Ferðaþjónusta, frá stefnu í aðgerðir Haukur Harðarson skrifar 17. nóvember 2023 14:00 Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi. Fjöldi ferðamanna fór úr tæplega 500 þúsund árið 2010 í rúmar 2,3 milljónir árið 2018 þegar mest var. Á þessu ári er reiknað með að fjöldi ferðamanna fari yfir 2 milljónir. Í samvinnu stjórnvalda og ferðaþjónustunnar hefur verið mörkuð framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina til ársins 2030. Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi í sjálfbærri þróun á grundvelli efnahags-, umhverfis- og samfélagslegs jafnvægis. En stefnu fylgja aðgerðir og því skipaði ferðamálaráðherra sjö starfshópa sem falið var að vinna tillögur að aðgerðum inn í aðgerðaáætlun fyrir ferðamálastefnu til 2030. Gert er ráð fyrir að stefnan og aðgerðaáætlunin verði lögð fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar á vorþingi 2024. Nú eru fyrstu tillögur aðgerða frá starfshópunum til umsagnar í samráðsgátt. Þegar tillögur starfshópanna eru rýndar koma að mínu áliti fram sameiginlegar áherslur. Þær eru sjálfbærni, rannsóknir, gögn og greiningar, menntun og gæði, álagsstýring, leyfismál og eftirlit. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur verið þátttakandi í mótun fyrstu tillagna að aðgerðum varðandi hæfni og gæði. Hæfnisetrið starfar á forsendum ferðaþjónustunnar við að efla hæfni og gæði í atvinnugreininni. Frestur til þess að skrifa umsögn í samráðsgátt er 23.nóvember 2023. Í framhaldi verður tekið mið af ábendingum sem koma fram við mótun lokatillagna og þær birtar í samráðsgátt. Mikilvægt er að þau sem standa næst atvinnugreininni skoði þær tillögur sem fram eru komnar og móti sér skoðun á þeim. Til að varpa fram ljósi á þær tillögur sem nú eru til umsagnar boða Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar til Menntamorguns í streymi mánudaginn 20. nóvember kl. 09:00 – 10:00. Á fundinum verður kynning á megináherslum sem felast í tillögum hópanna og síðan verður farið dýpra í tillögur varðandi hæfni og gæði. Fundurinn er öllum opinn og nánari upplýsingar um dagskrá má nálgast hér. Og í lokinn, það er einfalt að setja inn umsögn í samráðsgátt og viðmótið þægilegt. Þær þurfa ekki að vera umfangsmiklar og formlegar, þær geta snert málið í heild sinni eða einstök atriði og geta verið frá einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum, samtökum eða hverjum sem er sem vill láta rödd sína heyrast. Höfundur er verkefnastjóri Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi. Fjöldi ferðamanna fór úr tæplega 500 þúsund árið 2010 í rúmar 2,3 milljónir árið 2018 þegar mest var. Á þessu ári er reiknað með að fjöldi ferðamanna fari yfir 2 milljónir. Í samvinnu stjórnvalda og ferðaþjónustunnar hefur verið mörkuð framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina til ársins 2030. Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi í sjálfbærri þróun á grundvelli efnahags-, umhverfis- og samfélagslegs jafnvægis. En stefnu fylgja aðgerðir og því skipaði ferðamálaráðherra sjö starfshópa sem falið var að vinna tillögur að aðgerðum inn í aðgerðaáætlun fyrir ferðamálastefnu til 2030. Gert er ráð fyrir að stefnan og aðgerðaáætlunin verði lögð fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar á vorþingi 2024. Nú eru fyrstu tillögur aðgerða frá starfshópunum til umsagnar í samráðsgátt. Þegar tillögur starfshópanna eru rýndar koma að mínu áliti fram sameiginlegar áherslur. Þær eru sjálfbærni, rannsóknir, gögn og greiningar, menntun og gæði, álagsstýring, leyfismál og eftirlit. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur verið þátttakandi í mótun fyrstu tillagna að aðgerðum varðandi hæfni og gæði. Hæfnisetrið starfar á forsendum ferðaþjónustunnar við að efla hæfni og gæði í atvinnugreininni. Frestur til þess að skrifa umsögn í samráðsgátt er 23.nóvember 2023. Í framhaldi verður tekið mið af ábendingum sem koma fram við mótun lokatillagna og þær birtar í samráðsgátt. Mikilvægt er að þau sem standa næst atvinnugreininni skoði þær tillögur sem fram eru komnar og móti sér skoðun á þeim. Til að varpa fram ljósi á þær tillögur sem nú eru til umsagnar boða Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar til Menntamorguns í streymi mánudaginn 20. nóvember kl. 09:00 – 10:00. Á fundinum verður kynning á megináherslum sem felast í tillögum hópanna og síðan verður farið dýpra í tillögur varðandi hæfni og gæði. Fundurinn er öllum opinn og nánari upplýsingar um dagskrá má nálgast hér. Og í lokinn, það er einfalt að setja inn umsögn í samráðsgátt og viðmótið þægilegt. Þær þurfa ekki að vera umfangsmiklar og formlegar, þær geta snert málið í heild sinni eða einstök atriði og geta verið frá einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum, samtökum eða hverjum sem er sem vill láta rödd sína heyrast. Höfundur er verkefnastjóri Hæfnisetur ferðaþjónustunnar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun