„Við bíðum bara eftir gosi“ Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. nóvember 2023 18:17 Ólöf Helga segir að það verði að koma betur til móts við Grindvíkinga. Óvissan sé mikil og mjög erfið. Vísir/Ívar Fannar Ólöf Helga Pálsdóttir íbúi í Grindavík segir óvissuna erfiðasta. Fjölskyldan sé örugg og það sé mikilvægast. Hún segir áríðandi að Grindvíkingar fái aðstoð með lán, leigu og afkomu. „Þetta er búið að vera óvissa. Mér lítið breytast dag frá degi nema mér finnst maður fara upp og niður í bjartsýni og svartsýni á móti. Maður er bjartsýnn á að komast heim og svo eftir tíu mínútur er maður farinn að gráta og sakna heimilisins,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir íbúi í Grindavík. Hún segir Grindvíkinga í miklum tilfinningarússíbana og að óvissan sé hvað erfiðust. „Við bíðum bara eftir gosi. Okkur líður bara eins og við séum í bíómynd sem við viljum helst að taki enda.“ Ólöf Helga var í dag á sérstökum upplýsingafundi sem haldinn var í Laugardalshöll um skólamál barna frá Grindavík. Hún segist sjálf vinna fyrir bæinn og hafi verið meðvituð um upplýsingar en að það sé mikilvægt að stefna fólki saman til að geta miðlað helstu upplýsingum til fólks. „Ég hef fundið að fólki hefur þótt óþægilegt að vita ekki hvert krakkarnir eru að fara. En að mínu leyti hef ég ekki einu sinni hugsað út í skólamál strax. Ég er bara að reyna að dreifa huga þeirra. Ég get ekki hugsað mér að senda þau í skóla með ókunnugum börnum og senda þau í enn meiri óvissu,“ segir hún en að gott sé að vita að unnið sé að málinu og að það verði til úrræði þegar þau eru tilbúin. Hvað varðar húsnæðismál fjölskyldunnar segir Ólöf Helga að þau séu fimm í fjölskyldu og þau hafi fengið inn hjá bróður hennar í Vesturbæ Reykjavíkur. „Þar erum við með tvö herbergi. Á meðan við erum örugg erum við ekki að kvarta. Auðvitað þurfum við að minnka töluvert við okkur en í stóra samhenginu skiptir það ekki máli,“ segir hún og að þau séu með allt sem þau þurfi eins og stendur. Horfa til næstu sex mánaða Hún segist á sama tíma meðvituð um það að Grindvíkingar séu ekki að fara heim næstu mánuði. Því séu þau að reyna að finna einhverjar lausnir til langs tíma. „Allir eru að gera sér grein fyrir því. Jafnvel í sex mánuði, ef einhvern tímann,“ segir hún og að fólk vonist til þess að þau verði aðstoðuð. Það sé áríðandi að fá skýr svör hvað varðar lán, leigu og afkomu Grindvíkinga. „Það gerir svo mikið þessi óvissa, að vita ekki um afkomu okkar. Það er það sem veldur mestum kvíða og óöryggi.“ Hún segir frystingu lána bjarnargreiða og að það verði að koma betur til móts við Grindvíkinga þarna. „Við þurfum að fá einhverja hjálp þarna.“ Hún segir að maður hennar og bróðir hafi fengið að fara heim á mánudag að sækja verðmæti en hafi gleymt miklu. Maðurinn hennar hafi fengið að fara aftur inn í dag og hafi verið á heimleið síðdegis í dag. „Við Grindvíkingar erum ótrúlega sterk og samheldin og ég trúi að við getum sigrast á þessu saman.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
„Þetta er búið að vera óvissa. Mér lítið breytast dag frá degi nema mér finnst maður fara upp og niður í bjartsýni og svartsýni á móti. Maður er bjartsýnn á að komast heim og svo eftir tíu mínútur er maður farinn að gráta og sakna heimilisins,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir íbúi í Grindavík. Hún segir Grindvíkinga í miklum tilfinningarússíbana og að óvissan sé hvað erfiðust. „Við bíðum bara eftir gosi. Okkur líður bara eins og við séum í bíómynd sem við viljum helst að taki enda.“ Ólöf Helga var í dag á sérstökum upplýsingafundi sem haldinn var í Laugardalshöll um skólamál barna frá Grindavík. Hún segist sjálf vinna fyrir bæinn og hafi verið meðvituð um upplýsingar en að það sé mikilvægt að stefna fólki saman til að geta miðlað helstu upplýsingum til fólks. „Ég hef fundið að fólki hefur þótt óþægilegt að vita ekki hvert krakkarnir eru að fara. En að mínu leyti hef ég ekki einu sinni hugsað út í skólamál strax. Ég er bara að reyna að dreifa huga þeirra. Ég get ekki hugsað mér að senda þau í skóla með ókunnugum börnum og senda þau í enn meiri óvissu,“ segir hún en að gott sé að vita að unnið sé að málinu og að það verði til úrræði þegar þau eru tilbúin. Hvað varðar húsnæðismál fjölskyldunnar segir Ólöf Helga að þau séu fimm í fjölskyldu og þau hafi fengið inn hjá bróður hennar í Vesturbæ Reykjavíkur. „Þar erum við með tvö herbergi. Á meðan við erum örugg erum við ekki að kvarta. Auðvitað þurfum við að minnka töluvert við okkur en í stóra samhenginu skiptir það ekki máli,“ segir hún og að þau séu með allt sem þau þurfi eins og stendur. Horfa til næstu sex mánaða Hún segist á sama tíma meðvituð um það að Grindvíkingar séu ekki að fara heim næstu mánuði. Því séu þau að reyna að finna einhverjar lausnir til langs tíma. „Allir eru að gera sér grein fyrir því. Jafnvel í sex mánuði, ef einhvern tímann,“ segir hún og að fólk vonist til þess að þau verði aðstoðuð. Það sé áríðandi að fá skýr svör hvað varðar lán, leigu og afkomu Grindvíkinga. „Það gerir svo mikið þessi óvissa, að vita ekki um afkomu okkar. Það er það sem veldur mestum kvíða og óöryggi.“ Hún segir frystingu lána bjarnargreiða og að það verði að koma betur til móts við Grindvíkinga þarna. „Við þurfum að fá einhverja hjálp þarna.“ Hún segir að maður hennar og bróðir hafi fengið að fara heim á mánudag að sækja verðmæti en hafi gleymt miklu. Maðurinn hennar hafi fengið að fara aftur inn í dag og hafi verið á heimleið síðdegis í dag. „Við Grindvíkingar erum ótrúlega sterk og samheldin og ég trúi að við getum sigrast á þessu saman.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira