Ákærður fyrir að saka bróður sinn ranglega um kynferðisbrot gegn dætrum hans Lovísa Arnardóttir skrifar 17. nóvember 2023 15:55 Málið fer fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir rangar sakargiftir en hann tilkynnti bróður sinn til bæði Neyðarlínu og barnaverndar Hafnarfjarðar í febrúar árið 2020 fyrir að hafa brotið kynferðislega á dætrum sínum. Auk þess sagði hann manninn hafa deilt af brotum sínum barnaníðsefni á alþjóðlegar vefsíður. Í ákæru héraðssaksóknara kemur fram að maðurinn hafi hringt í Neyðarlínuna og tilkynnt bróður sinn. Maðurinn notaði ekki sitt rétta nafn þegar hann hringdi en tilkynnti um alvarlegt kynferðisofbeldi gegn tveimur dætrum mannsins, þar með talið nauðgun, og að maðurinn hefði deilt myndefni af brotum sínum á alþjóðlegri vefsíðu. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Í kjölfarið sendi hann tölvupóst á starfsmann barnaverndar Hafnarfjarðar þar sem hann lýsti ofbeldi mannsins ítarlega. Þar kom einnig fram að maðurinn hefði brotið á dætrum sínum í félagi við fjóra aðra menn. Það sæist á tveimur mismunandi myndböndum. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn og tekin könnunarviðtöl við tvær dætur hans. Um tíu mánuðum seinna, í nóvember, var rannsókn málsins hætt. Ekki kemur fram í ákæru hvers vegna rannsókn málsins var hætt. Samanlagt er gerð einkaréttarkrafa um að maðurinn greiði átta milljónir í miskabætur og einnig lögmannskostnað. Gerð er krafa um að ákærði greiði bróður sínum tvær milljónir í miskabætur og lögmannskostnað. Sömuleiðis er gerð krafa um að hann greiði dætrum mannsins, frænkum sínum, hverri 1,5 milljón í miskabætur og fyrir lögmannsaðstoð og sambýliskonu hans sömu upphæð í miskabætur. Réttindi barna Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Í ákæru héraðssaksóknara kemur fram að maðurinn hafi hringt í Neyðarlínuna og tilkynnt bróður sinn. Maðurinn notaði ekki sitt rétta nafn þegar hann hringdi en tilkynnti um alvarlegt kynferðisofbeldi gegn tveimur dætrum mannsins, þar með talið nauðgun, og að maðurinn hefði deilt myndefni af brotum sínum á alþjóðlegri vefsíðu. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Í kjölfarið sendi hann tölvupóst á starfsmann barnaverndar Hafnarfjarðar þar sem hann lýsti ofbeldi mannsins ítarlega. Þar kom einnig fram að maðurinn hefði brotið á dætrum sínum í félagi við fjóra aðra menn. Það sæist á tveimur mismunandi myndböndum. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn og tekin könnunarviðtöl við tvær dætur hans. Um tíu mánuðum seinna, í nóvember, var rannsókn málsins hætt. Ekki kemur fram í ákæru hvers vegna rannsókn málsins var hætt. Samanlagt er gerð einkaréttarkrafa um að maðurinn greiði átta milljónir í miskabætur og einnig lögmannskostnað. Gerð er krafa um að ákærði greiði bróður sínum tvær milljónir í miskabætur og lögmannskostnað. Sömuleiðis er gerð krafa um að hann greiði dætrum mannsins, frænkum sínum, hverri 1,5 milljón í miskabætur og fyrir lögmannsaðstoð og sambýliskonu hans sömu upphæð í miskabætur.
Réttindi barna Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira