Telur gos ennþá yfirvofandi: Yrði ekki stórt en staðsetning erfið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 12:12 Jarðfræðingurinn Magnús Tumi er enn á því að líklegasta sviðsmynd umbrotanna á Reykjanesskaga sé að þau endi með eldgosi. Vísir/Einar Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegustu sviðsmyndina að það muni gjósa á Reykjanesskaga, fyrst kvika streymi enn í kvikuganginn. Þó yrði það gos líklega ekki stórt og meira í líkingu við gos undanfarinna ára. Vika er síðan Grindavíkurbær var rýmdur í kjölfar ákafrar jarðskjálftahrinu og kvikusöfnunar undir bænum. Talið var að kvikuflæðið væri hátt í hundrað rúmmetrar á sekúndu inn í kvikugangin. Síðan hefur hægst mikið á innrennslinu en það hefur ekki hætt. „Kvika er að renna inn í ganginn en hún fer alltaf minnkandi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur. „Það er í sjálfu sér góðar fréttir, það bendir til þess að ef það gýs, sem við verðum að telja líklegt á meðan kvika flæðir enn inn, þá yrði það gos ekki stórt.“ Líkleg staðsetning mögulegs goss væri hinsvegar erfið. Grindavík og orkuverið væru mjög berskjölduð, en tíminn vinni með fólki þar sem undirbúningur varnargarða sé í fullum gangi. Bæði sammála og ósammála Haraldi Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sagði í viðtali á Vísi í morgun að hann telji flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kvikuna sem kunni að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. Magnús Tumi segir það samdóma álit vísindamanna að undirliggjandi ástæða umbrotanna séu flekahreyfingar. Landið er að gliðna í sundur, það er það sama og ég var að segja, bara orðað aðeins öðruvísi. „Það getur vel verið að kvikan nái ekki til yfirborðs og við sjáum merki um að hana langar svo sem ekkert lengra ef svo má að orði komast, þrýstingur er ekki nægur,“ segir Magnús Tumi. „En ef hún nær ekki að gliðna, ef það næst ekki að togast eða ýtast meira í sundur og kvika heldur áfram að streyma þá getur þetta endað með gosi. Það er svona sú sviðsmynd sem við teljum að ekki sé hægt að draga neitt úr enn sem komið er.“ „Aflögunin og virknin er miklu meiri norðar og þar er langmest opnun. Gliðnunin er mest nálægt miðjunni og þar er líklegt að gjósi.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Vika er síðan Grindavíkurbær var rýmdur í kjölfar ákafrar jarðskjálftahrinu og kvikusöfnunar undir bænum. Talið var að kvikuflæðið væri hátt í hundrað rúmmetrar á sekúndu inn í kvikugangin. Síðan hefur hægst mikið á innrennslinu en það hefur ekki hætt. „Kvika er að renna inn í ganginn en hún fer alltaf minnkandi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur. „Það er í sjálfu sér góðar fréttir, það bendir til þess að ef það gýs, sem við verðum að telja líklegt á meðan kvika flæðir enn inn, þá yrði það gos ekki stórt.“ Líkleg staðsetning mögulegs goss væri hinsvegar erfið. Grindavík og orkuverið væru mjög berskjölduð, en tíminn vinni með fólki þar sem undirbúningur varnargarða sé í fullum gangi. Bæði sammála og ósammála Haraldi Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sagði í viðtali á Vísi í morgun að hann telji flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kvikuna sem kunni að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. Magnús Tumi segir það samdóma álit vísindamanna að undirliggjandi ástæða umbrotanna séu flekahreyfingar. Landið er að gliðna í sundur, það er það sama og ég var að segja, bara orðað aðeins öðruvísi. „Það getur vel verið að kvikan nái ekki til yfirborðs og við sjáum merki um að hana langar svo sem ekkert lengra ef svo má að orði komast, þrýstingur er ekki nægur,“ segir Magnús Tumi. „En ef hún nær ekki að gliðna, ef það næst ekki að togast eða ýtast meira í sundur og kvika heldur áfram að streyma þá getur þetta endað með gosi. Það er svona sú sviðsmynd sem við teljum að ekki sé hægt að draga neitt úr enn sem komið er.“ „Aflögunin og virknin er miklu meiri norðar og þar er langmest opnun. Gliðnunin er mest nálægt miðjunni og þar er líklegt að gjósi.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira