Þriggja ára drengur tekinn hálstaki og foreldrarnir ekki látnir vita Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2023 11:04 Fjölskyldunni er alvarlega brugðið vegna málsins. Aðsend Móðir þriggja ára drengs, sem tekinn var hálstaki af leikskólakennara, segir miður að foreldrar hafi ekki verið látnir vita af atvikinu fyrr en seint og um síðir. Eydís Ögn Guðmundsdóttir er móðir þriggja ára drengs í leikskólanum Árborg í Árbænum í Reykjavík. Hún segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við leikskólann og Reykjavíkurborg eftir atvik sem átti sér stað í skólanum í ágúst síðastliðnum. DV greindi frá málinu í morgun. Sonur hennar, sem er orkumikill að hennar sögn, hafi verið órólegur í samverustund og verið að trufla hana. „Þá situr sem sagt kennari við hliðina á honum og segir honum að hætta og hann tók ekki nógu vel í það og ætlar að standa upp. Þá grípur hún í peysuna hans og hann nær nokkurn veginn að losa sig svolítið, og þá tekur hún hann hálstaki og stendur sjálf þannig upp og heldur á honum og skellir honum svo á stól,“ segir Eydís Ögn í samtali við Vísi. Ekki látin vita fyrr en töluvert eftir atvikið Eftir að samkennari lét vita af atvikinu hafi ekki verið haft samband við foreldrana, eins og Eydís Ögn hefði búist við eftir atvik sem þetta. „Þetta gerðist greinilega miðvikudaginn 23. ágúst, ef ég man rétt, og svo var vitni, annar leikskólakennari, sem tilkynnti á föstudeginum. Við fengum ekkert að vita af þessu fyrr en vikuna eftir, 31. ágúst. Í þeirri viku sem við vissum ekkert þá var hann svolítið að gráta, vildi ekki fara í leikskólann og hékk utan í mér, sem var rosalega ólíkt honum af því hann hefur alltaf verið mikil félagsvera.“ Kennarinn hafi verið settur í tímabundið launað leyfi en sé komin aftur til starfa í leikskólanum, en þó á annarri deild en sonur hennar er á. Eydís Ögn kveðst óttast að þurfa að færa son sinn á annan leikskóla vegna málsins. Skóla - og menntamál Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Eydís Ögn Guðmundsdóttir er móðir þriggja ára drengs í leikskólanum Árborg í Árbænum í Reykjavík. Hún segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við leikskólann og Reykjavíkurborg eftir atvik sem átti sér stað í skólanum í ágúst síðastliðnum. DV greindi frá málinu í morgun. Sonur hennar, sem er orkumikill að hennar sögn, hafi verið órólegur í samverustund og verið að trufla hana. „Þá situr sem sagt kennari við hliðina á honum og segir honum að hætta og hann tók ekki nógu vel í það og ætlar að standa upp. Þá grípur hún í peysuna hans og hann nær nokkurn veginn að losa sig svolítið, og þá tekur hún hann hálstaki og stendur sjálf þannig upp og heldur á honum og skellir honum svo á stól,“ segir Eydís Ögn í samtali við Vísi. Ekki látin vita fyrr en töluvert eftir atvikið Eftir að samkennari lét vita af atvikinu hafi ekki verið haft samband við foreldrana, eins og Eydís Ögn hefði búist við eftir atvik sem þetta. „Þetta gerðist greinilega miðvikudaginn 23. ágúst, ef ég man rétt, og svo var vitni, annar leikskólakennari, sem tilkynnti á föstudeginum. Við fengum ekkert að vita af þessu fyrr en vikuna eftir, 31. ágúst. Í þeirri viku sem við vissum ekkert þá var hann svolítið að gráta, vildi ekki fara í leikskólann og hékk utan í mér, sem var rosalega ólíkt honum af því hann hefur alltaf verið mikil félagsvera.“ Kennarinn hafi verið settur í tímabundið launað leyfi en sé komin aftur til starfa í leikskólanum, en þó á annarri deild en sonur hennar er á. Eydís Ögn kveðst óttast að þurfa að færa son sinn á annan leikskóla vegna málsins.
Skóla - og menntamál Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira