitur og Grensásvegur 1. Þá er byrjað að byggja í Ártúnshöfða, í hverfi þar sem nokkur þúsund íbúðir mun rísa á næstu árum, og nýframkvæmdir eru enn í fullum gangi í Vogabyggð og í Úlfarsárdal. Yfir 5.000 íbúðir skipulagðar Þetta eru bara þeir staðir þar sem hamarshögg heyrist. Hægt er að hefja byggingu á 2.708 íbúðum sem eru á byggingarhæfum lóðum. Þetta eru til dæmis lóðir fyrir 450 íbúðir Hlíðarenda, 300 íbúðir í Gufunesi og 200 á Kirkjusandi, svo eitthvað sé nefnt. Í samþykktu skipulagi (þar sem verið er að gera lóðirnar klárar) eru síðan 2.705 íbúðir. Stærstu svæðin þar eru Skerjafjörður og Ártúnshöfði. Lengra inn í framtíðina eru svæði þar sem verið er að vinna að skipulagi, stærst þeirra er Keldnalandið með yfir 3.500 íbúðir en einnig er vert að nefna Kringlusvæðið og Veðurstofuhæð. Eggjunum dreift Punkturinn með allri þessari upptalningu er þessi. Reykjavík hefur ekki sett öll eggin í sömu körfuna. Eggjunum hefur verið dreift um alla borg. Fyrir vikið hefur uppbyggingin í borginni verið stöðug og útlit er fyrir að yfir 1.000 íbúðir verði teknar í notkun í borginni í ár, fimmta árið í röð. Við í Viðreisn erum stolt af okkar hlutdeild og okkar árangri í þessum málaflokki. Á framboðshliðinni eru engar töfralausnir aðrar en þær að tryggja að þessi skynsamlega og stöðuga uppbygging haldi áfram. Viðreisn mun halda áfram að vinna því að nóg sé skipulagt af nýjum lóðum víðsvegar um borgina, að nóg sé byggt og að nóg komi inn á hinn almenna markað til að nýir kaupendur hafi úr nógu að velja. Þannig tryggjum við stöðuleikann í framboðinu. Viðbót að lokum: Til að tryggja stöðugleika í eftirspurninni þurfum við síðan “bara” að taka upp nýjan gjaldmiðil og komast í stöðugra vaxtaumhverfi til að reglulegar gengissveiflur og verðbólguskot éti ekki upp kaupmáttinn okkar á nokkurra ára fresti. En það er efni í aðra grein. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þessa stundina eru 2853 íbúðir í byggingu í Reykjavík. Uppbyggingin á sér stað um alla borg en stærstu stöku reitirnir eru Heklureitur, Orkureitur og Grensásvegur 1. Þá er byrjað að byggja í Ártúnshöfða, í hverfi þar sem nokkur þúsund íbúðir mun rísa á næstu árum, og nýframkvæmdir eru enn í fullum gangi í Vogabyggð og í Úlfarsárdal. Yfir 5.000 íbúðir skipulagðar Þetta eru bara þeir staðir þar sem hamarshögg heyrist. Hægt er að hefja byggingu á 2.708 íbúðum sem eru á byggingarhæfum lóðum. Þetta eru til dæmis lóðir fyrir 450 íbúðir Hlíðarenda, 300 íbúðir í Gufunesi og 200 á Kirkjusandi, svo eitthvað sé nefnt. Í samþykktu skipulagi (þar sem verið er að gera lóðirnar klárar) eru síðan 2.705 íbúðir. Stærstu svæðin þar eru Skerjafjörður og Ártúnshöfði. Lengra inn í framtíðina eru svæði þar sem verið er að vinna að skipulagi, stærst þeirra er Keldnalandið með yfir 3.500 íbúðir en einnig er vert að nefna Kringlusvæðið og Veðurstofuhæð. Eggjunum dreift Punkturinn með allri þessari upptalningu er þessi. Reykjavík hefur ekki sett öll eggin í sömu körfuna. Eggjunum hefur verið dreift um alla borg. Fyrir vikið hefur uppbyggingin í borginni verið stöðug og útlit er fyrir að yfir 1.000 íbúðir verði teknar í notkun í borginni í ár, fimmta árið í röð. Við í Viðreisn erum stolt af okkar hlutdeild og okkar árangri í þessum málaflokki. Á framboðshliðinni eru engar töfralausnir aðrar en þær að tryggja að þessi skynsamlega og stöðuga uppbygging haldi áfram. Viðreisn mun halda áfram að vinna því að nóg sé skipulagt af nýjum lóðum víðsvegar um borgina, að nóg sé byggt og að nóg komi inn á hinn almenna markað til að nýir kaupendur hafi úr nógu að velja. Þannig tryggjum við stöðuleikann í framboðinu. Viðbót að lokum: Til að tryggja stöðugleika í eftirspurninni þurfum við síðan “bara” að taka upp nýjan gjaldmiðil og komast í stöðugra vaxtaumhverfi til að reglulegar gengissveiflur og verðbólguskot éti ekki upp kaupmáttinn okkar á nokkurra ára fresti. En það er efni í aðra grein. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar